Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 33
H ugmynd almennings nú á dögum um fyrirbærið Flóka er bundin við verk hans, penna og kolateikningar sem eru víða til á íslenskum heimilum. Sú ímynd sem hann skóp af sjálfum sér í blaðaviðtölum og opinberri framgöngu er enn í minnum höfð: orð- snjall, fyndinn, sjálfhælinn og einstakur var hann í ímyndarsköpun sinni á opin- berum vettvangi. Í persónulegri við- kynningu var allt þetta líka en þar fór einstaklega ljúfur drengur, tryggur vinum sínum, sjálfstæður maður með djúpa þekkingu á menningu álfunnar með rætur aftur í borgir Evrópu sem mátti ekkert aumt sjá og vildi öllum vel. Gæska hans var á skjön við þann dulda heim grimmdar, losta og lystisemda sem hann átti svo auðvelt með að skissa upp í formfastri byggingu flatarins sem var akurinn sem hann pældi ár og síð með hvíldarárum á sumum skikanna. Borgarselskapurinn sem Flóki var sprottinn úr var eftirstríðsárafyrir- bæri, sama menningardeildin og Jökull Jakobsson dró upp á sviðið og vann úr: stórisar, útsaumaðir púðar, þröngsýni í flestum efnum með tilheyrandi bæl- ingu og brotum. Flóki elskaði að storka þessari settlegu veröld, sat á ystu nöf og hló dátt, hátt og í hljóði eftir því sem færi gafst: gat það verið að þessi pass- íuklippti snyrtipinni byggi með tveim- ur konum og nyti Þeirra beggja – jafn- vel í senn? Magabeltakynslóðin hryllti sig undir gullrömmuðum landslagsmál- verkunum og lagði Moggann sinn frá sér með höfuðið fullt af ósiðlegum lostarík- um órum þegar hann bjó þá skyndimynd til. Þá mynd dró Flóki upp í hugum betra selskapsins í henni Reykjavík skömmu eftir 1960 og hló að dáralega. Hláturinn var enda hans helsta lífs- magn. Fáir menn voru skemmtilegri en hann og því var hann vinamargur, svo ólíkur sem sá söfnuður var sem sótti [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] menning febrúar 2009 DAGUR Í LÍFI RASSHÁRS Dr. Gunni fór að sjá Sannleika Péturs Jóhanns Bls. 6 Framhald á bls. 2 Elsku DRENGURINN MINN Án titils, blek á pappír,1987. Á fi mmtudagskvöld opnaði Listasafn Reykjavíkur stóra sýningu í Hafnarhús- inu sem gefur yfi rlit yfi r feril Alfreðs Flóka myndlistarmanns. Sýningarstjóri er Sjón sem á unglingsárum settist við fótskör meistarans og endurgeldur nú gamla skuld en Flóki var forgöngumað- ur um súrrealisma og mystík í íslenskri myndlist. MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Sjálfsmynd, rauðkrít , 1958. VELKOMIN HEIM Sýning Íslenska dans- flokksins er rokkkonsert með gógódönsurum Bls. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.