Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 34
MENNING 2 til hans andríki og fögnuð. Hann bar enda breyskleika sína fram og gekkst fúslega við þeim. Þeir voru partur af veröldinni því enginn okkar var fullkominn, allir höfðu sinn djöful að draga. Og breysk- leikar hans sumir urðu honum að aldurtila, allt allt of snemma. Myndlist Flóka var af evrópsk- um stofni þótt hann væri menntað- ur hér í strangri yfirdrottnun hins geómetríska forms. Íslenskt mynd- listarlíf umbar hann sem elsta soninn í hópnum, strák sem ekki vildi fullorðnast og tók lífið ekki alvarlega. Hann var enda drátthag- ur með afbrigðum frá unga aldri og tók stefnu sem var á skjön við viðtekna, afsökunarlaust, því hann vissi hvaða braut hann gekk. Við- mið hans voru bæði forn og ný, en öll utan við ríkjandi stefnu. Drátt- högustu meistarar álfunnar sátu með honum á hillu og hann vissi í hvaða selskap hans var, vissan um getuna blasti við, var augljós. Þrátt fyrir styrka einstefnu sína var hann víðsýnn og leit til allra átta og mat menn kalt, viðurkenndi styrk þeirra en færði hætti þeirra í skríkjandi sögur sem rufu alla múra velsæmis. Flóki var mikill meistari anektótunnar. Í kynningu á sýningu Listasafns Reykjavíkur, sem mun vera auð- ugast íslenskra safna af verkum Flóka, sem er við hæfi, hann var barn Reykjavíkur og dáði sína borg og hennar dásamlegu kvöld og nætur, hefur Sjón lýst henni sem yfirlitssýningu. Það yfir- lit nær skammt því enn er ekki unnin fullnaðarskrá um verk hans þótt þrjár bækur hafi komið út um myndheim hans: minningar Nínu Bjarkar frá 1992, Ævintýrabók- in, inngangur Aðalsteins Ingólfs- sonar um hann með myndum frá 1983 og loks Teikningar hans sem komu á bók 1963. En utan þeirra er aragrúi mynda og ætti Listasafnið að hvetja menn til að koma þeim til skrár í tengslum við sýninguna nú. Það verður góð aðsókn: Flóki naut þess alla tíð að hann var góður auglýsingamaður og kunni að leika sér með íslensku press- una, lék hlutverkið út í æsar með bros á vör og strákslegt blik í auga. Fólk af öllu standi leit á sýning- arnar hans af forvitni: strúttandi naktar gyðjur og ljótir krumpaðir karlar, auðnir og undurfögur blóm, gapandi sköp og reistir sköndlar: blek, blý og krít, rauð og svört. Komdu hingað inn í heimminn minn elskan mín, faðmlagið var stórt og opið og allir máttu koma, öllum var fagnað. Svo er enn: sýn- ingin stendur uppi í Grófinni fram í maí. Flóki á sýningu sinni 1963. Á vegg til hægri er ein sjálfsmynda hans. MYND 365/LJÓSMYNDARI ÓKUNNUR. Hann heilsaði manni jafnan fagn- andi: „Elsku drengurinn minn“ og þá var framundan veisla, rétt eins og hann býður nú til, persónulegur og eggjandi furðuveröld lýkst upp. M yrkir músíkdagar hófust í gær, hátíð Tónskáldafélags Íslands, sem helguð er nútímatónlist. Myrka músíkdaga hafa tónskáld- in haldið frá 1980 og valið til þessa hátíðarhalds fyrstu skímudaga ársins. Hátíðin ber að þessu sinni merki um þá víðu breidd sem komin er í íslenska tónlistarsköp- un. Þar sitja við sama borð Gunn- ar og Hilmar Þórðarsynir, Egill Ólafsson og Atli Heimir, Ragn- heiður Gísladóttir og Mist Þor- kelsdóttir, Árni Egilsson og Kar- ólína Eiríksdóttir. Meira að segja djassinn skýst inn í hátíðarhaldið í verki Árna í flutningi Sigurðar Flosasonar. Dagskráin er þéttrið- in og hundruð tónlistarmanna koma fram í flutningi marg- breytilegra verka. Forráðamenn hátíðarinnar hafa gripið til þess ráðs að beina tónleikahaldinu frá kostnaðarsömu húsnæði yfir í húsnæði sem ekki er byggt fyrir tónlistarflutning, eins og kirkjur og listagallerí. Tilgangurinn er sá að styrktaraðilar sjái fjárstuðn- ing sinn renna í flutning og lif- andi fólk en ekki hálfopinberar steinsteypur. Tónleikastaðirnir eru Salurinn í Kópavogi, Hafnar- borg, Listasafn Íslands, Norræna húsið, Sölvhóll – salur Listahá- skólans við Sölvhólsgötu, Háskóla- bíó, Laugaborg í Eyjafirði. Þá verða tónleikar í Langholtskirkju, Neskirkju og Guðríðarkirkju. Hér koma fram allir helstu burðarás- ar í íslensku tónlistarlífi: Sinfón- ían, Kammersveit Reykjavíkur, Caput, Camerata Jóns Leifs, auk smærri hópa tónlistarmanna. Sannkölluð veisla: á átta dögum verða sextán tónleikar. „Við viljum rísa gegn fordóma- múrum sem hólfa tónlistina og flytjendur hennar niður. Það er ekkert æðra eða lægra. Eina ósk okkar er að verkin hafi nútímalegt músíkalskt innihald, óháð stílum og stærð,“ segir Kjartan Ólafs- son, formaður Tónskáldafélagsins. Tæpur þriðjungur verkanna er frumfluttur. Í félagi við íslenska tónsmiði eru höfundar á borð við John Tavener, Steve Reich, Pavel Zemek og Peter Graham. Hátíð- in styrkir tengsl við tónlistarlíf landsbyggðarinnar: Kammerkór Suðurlands kemur fram og Laug- arborg í Eyjafjarðarsveit er þátt- takandi í hátíðinni. Stefnt er að því að byggja fleiri brýr vestur á landi og austur á fjörðum og á Héraði: „Það verður að auka sam- starf hátíða hér á landi, það er bæði gjöfult og praktískt,“ segir Kjartan. Umfang og staðsetning hátíðarinnar minnir á þörfina fyrir nýtt tónlistarhús. Spurning- in er bara hvenær verður óhætt að bóka húsið fyrir Myrka músík- daga? 2011 eða 2012? Skemmtilegt Kjartan Ólafsson tónskáld er í forsvari fyrir Myrka músíkdaga sem hófust í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ER MYRKRIÐ Breiddin í íslensku tónlistarlífi er mikil og sjaldgæf tækifærin þar sem stillt er saman allri breiddinni. Það eru menn að reyna á Myrkum músíkdögum sem hófust í gær en sextán tónleikar eru á dagskránni næstu daga. TÓNLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON ENDURFUNDIR 31. janúar – 30. nóvember Spennandi leikir og verkefni fyrir fjölskyldur og skólahópa! SÝNING FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Suðurgata 41 101 Reykjavík sími 530 2200 www.thjodminjasafn.is/endurfundir Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17· · · · Á sýningunni má sjá gripi sem fundust við fornleifarannsóknir á mörgum helstu sögustöðum þjóðarinnar sem styrktar voru af Kristnihátíðarsjóði 2001–2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.