Tíminn - 31.12.1982, Side 7

Tíminn - 31.12.1982, Side 7
FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1982 » 7 ■ Guðmundur Valgeirsson, bóndi, bæ, Árneshreppi ■ Sigrún Eb'asdóttir, forseti Alþýðu- sambands Vesturlands um, hvað sem stjórnmálamönnunum líður. Næðist samstaða almennings trúi ég að þetta yrði létt verk.“ „Margar góðar minningar frá afmælishaldinu“ segir Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins. ■ „Þegar ég lít yfir árið þá er mér nú efst í huga 100 ára afmæli Sam- vinnuhreyfingarinnar. Þess var minnst margvíslega og frá afmælishaldinu á ég margar góðar minningar," sagði Er- lendur Einarsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, þegar hann var spurður hvað honum væri efst í huga við áramótin. „En ef horft er fram á við,“ bætti Erlendur við, „þá sýnist mér vera dökkt í áiinn. 1 efnahagsmálum er staðan sennilega verri en hún hefur verið um áratugaskeið. Við íslendingar höfum lifað langt um efni fram og mér finnst áberandi hvað kæruleysi með peninga færist í vöxt, sennilega í kjölfar mynt- breytingarinnar sem gerð var fyrir réttum tveimur árum. Háir vextir villa um fyrir mörgum. Menn virðast oft ekki gera sér grein fyrir hvað það þýðir þegar þarf að fara að borga niður lánin. Þannig að ég held að það þurfi mikil átök til að rífa sig upp úr þessum efnahagsvandamálum,“ sagði Erlendur. Allra efst er mér í huga,“ sagði Sigrún „er að þetta var gott ár og um áramót óska ég þess að næsta ár verði ekki síður gott og gjöfult." „Aflaáföllin minnisstæðust“ segir Kristján Ragnarsson. ■ „Mér er náttúrlega efst í huga þessa stundina hvernig mál útgerðarinnar verða leyst. Það er alveg óljóst þegar þetta er talað,“ sagði Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ þegar hann var spurður hvað honum væri efst í huga nú við áramót. „Af atburðum síðasta árs eru mér náttúrlega minnisstæðust þessi aflaáföll, sem við urðum fyrir. Afli minnkaði úr 1440 þúsund lestum niður í 760 þúsund lestir, og það geta allir séð hvílíkt áfall er um að ræða. Þetta hefur valdið mikilli tekjuskerð- ingu, sérstaklega hjá ákveðnum hluta flotans, þ.e. loðnuflotanum þar sem aflinn má segja gufar upp. Ég og mínir félagar urðum fyrir miklum vonbrigðum þegar efnahagsráð- stafanirnar í ágústmánuði komu vegna þess að þeim fylgdi ekki úrræði til lausnar fyrir útgerðina. Það neyddi okkur út í aðgerðir, stöðvun flotans, sem ekki hefur þurft að grípa til í mörg ár. Við fengum lausn til bráðabirgða en nú kemur í Ijós hvort lausn til lengri tíma fæst,“ sagði Kristján. „Hlutur láglaunafólks í samningunum olli vonbrigðum“ segir Sigrún Elíasdóttir, forseti ASV. ■ „Mér er ofarlega í hugá að á árinu tók ég í fyrsta skipti þátt í samningavið- ræðum milli ASf og vinnuveitenda. Það var mikil reynsla að kynnast hvernig vinnubrögðum er háttað við samninga- gerðina," sagði Sigrún Elíasdóttir, for- seti Alþýðusambands Vesturlands, þeg- ar Tt'minn átti við hana stutt spjall vegna áramótanna. „Það olli mér vonbrigðum að hlutur láglaunafólks skyldi ekki vera betri í samningunum og mér finnst illt til þess að vita að vísitöluskerðing stjórnvalda skuli bitna á almennu verka- fólki. „Bændur hafa mætt ráðstöfunum af skilningi“ segir Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda. ■ „Mér er einna minnistæðust heim- sókn mín norður í Árneshrepp á Ströndum og sá dugnaður sem þar hefur verið sýndur í uppbyggingu og sú bjartsýni sem þar hefur staðið á bak við,“ sagði Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda þegar hann var spurður hvað honum væri minnisstæðast frá árinu sem er að líða. „Annað vildi ég nefna,“ sagði Ingi, „það er hvað bændur hafa tekið þeim ráðstöfunum, sem verið er að gera til að aðlaga framleiðslu íslensks landbúnaðar innlendum markaðsþörfum, af miklum skilningi." ■ Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS ■ Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ erlent yfirlit ■ ÁRIÐ 1982 verður ekki talið ár stórra atburða. Það verður heidur ekki talið ár góðra atburða. Því verður ekki sagt, að bjartsýni ríki um áramótin. í efnahagsmálum hefur árið 1982 verið ár vonbrigðanna. Hagfræðingar höfðu spáð því, að þá færi að draga úr hinni alþjóðlegu efnahagskreppu og ástandið snúast á betri veg. Því miður hefur þetta orðið öfugt. Kreppan hefur aukizt og enginn þorir nú að spá því, að henni muni eitthvað linna á næsta ári. Þvert á móti er nú mikið um þær viðvaranir, að menn búi sig undir það, að enif muni efnahagsvandinn aukist. í vígbúnaðarmálum hefur einnig frek- ■ Reagan 1983 mun reyna á vestrænt samstarf Fá Andropof og Reagan fridarverðlaun? ■ Andropof ar syrt á álinn en hið gagnstæða. Enn hefur enginn sjáanlegur árangur náðst í þeim viðræðum um takmörkun vígbún- aðar, sem hafa farið fram milli risaveld- anna í Genf. Meðan þannig er ræðzt við, án árangurs, heldur vígbúnaðarkapp- hlaupið ótruflað áfram. Þannig mætti halda áfram að rekja raunasögu ársins 1982. Þó væri rangt að segja, að það hafi aðeins dökkar hliðar. Víða um heim hafa risið upp sterkar hreyfingar, sem beita sér fyrir stöðvun á framleiðslu kjarnavopna og gagnkvæmri afvopnun. Mest hefur kveðið að slíkum hreyfing- um í Bandaríkjunum á árinu 1982, enda áhrifamiklir stjórnmálaleiðtogar, eins og Edward Kennedy, skipað sér í fylkingarbrjóst. Kirkjan í Bandaríkjun- um hefur ekki heldur látið sinn hlut eftir liggja- AÐ SJÁLFSÖGÐU reyna menn um þessi áramót eins og jafnan áður að spyrja og spá um það, sem hið nýja ár muni bera í skauti sér. Sumir þessara spádóma beinast mjög að því, að árið 1983 muni verða örlagaríkt fyrir vestrænt samstarf. Það muni reyna mjög á það bæði á sviði efnahagsmála og varnarmála. Á árinu 1982 hefur verið mikill ágreiningur í viðskiptamálum milli ríkja Vestur-Evrópu annars vegar og Banda- ríkjanna hins vegar. Þessi ágreiningur hefur verið tvíþættur. í fyrsta lagi hefur hann snúizt um innbyrðis samskipti ríkjanna. Evrópu- ríkin hafa kennt hávaxtastefnu Banda- ríkjanna um efnahagserfiðleikana, sem þau þurfa að glíma við. Bandaríkin hafa hins vegar sakað Evrópuríkin um, að þau styðji ýmsan útflutning sinn með ríkisstyrkjum og bitni það beint og óbeint á útflutningi Bandaríkjanna. í öðru lagi hefur þessi ágreiningur svo snúizt um viðskiptin við Sovétríkin og fylgiríki þeirra í Austur-Evrópu. Vest- ur-Evrópuríkin telja sér til hags að auka viðskiptin við Austur-Evrópu. Jafnframt hjálpi það til að bæta andrúmsloftið og draga úr tortryggni, en það muni auðvelda samninga um afvopnun. Stjórn Bandaríkjanna hefur hins vegar viljað draga úr viðskiptum við Sovétríkin í von um að það geri þeim örðugra fyrir og jafnvel komi þeim á kné. Gleggsta dæmið um þennan ágreining eru átökin, sem áttu sér stað í sambandi við gasleiðsluna fyrirhuguðu frá Sovétríkj- unum til Vestur-Evrópu. Öllu alvarlegri en ágreiningur um efnahags- og viðskiptamálin getur þó orðið deilan um varnarmálin. Fari svo að ekki náist samkomulag milli risaveld- anna um takmörkun meðaldrægra eld- flauga í Evrópu, mun koma á árinu 1983 til endanlegra ákvörðunartöku um upp- setningu bandarískra meðaldrægra eld- flauga í Vestur-Evrópu. I Vestur-Evrópu gætir nú vaxandi tortryggni í garð Bandaríkjastjórnar um, að hún hafi takmarkaðan áhuga á slíku samkomulagi. Þvert á móti kunni hún að vilja, að viðræðurnar strandi, og hún geti þá kornið upp eldflaugum í Evrópu í stað MX-eldflauganna sem mikil deila er um í Bandaríkjunum. Það hefur aukið þessa tortryggni, að tilboð Andropofs um að takmarka rússnesku eldflaugarnar við sömu tölu og samanlagður eldflaugastyrkur Breta og Frakka, hefur fepgið dræmar undir- tektir. Þess er að vísu ekki krafizt, að Bandaríkin fallist á þetta, enda þarf þá einnig til samþykki Bretlands og Frakklands. Hitt þykir hins vegar sjálfsagt, að tilboði Andropofs sé tekið jákvætt á þann hátt, að borið verði fram gagntilboð og málum þannig þokað í samkomulagsátt. ATHYGLI manna mun af þessum ástæðum og fleiri beinast enn meira en áður að viðræðum risaveldannna um afvopnunarmálin. Mannkynið getur átt framtíð sína háða því, hvort þessar viðræður bera árangur. Ljúki þeim árangurslaust, blasir vígbúnaðarkapp- hlaup og tortíming við framundan. Ýmsir gizka á, að það kunni að leiða til hins betra, að nýr maður, Yuri Andropof, hefur tekið við forustunni í Sovétríkjunum. Þetta mun koma í ljós á hinu nýja ári. Þá vona ýmsir, að Reagan sé að læra af reynslunni og láti haukana hafa minni áhrif á sig en áður. Þessir tveir menn hafa það meira í hendi sér en nokkrir aðrir að láta árið 1983 verða sögulegt og happasælt ár í þágu friðar og farsældar. Þeir munu á komandi ári verða meira undir smásjá fréttaskýrenda ogfjölmiðla en nokkrir menn aðrir. Ánægjulegt væri að geta spáð því, að þeir haldi þannig á málum á árinu 1983, að hægt yrði að skipta á milli þeirra næstu friðarverð- launum Nóbels. Þórarinn Þórarinsson, j; | ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.