Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 118

Fréttablaðið - 20.12.2008, Síða 118
90 20. desember 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 NÝJU JÓLASVEINARNIR LÁRÉTT 2. sót, 6. klafi, 8. útgerðar- staður, 9. nugga, 11. númer, 12. yndi, 14. gróðabrall, 16. kallorð, 17. hár, 18. fiskur, 20. samtök, 21. svall. LÓÐRÉTT 1. mælieining, 3. átt, 4. leiðbeining, 5. dýrahljóð, 7. dýra- sjúkdómur, 10. for, 13. þvottur, 15. útungun, 16. ull, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. ösku, 6. ok, 8. ver, 9. núa, 11. nr, 12. nautn, 14. brask, 16. hó, 17. ull, 18. áll, 20. aa, 21. rall. LÓÐRÉTT: 1. tonn, 3. sv, 4. kennsla, 5. urr, 7. kúabóla, 10. aur, 13. tau, 15. klak, 16. hár, 19. ll. Níundi var Bjöggi Thor, brögðóttur og snar. Hann bruggaði í Pétursborg og komst í álnir þar. Hann keypti hitt og þetta og komst hjá Forbes á blað. En hvarf á einkaþotunni er landið sökk á kaf. „Þetta var bara eitthvað orðaskak. Já, það má kannski segja að þetta hafi verið pólitískur tónlistarlegur ágreiningur,“ segir Grétar Bul- gretzky annar gítarleikara hinar íslensku Guns N‘ Roses hljóm- sveitar. Grétar er annars þekktur fyrir að hafa spilað undir hjá Kalla Bjarna idolstjörnu á sínum tíma og er sagður með síðasta hárið í bransanum um þessar mundir. Eftir tónleika í Eyjum, á nýjum stað sem heitir Volcano Café, að kvöldi fimmtudags fór hljómsveit- in, að hætti rokkhljómsveita, til að fá sér örlitla viskílögg í eftirpartýi sem haldið var á hóteli fyrir ofan staðinn. Þar sauð upp úr milli gítar- leikaranna Grétars og Gunna Bjarna sem þekktastur er fyrir að vera í Jet Black Joe. Aðrir í hljóm- sveitinni gengu á milli en þeir eru Snorri Snorrason kenndur við Idol, Herbert Viðarsson sem er í Skímó og Birgir Nielsen trommari sem hefur meðal annars verið í Landi og sonum. „Já, það er rétt. Ég var í partý- inu. Þessi slagsmál voru stöðvuð mjög smekklega en ég vil ekki tjá mig um málið að svo stöddu,“ segir Birgir. Grétar, sem bjó áður í Grindavík en er nú fluttur út í sveit hjá Selfossi, segir þetta hafa verið eitthvert orðaskak. „Þetta voru nú engar kýlingar. Bara, svona, glíma á gólfinu. Ég vil lítið tjá mig um þetta. Það kom upp ein- hver ágreiningur og það var bara flogist á. Þetta var ekta rock’n roll.“ Sé hægt að fallast á það þá er Gunni Bjarni lykilmaður í slíkum væringum en frægt er þegar Jet Black Joe lenti í slagsmálum á Ísa- firði fyrir um áratug. Hljómsveit- in kom til meginlandsins í gær utan að Gunni Bjarni var eftir úti í Eyjum. Ekki er vitað á þessu stigi hvort þetta mun verða til þess að aflýsa þurfi fyrirhuguðu „giggi“ á Skaganum sem búið er að bóka 10. janúar. Grétar segir að það verði að athuga hvernig ástandið á mönnum er og hvernig framtíð bandsins lítur út. „Þetta hlýtur að smella allt saman,“ segir Grétar en ekki munu neinir áverkar vera á gítarleikurunum eftir áflogin. „Það verður tekinn feitur hljóm- sveitarfundur,“ segir Birgir. Hljómsveitin er til þess að gera ný-stofnuð. Hún var að koma fram fjórða sinni og var fullt hús í Eyjum líkt og hefur verið á Sel- fossi, í Grindavík og á Nasa þar sem mættu tæplega sex hundruð manns til að sjá hljómsveitina. jakob@frettabladid.is GRÉTAR BULGRETZKY: ÞAÐ VAR BARA FLOGIST Á - ROCK‘N ROLL Íslenskir Guns N‘ Roses gítar- leikarar slást í eftirpartíi HLJÓMSVEITIN SKEMMTIR EYJAMÖNNUM Eftir tónleikana sauð upp úr og Gunni Bjarni og Grétar gítarleikarar flugust á MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Rithöfundarnir Ólafur Gunnars- son, Arnaldur Indriðason og Einar Kárason hittast reglulega á Holtinu og skiptast á skoðunum. Allir eru þeir með bók í jólabókaflóðinu og fyrr í vetur gantaðist Ólafur þar með það við Arnald að þetta yrði hörkukeppni milli hans og sín. Ólafur taldi sig fara í tvö þúsund seld eintök en Arnaldur tuttugu þúsund. Þessi spá Ólafs ætlar ekki að reynast rétt því Dimmar rósir stefna í þrjú þúsund eintaka sölu og Myrkáin ætlar að slá öll met og fara yfir þrjátíu þúsund. Nú sem aldrei fyrr eru menn að koma listrænum afurðum sínum á framfæri og er ýmsum brögðum beitt. Þó er nú kannski einfaldleik- inn sem dugar best. Þannig barst hjartnæm kveðja í Óskastundina, sem Gerður G. Bjarklind hefur umsjón með á Rás 1, frá harmo- nikkuleikaranum Sigurði K. Leóssyni í gær til allra vina og þeirra sem keypt hafa nýju plötu hans Ómur kyrrðar sinnar, með samnefndu lagi. Reynir Traustason er í ólgusjó og ýmsir hafa sagt að í ljósi vendinga að undanförnu sé honum tæplega sætt sem ritstjóri DV. Þannig hafa fyrrum ritstjórar þess blaðs, Illugi Jökulsson og Mikael Torfason, báðir sagt að í þessari stöðu væru þeir hættir. En ekki Reynir. Í ljósi þessa er vandséð hvernig Reynir getur farið fram á afsögn ráðamanna í leiðurum sínum en gamli skipstjór- inn lét ekki bíða eftir sér með það. Með „tvisti” því í gær talar hann um að umræða um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar sé á villigötum og nær væri að Geir Haarde tæki skellinn. Spurt er hvort Reynir sjái sig í sporum Björgvins (en ekki til dæmis Árna Johnsen) en hver er þá Geirinn í ritstjórastétt? - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er alveg svaðalegt efni sem við fengum frá Barcelona- ferðinni,“ segir Auðunn Blöndal. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu þá hefur Auðunn verið að fylgja eftir lífi og starfi íslenskra atvinnumanna. Auðunn var á dögunum á Spáni og hitti þar fyrir tvo af fremstu íþrótta- mönnum þjóðarinnar: Ólaf Stef- ánsson og Eið Smára Guðjohn- sen. Ferðin til Barcelona var þó eflaust toppurinn því þar fylgdist sjónvarpsmaðurinn með leik Bar- celona og Real Madrid sem öllu jöfnu gengur undir nafninu El Clasico. Eftir leikinn fékk Auðunn að sækja æfingu hjá stjörnuprýddu liði Barcelona og spjallaði lengi um Eið við miðjumanninn Xavi, Lionel Messi og Thierry Henry en franska ofurstjarnan og Eiður eru að sögn spænskra fjölmiðla hinir mestu mátar. Auðunn fékk því miður ekkert að reyna sig á æfingunni sjálfri. „Nei, ég reyndi en þeir litu varla við mér.“ - fgg Auðunn Blöndal hitti Messi STÓRSTJARNA Auðunn spjallaði stuttlega við Lionel Messi um framgöngu Eiðs með Barcelona. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 112 milljarðar. 2 Í Office 1. 3 Davíð Smári Helenarson. Ólafsfell, fyrirtæki Björgólfs Guðmundsson- ar, mun á næstu dögum fara þess á leit við forsvarsmenn Ríkisútvarpsins að tvíhliða samningur þeirra um framleiðslu á leiknu efni verði tekinn til endurskoðunar. Samningurinn var gerður til þriggja ára og átti að tryggja fjármagn til sjálfstæðra framleiðenda sem vildu framleiða leikið efni fyrir RÚV. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Ólafsfells, vildi ekki staðfesta hvort samningnum yrði rift, eingöngu að hann yrði tekinn til endur- skoðunar. Hann sagði á hinn bóginn að nú væri leitað allra leiða til að standa við þann samning sem gerður var við framleiðslufyrir- tækið Pegasus vegna spennuþáttaraðarinnar Hamarinn. „Ólafsfell ætlar að reyna að efna þann samning, það verður smá dráttur á greiðslum en við stöndum við samninginn,“ segir Ásgeir. Þannig mun samningur RÚV og Björgólfs skila af sér þremur þáttaröðum; Mannaveiðum, Svörtum englum og Hamarn- um. „Ég hef ekki heyrt frá þeim formlega að þeir ætli sér að rifta samningnum og því hef ekkert um málið að segja,“ voru viðbrögð Þórhalls Gunnarssonar, dagskrárstjóra RÚV, við þessum fréttum. Hins vegar verður sýningum á Hamrinum hugsanlega frestað fram á næsta haust. Upphaflega stóð til að þeir yrðu settir í sýningu í byrjun næsta árs. Þórhallur Gunnarsson staðfesti að það væri verið að skoða það mál. „Við erum að endurskoða fjárhagsáætlunina fyrir árið 2009 og þetta er eitt af því sem kemur til greina,“ segir Þórhallur. Leikstjóri þáttaraðarinnar, Reynir Lyngdal, segir að hugsanlegar tafir á sýning- unum hafi engin áhrif á framvindu verksins. „Við erum búnir að klippa fyrsta þáttinn af fjórum og hann lítur bara mjög vel út,“ segir Reynir. - fgg Samningur RÚV og Ólafsfells í hönk STUTT GAMAN Samningur RÚV og Björgólfs Guðmunds- sonar var undirritaður fyrir rúmu ári og var hann til þriggja ára. Hann verður endurskoðaður á næstum dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.