Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 2
2 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR FJÁRMÁL Þrefalt til fjórfalt fleiri samningar um eigendaskipti á fast- eign innan sömu fjölskyldunnar fóru fram mánuðina eftir banka- hrunið en sömu mánuði á síðustu árum. Þetta kemur fram í saman- tekt Fasteignaskrár Íslands. Fréttablaðið hefur undanfar- ið fjallað um banka- og fjármála- menn sem fært hafa fasteignir, eða hluta fasteigna, yfir á maka. Í samantekt Fasteignaskrár sést að sprenging hefur verið í slíkum eig- endaskiptasamningum innan fjöl- skyldna, til annað hvort maka eða ólögráða barna, eftir bankahrunið í október í fyrra. Alls hafa 384 eigendaskipta- samningar af þessu tagi verið gerðir frá byrjun október til loka janúar, eða tæplega 100 á mánuði. Meðalfjöldi slíkra samninga var um 36 í mánuði árin 2005 til 2007. Í október 2008 voru gerðir 107 samningar. Meðalfjöldi slíkra samninga í október síðustu þrjú ár á undan var 37 samningar. Í nóv- ember voru gerðir 102 samningar, fjórum sinnum fleiri en meðaltal nóvembermánaða síðustu þrjú ár á undan. Margrét Hauksdóttir, aðstoðar- forstjóri Fasteignaskrár Íslands, segir það ekki sitt að túlka niður- stöðurnar, það verði aðrir að gera. Sé fasteign færð yfir á ólögráða barn gildi sérstakar reglur um ráðstöfun svo sem sölu eða veð- setningu fasteigna. - bj Tæplega 400 samningar um eigendaskipti innan fjölskyldu frá október 2008: Þrefalt fleiri eftir bankahrun REYKJAVÍK Í samningum um eigenda- skipti innan fjölskyldna hafa fasteignir bæði verið færðar á maka og ólögráða börn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Guðbjartur Hannesson, nýr forseti Alþingis, ætlar ekki að nota bíl og einkabílstjóra sem embættinu fylgir. Forseti ætti að geta notað bíla sem starfs- fólk þingsins hefur til afnota ef þörf krefur, segir Guðbjart- ur. Embætti for- seta Alþing- is hefur haft bíl og bílstjóra til umráða frá árinu 1995, þegar ákveðið var að kjör forseta yrðu sambærileg við ráðherra, segir Helgi Bernódus- son, skrifstofustjóri Alþingis. Guðbjartur segist ekki ætla að dæma um þörf fyrir sérstakan bíl og bílstjóra, enda nýr í starf- inu. Hann líti svo á að í starfi for- seta þingsins felist aðallega verk- stjórn á Alþingi, og ef þörf krefji muni hann nota eigin bíl til að fara á fundi utan þingsins. - bj Guðbjartur verður á eigin bíl: Notar ekki bíl forseta Alþingis GUÐBJARTUR HANNESSON LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fer- tugsaldri var í gær úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að láti sambýliskonu sinnar. Lík hennar fannst í einum af dúfnakofum Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar í Kapelluhrauni. Maðurinn og konan voru búsett í Reykjavík, bæði fædd 1972. Sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins hefur fólkið verið í óreglu og maðurinn komið við sögu lögreglu áður. Það var á sjötta tímanum í fyrra- kvöld þegar lögreglu barst tilkynn- ing um líkfundinn í dúfnakofanum. Einn dúfnaeigendanna hafði þá farið ásamt eiginkonu sinni til að huga að dúfunum. Í kofanum háttar þannig til að dyr eru á öðrum gaflinum. Dyrn- ar voru læstar með hengilás. Eftir endilöngum kofanum liggur gang- ur með fuglabúrum til hliðanna. Á hinum gafli kofans er gluggi sem hafði verið brotinn. Undir honum lá konan. Hún var nakin en með lambhúshettu á höfðinu. Föt henn- ar voru hvergi sjáanleg, en úlpan hennar fannst fyrir utan kofann. Á líkinu, bæði í andliti og á líkama voru minni háttar áverkar, sem taldir eru geta stafað af því þegar konan fór inn um brotinn gluggann. Dánarorsök er enn óljós en ekki er talið útilokað að konan hafi frosið í hel. „Ég er búinn að líða nóg fyrir þetta,“ sagði maðurinn sem kom að henni við Fréttablaðið í gær. Hann kvaðst ekki treysta sér til að tjá sig um aðkomuna. Fyrstu viðbrögð hjónanna voru að gera dúfnaeiganda, sem stadd- ur var í öðrum kofa nærri kofan- um þar sem þau fundu látnu kon- una, viðvart. „Ég fór inn í kofann, en staldr- aði ekkert við þar inni,“ segir sá sem kallaður var til. „Ég sá fætur konunnar sem lá á gólfinu undir glugganum. Höfuð hennar snéri að gaflinum. Við hringdum þegar á lögregluna.“ Ekki er fullljóst hversu lengi konan hafði legið í kofanum. Á mið- vikudagsmorgun fór einn dúfna- eigendanna á svæðið, en var á hraðferð. Hann sá þá að búið var að brjóta gluggann á gaflinum og kíkti inn um hann. Hann sá ekkert óvenjulegt þar inni, enda glugginn í nær tveggja metra hæð og því erfitt að sjá niður með veggnum að innanverðu nema sérstaklega sé að gáð. Rannsókn lögreglu beinist nú meðal annars að ferðum fólksins sólarhringana áður en konan fannst látin. Bráðabirgðaniðurstaða krufn- ingar mun liggja fyrir eftir helgi. jss@frettabladid.is DÚFNAKOFINN Lögreglan vann við vettvangsrannsókn í og við dúfnakofann í gær. Konan sem fannst látin virðist hafa farið með einum eða öðrum hætti inn um glugga á kofanum, sem hafði verið brotinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Maður látinnar konu í fjórtán daga varðhald Konan sem fannst látin í dúfnakofa í Kapelluhrauni var með lambhúshettu á höfðinu en nakin að öðru leyti. Sambýlismaður hennar var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns lögreglu um aðild hans að andláti konunnar. STJÓRNMÁL Vaka sigraði í kosn- ingum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands með 2.342 atkvæði, eða 52,25 prósent. Röskva fékk 2.140 atkvæði eða 47,75 prósent. Vaka fær því fimm fulltrúa Stúdenta- ráðs en Röskva fjóra. Röskva hefur haft meirihluta í ráðinu undanfarin tvö ár. Í kosningum til háskólaþings fékk Vaka 2.298 atkvæði, eða 51,3 prósent. Röskva fékk 2.185 atkvæði eða 48,7 prósent. Hvor fylking fær því fimm fulltrúa. - ss Stúdentakosningar í HÍ: Vaka sigraði Minna kólesteról www.ms.is Benecol er náttúrulegur mjólkurdrykkur sem lækkar kólesteról í blóði. Mikilvægt er að halda kólesterólgildum innan eðlilegra marka því of hátt kólesteról í blóði er einn helsti áhættuþáttur kransæðasjúkdóma. Ein flaska á dag dugar til að ná hámarksvirkni. Á VETTVANGI Ekki er fullljóst hversu lengi konan hafði legið í kofanum. Rannveig, reiknið þið með góðum árangri? „Já, við reiknum alltaf með góðum árangri, annað er ekki til í dæminu.“ Dagur stærðfræðinnar var haldinn í gær. Rannveig A. Guðmundsdóttir er stærð- fræðikennari og gjaldkeri Flatar, samtaka stærðfræðikennara. SEÐLABANKI Ingimundur Friðriks- son seðlabankastjóri baðst í gær lausnar frá embætti sínu. Þetta kom fram í bréfi Ingimundar til forsætisráðherra. Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri sagði á hinn bóginn í bréfi til forsætisráðherra að hann hygð- ist sitja áfram. Davíð Oddsson hafði í gærkvöldi einn þriggja seðlabankastjóra látið hjá líða að svara tilmælum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að þeir láti af störfum og gangi til samninga um starfslok. „Forsætisráðherra er nú að meta þá stöðu sem upp er komin,“ sagði Hrannar B. Arnarsson, aðstoðar- maður, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í gærkvöldi. Ástæðan fyrir því að svör frá þremenningunum bárust ekki á umbeðnum tíma er sögð vera dvöl Davíðs Oddssonar í Bretlandi. For- sætisráðherra sagði í viðtölum við fjölmiðla í gær að sér þætti töfin eðlileg í því ljósi. Eiríkur Guðna- son kom þessum skilaboðum á framfæri við ráðuneytisstjóra for- sætisráðuneytisins á miðvikudags- kvöld. Davíð kom heim á fimmtu- dag og segist forsætisráðherra vonast eftir svari hans hið fyrsta. Forsætisráðherra sendi banka- stjórunum þrem bréf á mánu- dag og beindi þeim tilmælum til þeirra að láta þegar í stað af störf- um. Hún gerði einnig grein fyrir því í bréfinu að von væri á frum- varpi um breytta yfirstjórn bank- ans sem gerir ráð fyrir einum fag- legum bankastjóra. Einnig að nýtt bankaráð verði skipað. - shá Tveir af þremur seðlabankastjórum svöruðu forsætisráðherra í gærkvöldi: Ingimundur biðst einn lausnar FORSÆTISRÁÐHERRA BÍÐUR EFTIR SVARI SEÐLABANKASTJÓRA Davíð Oddsson kom að utan á fimmtudag og vonast Jóhanna eftir svari hans hið fyrsta. EFNAHAGSMÁL Kaupþing og Exista, stærsti eigandi bank- ans, reyndu ekki að fella gengi krónunnar með kaupum á tvö þúsund milljónum evra á fjórum mánuðum. Þetta er niðurstaða Fjármálaeftirlitsins (FME) sem rannsakaði kaupin að beiðni Seðlabankans. Vísir.is sagði frá þessu í gær. Niðurstaða FME er að engar vísbendingar séu um að lög hafi verið brotin. Einnig kemur fram í gögnum FME að Exista bók- færði 30 milljarða hagnað árið 2008, án þess að skýringar hafi verið gefnar á þeim hagnaði. - shá Kaupþing og Exista: Reyndu ekki að fella gengið SJÁVARÚTVEGUR Ágætis karfa- veiði miðað við árstíma er vest- ur af landinu. Þerney RE kom til hafnar í vikunni með prýðileg- an afla eftir 33 daga veiðiferð. Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda. Kristinn Gestsson skipstjóri segir vel hafa veiðst af karfa en einnig hafi verið nokkuð af þorski og grálúðu í aflanum. Að sögn Kristins fengust um 770 tonn af fiski upp úr sjó í veiði- ferðinni og þar af voru rúmlega 500 tonn af karfa og þá aðal- lega gullkarfa. Í afurðum talið nam aflinn 530 tonnum og afla- verðmætið losaði 130 milljónir króna. - shá Góðar aflafréttir af karfa: Ágæt veiði mið- að við árstíma ÞERNEY RE Ágætis karfaveiði er vestur af landinu þrátt fyrir árstíma. BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill setja reglur um vernd hákarla gegn ofveiði. Hákörlum hefur nefni- lega fækkað töluvert á hafsvæð- um Evrópusambandsríkja. Munar þar miklu um vinsæld- ir dýrrar súpu, sem gerð er úr hákarlauggum. Einnig hefur hákarlasteik orðið æ vinsælli á veitingahúsum í Evrópu, auk þess sem hákarlaafurðir eru mikið notaðar í húðkrem og skófatnað. „Nýjustu upplýsingar staðfesta að menn eru hákörlunum nú mun hættulegri en þeir voru okkur nokkurn tíma,“ segir Joe Borg, fiskveiðistjóri framkvæmda- stjórnarinnar. - gb Framkvæmdastjórn ESB: Vill draga úr hákarlaveiðum SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.