Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 58
● heimili&hönnun Odd Stefán ljósmyndari keypti húsið árið 2003 og hefur gert það upp frá grunni. Húsið býr yfir langri sögu og góðum anda en það var byggt árið 1904. „Hér bjuggu 24 manneskjur þegar mest var í kringum 1940,“ segir Odd. „Húsið er 184 fermetr- ar á þremur hæðum en stigi, sval- ir og salerni voru byggð við húsið árið 1940. Áður var bara útikam- ar. Ég reif alla innveggi niður og loft og braut upp gólfin. þá komu í ljós dagblöð frá þessum tíma og alls konar efni eins og gamlar fjalir og umbúðir sem notuð höfðu verið í einangrun. Einnig hafði sandur verið notaður sem hljóðeinangr- un milli gólfa. Markmiðið var að ná upprunalegum stíl og ég gerði húsið alveg fokhelt. Ég lét smíða út í Danmörku glugga og hurðir eftir ljósmyndum af gömlu gluggunum. Bæði gluggarnir og hurðirnar eru svo litlar að smiðurinn spurði hvort það byggju dvergar á Íslandi.“ Vinnan við húsið vatt upp á sig en skipta þurfti einnig um allar lagnir og rafmagn. Hlaðinn skorsteinn í miðju húsi kom í ljós undan múrhúð sem Odd braut burt og lét skorsteininn halda sér. Eins braut hann burt múrklæðningu af hlöðnum útveggjunum. „Bitarnir í loftinu sáust held- ur ekki en svo heppilega vildi til að ástand hússins var mjög gott og enginn raki hafði komist að,“ segir Odd. „Ég vildi láta gömlu bitana og veggina sjást því þetta eru svo falleg efni. Allir sem koma hingað inn segja góðan anda í hús- inu. Þetta er fyrsta húsið sem ég geri svona upp, en þetta er meiri vinna en ég gerði mér grein fyrir. Það væri minni vinna að rífa húsið alveg niður og byggja nýtt. En þetta hús var samt þess virði og gaman að standa í þessu.“ - rat Allir sem inn koma segja húsið með sál ● Í miðbæ Reykjavíkur svífur andi liðinnar aldar yfir vötnum og mörg húsin með sál. Á Grettisgötunni stendur fallegt gult timburhús sem eigandinn gerði upp á nokkrum árum. Gamla húsið á Grettisgötunni er reisulegt en það var byggt árið 1904. Þegar mest var bjuggu 24 manneskjur í húsinu sem er um 184 fermetrar á þremur hæðum. Hlaðinn skorsteinninn er fyrir miðju hússins sem byggt var í kringum hann. Klætt hafði verið milli bitanna í loftinu og fyllt með sandi til hljóðeinangrunar. Odd Stefán ljósmyndari er hrifinn af gömlum stíl og eru húsgögnin í stofunni dönsk frá í kringum 1950. Fjóra sterka menn þurfti til að bera sófann upp. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Múrað hafði verið yfir hlaðna út veggina en Odd vildi að hleðslan nyti sín. Þ essi apaherðatré eru frá fyrirtækinu Our Children‘s Gorilla og eru hönnun frá OCG. Í raun er þetta bæði herðatré og fallegt skraut. Apinn hangir, sprækur og kátur, og fötin eru síðan sett á lapp- irnar. Herðatrén eru úr umhverfisvænu valchromat-efni og eru 35 sinnum 35 sentimetrar að stærð. Þau fást í versluninni Litla kistan sem flytur brátt á Bergstaðastræti 13 en verslunin er líka á netinu. Slóðin er www. litlakistan.is og eru herðatrén á tilboði þessa dagana. Áður kost- uðu þau 2.320 krónur en kosta nú 1.390 krónur og fást í ýmsum litum. ● GLING GLÓ Sumar vekjara- klukkur eru fullkomnari en aðrar. Þessa klukku rákumst við á í versl- un Gilberts úrsmiðs á Laugavegi. Hún er góðum kostum búin, eink- um fyrir þá sem farnir eru að tapa sjón. Hún er með díóðuljós í skermi sem loga í nokkrar sekúndur. Hún sendir síðan ljóstölur á vegg eða loft sem sýna hvað tímanum líður. Klukkan gengur bæði fyrir rafmagni og rafhlöðum og er á 8.500 krónur. M YN D IR /O D D S TE FÁ N Barnaföt á fjörugum öpum www.jswatch.com / www.gilbert.is Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur. Ég er djásn og dýrmæti, Dro ni sjálfum líkur. - Solon Islandus 1820-1895 Auglýsingasími – Mest lesið 7. FEBRÚAR 2009 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.