Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 31
BLS. 3 I+ Bókaðu á www.icelandair.is Flug til Orlando gefur 4.000–12.800 Vildarpunkta Vildarklúbbur Kanóasigling Wekiva Springs þjóðgarðurinn er 20 mínútna akstur norður af miðbæ Orlando. Þeir sem kunna eitthvað fyrir sér með árar geta leigt kanóa hjá Wekiva Marina og róið síðan í hægðum sínum auðvelda leið til uppsprettunnar þar sem tilvalið er að fá sér sundsprett. Hafið augun hjá ykkur á leiðinni, hvort þið sjáið ekki skjaldbökur eða krókódíla (gatora). Hafið engar áhyggjur af þeim síðastnefndu; þeir forðast uppspret- turnar eins og heitan eldinn. Um helgar borgar sig að vera snemma á ferðinni því að staðurinn fyllist af fólki þegar líður á daginn. 1014 Miami Springs Rd., Longwood, www.wekiva-marina.com Skart og skraut Í Charles Hosmer Morse Museum of American Art er m.a. að finna stærsta safn í veröldinni af verkum eftir Louis Comfort Tiffany (1848–1933), þar á meðal skartgripi frá Tiffany, leirmuni, málverk, glerlistaverk, steinda glugga, lampa og innra byrði kapellunnar sem Tiffany hannaði fyrir heimssýninguna í Chicago árið 1893. Upplifun fyrir skrautgjarna fagurkera. 445 N. Park Ave., Winter Park, www.morsemuseum.org Listin gefur lífinu gildi Í Orlando hugsar fólk um fleira en sólskin, súpermarkaði, sundlaugar, golf og skemmtigarða. Í Orlando Museum of Art má skoða fjölbreytt safn málverka og höggmyndalistar, þar sem bandarískir listamenn frá 18. til 20. aldar eru í öndvegi, og t.d. ágætt safn af fornmunum og listaverkum frá tímum Atzeka í Mexíkó svo eitthvað sé nefnt. Auk þess eru alltaf sérstakar sýningar í gangi. Þægileg tilbreyting að líta þarna inn þegar manni finnst komið meira en nóg af sólarfjörinu. 2416 N. Mills Ave., www.omart.org Flug og gisting í 4 nætur frá 69.900 kr. á mann í tvíbýli á Econolodge Inn and Suites *** Innifalið: Flug báðar leiðir, flugvallarskattar og gisting. ORLANDO Eitthvað sterkara Íbúar í Orlando hafa fyrir löngu uppgötvað að maðurinn lifir ekki á teiknimyndafígúrum, rússíbönum og kandíflosi einu saman. Það er úr nógu að velja ef fullorðna fólkið langar til að slaka á og rabba saman yfir glasi. Mér dettur bara í hug að benda á Wally's Mills Avenue Liquors þar sem búið er að hella upp á lífsblómið fyrir heimamenn og gestkomandi frá árinu 1954. Margt vitlausara en að líta þarna inn ef þið eigið leið fram hjá og eruð í þess konar hugleiðingum. 1001 N. Mills Ave. Svanavatnið Þegar sól lækkar á lofti og fólk fer að finna fyrir síðdegissvalanum leggja margir leið sína að Eola-vatni (Lake Eola), litlu stöðuvatni við miðbæ Orlando, og rölta eða skokka hringinn í kringum það. Hægt er að leigja svanslaga hjólabát til að dóla sér á úti á vatninu. 195 N. Rosalind Ave. Universal Orlando „Theme park“, er ein af þessum amerísku uppfinningum til að skemmta allri fjölskyldunni og hér í Orlando er nóg af þeim. Disney World er auðvitað heimsfrægur staður en mér finnst jafnvel skemmtilegra að fara í Universal Orlando sem hefur líka þann kost að það er auðvelt að rata í gegnum garðinn og sjá það helsta. Öðrum megin eru Universal Studios Florida, þar sem má fá hláturkast til nokkurra daga á Shrek 4-D eða bregða sér í nýja Simpsons- rússíbanann. Hinum megin eru Universal's Islands of Adventure, Biti allan sólarhringinn Maturinn í B-Line Diner á Peabody Orlando hótelinu er jafnmikið „fiftís“ og skreytingarnar. Ekta bandarískur í klassískum stíl frá miðri 20. öld. 9801 International Dr., peabodyorlando.com Flatbrauð frá $9 Á Harmoni Market stenst ég aldrei þá freistingu að fá mér tyrkneskt flatbrauð, mezu, en þarna er líka gott úrval af réttum úr fersku pasta og alls konar öðru matarkyns, ættuðu frá Miðjarðarhafi. Ágæt vín á boðstólum. Þetta er markaður, bístró og „sælkera-take-away“ í Wellesley fjölíbúðabyggingunni á horninu á Edgewater Drive og Vassar Avenue í College Park. 2305 Edgewater Dr., www.harmonimarket.com Bolli af tei Á Infusion Tea í College Park er hægt að velja á milli meira en 70 tegunda af tei. Mér finnst alltaf hressandi að fá mér bolla af tei í sumarhitanum, mér líður miklu betur á eftir; líkaminn nær einhvern veginn betra jafnvægi. Þarna eru líka alls konar grænmetisréttir og lögð áhersla á „organískt“ hráefni. 1600 Edgewater Dr., www.infusionorlando.com Gjörðu svo vel, Víetnam Ég get tekið undir að fáir veitinga- staðir í Litlu-Saigon eru jafngóðir og Lac Viet Bistro. Hafið hann í huga þegar ykkur langar að bragða á einhverju sem geymist í minningunni. 2021 E. Colonial Dr., 407/228-4000 Fyrir sætabrauðsfíklana Í The Dessert Lady Cafe er hægt að sökkva sér niður í alls konar súkkulaði- rétti – kökur, t.d. frábæra gulrótarköku, bökur og brauðbúðinga. Skammtarnir eru svo ríflegir að er sjálfsagt að skipta á milli sín. Church Street Station eða Kirkman Shoppes, 4900 S. Kirkman Rd. (rétt hjá Universal Studios), www.dessertlady.com Súpersamlokur undir $10 Látið það ekki hafa nein áhrif á ykkur þó að Pom Pom's Teahouse and Sandwicheria sé á fremur sviplitlum stað á verslunarsvæði í miðbænum. Þarna er hægt að fá sér alveg æðis- legar samlokur með austur-asískum litatónum. Ljúffengt og ódýrt miðað við gæðin. 67 N. Bumby Ave., www.myspace.com/pompomsteahouse Ævintýraeyjar Universal, þar sem leiktækin og rússíbanarnir henta betur fyrir eldri krakka. Á milli þessara svæða er svo City Walk þar sem eru veitingahús og hlusta má á lifandi tónlist eða horfa á alls konar skemmtiatriði á leiksviði. – 6000 Universal Blvd., www.universalorlando.com Gusur og aftur gusur Nýi vatnsleikjagarðurinn hjá Sea World, Aquatica, býður upp á allt sem við ætlumst til að hafa í svona garði en mest aðdráttarafl hafa svæðin eða vatnsleikjalaugarnar þar sem líkt er eftir náttúrulegu umhverfi ýmissa sjávardýra. Það er ógleymanlegt að synda í laug með höfrungum. 5800 Water Play Way, aquaticabyseaworld.com Sósíalistar skemmta sér vel í Orlando The Social, í miðbænum, er einn af aðalstöðunum í Orlando þar sem hægt er að hlusta á lifandi tónlist. Barinn er fyrsta flokks svo að enginn þarf að verða þyrstur á meðan tónlistin dynur í eyrum. Aldurstakmark að flestum tónleikum á Sósíalnum er 18 ár. 54 N. Orange Ave., www.thesocial.org Kumpánlegir krókódílar Gatorland er 44 hektara garður þar sem menn hafa ekki hugsað um annað í sextíu ár en krókódíla. Frábær upplifun fyrir alla, hvort sem þeir elska krókódíla eða vita ekkert ógeðslegra. 14501 S. Orange Blossom Trail, www.gatorland.com Reykjavík – Orlando frá 31.220 kr. Flug aðra leiðina með flugvallarsköttum. Flogið er allt að 3 sinnum í viku. GOTT AÐ BORÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.