Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 26
26 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
og ekki falli til enn meiri kostnaður.
Til að mynda leggur sænskur banka-
sérfræðingur, sem hingað var ráðinn
til ráðgjafar af fjármálaráðuneytinu,
til að „eitraðar eignir bankanna“, svo
sem fyrirtæki sem þeir hafa leyst til
sín eða stjórna með öðrum hætti og
skulda mikið, verði færðar yfir í sér-
stakt eignaumsýslufélag. Skuldbind-
ingar þær sem eftir sitja í þrotabúum
gömlu bankanna verða svo gerðar upp
í samningum skilanefnda og kröfuhafa
og snerta ekki ríkissjóð.
Og þótt með í áætlun fjármálaráðu-
neytisins sé tekið tap Seðlabankans
af veðlánum til fjármálafyrirtækja
hér, upp á 220 milljarða króna, þá er
þar ekki gert ráð fyrir mögulegu tapi
vegna 500 milljóna evru neyðarláns
Seðlabankans til Kaupþings 6. október
síðastliðinn. Upphæðin samsvarar 74
milljörðum króna og lánið veitt gegn
veði í danska bankanum FIH sem að
fullu var í eigu Kaupþings.
FIH er í söluferli en óvíst er um
heimtur af eigninni. Verðmiðinn sem
JP Morgan, sem annast málið, setur
á bankann samsvarar 34 milljörðum
króna. Fáist það verð falla 40 milljarð-
ar á Seðlabankann.
En jafnvel þótt neyðarlánið til Kaup-
þings myndi allt tapast þá myndu
skuldir þjóðarbúsins hvergi nærri
nálgast þær tölur sem kastað hefur
verið fram í þjóðmálaumræðunni.
Spurningin er svo hvað skýrir þá
skökku mynd sem dregin hefur verið
upp af skuldum þjóðarinnar.
Þórhallur Arason, skrifstofustjóri
fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjár-
málaráðuneytisins, segir sér virð-
ast sem lagðar hafi verið saman alls
konar tölur, svo sem um mögulegar
lántökur fyrir tilstilli Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, til þess að reikna land-
ið upp í skuldatölur út úr korti við
raunveruleikann. „Þetta hefur verið
málað miklu svartari litum en efni
stóðu til. Núna er búið að tína til þetta
helsta sem á okkur fellur,“ segir hann.
„Menn virðast leggja þessar tölur allar
saman, en stundum er verið að nota
sömu fjárhæðina í tvennum tilgangi.
Eins og með gjaldeyrisvarasjóðinn.
Þessi lán á ekkert að gefa, heldur á að
selja þennan gjaldeyri og fara í eitt-
hvað annað á móti. Peningum verður
ekki bara mokað út í ekki neitt.“ Þór-
hallur segir þó ljóst að heilmikil óvissa
sé til staðar hvað skuldbindingarnar
vegna Icesave varðar. „Heildarkrafan
liggur fyrir, en svo hafa menn áætlað
hvað eignir gamla bankans duga upp í
þær kröfur. Skilanefnd bankans hefur
metið það sem svo að 150 milljarðar
standi eftir, en þetta liggur náttúru-
lega ekki fyrir fyrr en eftir þrjú til
fjögur ár þegar búið er gera upp eign-
ir gömlu bankanna. Svo er náttúrulega
óvissa um hvort gildi bráðabirgðalag-
anna verður véfengt.“
Þórhallur segir að þótt landið eigi
í tímabundnum erfiðleikum vegna
samdráttar í þjóðarframleiðslu þá nái
kerfið vonandi að vinna sig út úr því.
„Skuldastaðan er ekkert út úr korti
við það sem mörg önnur lönd búa
við. Sem betur fer vorum við búin að
greiða niður allar skuldir. Við áttum
innistæðu upp á 200 milljarða í Seðla-
bankanum og notum hluta af því til að
greiða hallann á næsta ári.“
Í
nýlegri úttekt fjármálaráðu-
neytisins á skuldastöðu ríkis-
sjóðs kemur fram að staðan er
um margt betri en haldið hefur
verið fram á ýmsum vettvangi
þjóðmálaumræðunnar. Í stað
þess að ríkið skuldi 2.000 milljarða,
eða þaðan af meira, eftir hrun bank-
anna, er mat fjármálaráðuneytisins
að halli á ríkissjóði komi í lok þessa
árs til með að vera rúmir 563 millj-
arðar króna.
Vissulega eru mikil umskipti að fara
úr hallalausum ríkisrekstri í slíkar
skuldatölur, en ekki óyfirstíganlegt.
Í stað þess að vera í hópi fimm rík-
ustu ríkja heims dettur þjóðin niður í
skuldatölu sem þó mun ekki óalgengt
meðal ríkja Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD).
Þó verður að slá þann varnagla að
skuldaáætlun ráðuneytisins er ekki
fullkomin, enda ríkir enn óvissa um
nokkra grunnþætti. Ekki liggur enn
fyrir hversu mikinn kostnað ríkið á
eftir að bera vegna innstæðutrygg-
inga sem tengjast Icesave-reikning-
um Landsbankans. Fjármálaráðu-
neytið gerir ráð fyrir reikningi upp á
150 milljarða króna. Skiptar skoðan-
ir eru svo um hvort sá kostnaður sé
of- eða vanáætlaður. Fyrir utan gæði
eigna Landsbankans geta þar spilað
inn í hlutir sem ómögulegt er að spá
fyrir um, svo sem gengisþróun sterl-
ingspundsins. Haldi pundið áfram að
veikjast minnkar skuldin í krónum.
Með í tölum fjármálaráðuneytis-
ins er hins vegar kostnaður við end-
urfjármögnun bankanna, en sú endur-
fjármögnun hefur hins vegar ekki
áhrif á skuldastöðu ríkisins því þar er
verið að færa peninga úr einum vasa í
annan. Nýju bönkunum á að leggja til
385 milljarða króna.
Síðan er á öðrum vettvangi unnið
að því að tryggja að þessar fjárhæð-
ir nægi til að koma bönkunum á legg
Seðlabanki Íslands
➜ SKULDBINDINGAR EFTIR FALL BANKANNA
Áætlaðar skuldir ríkissjóðs
í árslok 2009
536 milljarðar
Veðlánatap SÍ
220 milljarðar
Ábyrgðir vegna
Icesave
150 milljarðar
Lán og lánalínur til ríkisins
og Seðlabankans frá AGS
og þjóðríkjum
680 milljarðar
Endurfjármögnun
bankanna
385 milljarðar
Mögulegt tap
40 milljarðar
Neyðarlán til Kaupþings
með veði í FIH
74 milljarðar
Verðmat JP
Morgan á FIH
34 milljarðar
Tölur í hlutfalli hver við aðra
Hér má sjá áætlaðar skuldir ríkissjóðs í lok þessa árs, en þar er talið með tap vegna Icesave og veðlánatap Seðlabanka íslands. Til hliðar getur að líta mögulegt tap vegna neyðarláns Seðlabankans til
Kaupþings í októberbyrjun og svo upphæðir vegna endurfjármögnunar bankanna og vegna lánalína Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og annarra landa til Seðlabankans. Endurfjármögnunin hefur ekki áhrif á
skuldastöðu ríkisins því þar eru peningar færðir úr einum ríkisvasa í annan. Svipað gildir um lánalínurnar, því komi til lántöku verða peningarnir notaðir á þann veg að eign myndist á móti. Þannig gætu
líka vaxtatekjur af lánsfjárhæð komið til mót við vaxtakostnað af lántökunni.
Óvissan er helst um Icesave
Fjármálaráðuneytið áætlar að skuldir ríkissjóðs nemi rúmum 563 milljörðum í lok árs. Talinn er með ætlaður kostnaður við
Icesave og tap Seðlabankans á veðlánum. Upphæðin er víðsfjarri upphrópunum um að hér hrannist upp fleiri þúsund milljóna
skuldir vegna hruns bankanna. Óli Kristján Ármannson kannaði hvað fellur á skattborgarana vegna bankahrunsins.
ÞÓRHALLUR ARASON Þórhallur, sem er skrifstofustjóri fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjármála-
ráðuneytisins, birti nýverið áætlun ráðuneytisins um skuldir ríkissjóðs í lok þessa árs. Þær tölur
eru mun lægri en margur hefur óttast að stefndi í. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þessi lán á
ekkert að
gefa, heldur
á að selja
þennan
gjaldeyri og
fara í eitt-
hvað annað
á móti. Pen-
ingum verð-
ur ekki bara
mokað út í
ekki neitt.
Þar af