Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 63
7 MENNING Félagar í Voces Thules senda frá sér nýjan disk sem geymir flutning þeirra á draumvísum úr Króksfjarðabók sem skotið var inn í Íslendingasögu Sturlu Þórð- arsonar en lýsa draumum fólks víða um land fyrir ofbeldisverk- unum við Örlygsstaði 21. ágúst 1238. Diskurinn er veglegur í útgáfu þeirra félaga, texti gerir grein fyrir kveðskapnum og aðferða- fræði við að tónsetja vísurnar. Guðrún Nordal skrifar inngang- inn um tilkomu kveðskaparins og þar eru birt öll kvæðin á frum- máli og í enskum, frönskum og þýskum þýðingum. Um draumkvæði segir Guðrún í inngangi sínum: Draum- og vitr- unarkveðskapur var fyrirferðar- mikil skáldskapargrein á mið- öldum og sérstaklega á tólftu og þrettándu öld. Draumsýnir voru til þess fallnar að koma skipu- lagi á sundurleysi og þversagn- ir veruleikans og tvíbeitt form- ið gaf skáldunum tækifæri til að varpa hulunni af hinu óræða án þess þó að segja nokkuð berum orðum.“ Þær koma aðeins fyrir í Króksfjarðarbók og eru kenndar alþýðufólki víða af landinu sem fyrirboði fólskuverkana á Örlygs- stöðum. Sverrir Guðjónsson, talsmaður Radda Þýlis, segir þá félaga hafa byrjað undirbúning verksins 2002: „Við völdum kafla úr Sturlungu sem fjalla um drauma og fyrir- boða fyrir Örlygsstaðabardaga, fengum Arngeir Heiðarsson okkur til liðsinnis sem starfar í London með helstu miðaldasveitum í Eng- landi. Hljóðfæri í miðaldastíl voru smíðuð sérstaklega fyrir hóp- inn og var hljóðritun lokið vorið 2008. Bætt var um betur á þessu hausti og nú er diskurinn til.“ Þeir halda útgáfutónleika á Vetrarhátíð um næstu helgi í Iðnó og eru allir velkomnir og ókeypis inn. Draumvísur boða vá Næsta listmunauppboð Gallerís Foldar verður haldið á mánudags- kvöld þann 9. febrúar og hefst kl. 18.30 í húsakynnum gallerísins við Rauðarárstíg. Að þessu sinni verða boðin upp 92 verk. Meðal verka eldri listamanna eru tvö stór verk eftir Svavar Guðnason, þrjú eftir Louisu Matthíasdóttur, tvö eftir Nínu Tryggvadóttur, tvö eftir Jón Stefánsson, fjögur eftir Jóhannes S. Kjarval tvö eftir Gunnlaug Blön- dal, auk verka eftir Þorvald Skúla- son, Mugg, Karl Kvaran, Dieter Roth og fleiri. Af verkum núlifandi listamanna má nefna Kristján Dav- íðsson, Sigurð Árna, Georg Guðna, Sigurbjörn Jónsson, Sigurð Guð- mundsson, Karólínu Lárusdóttur, Línu Rut og Gunnellu. Verkin verða til sýnis í Gallerí Fold í dag frá 11- 17 og fram að uppboðinu: sunnudag 12-17 og mánudag 10-17.30. Verkin eftir Svavar eru frá tveimur ólíkum tímabilum, bæði eru staðfest en ómerkt. Eldra verk- ið er Miðsumarnótt, talið málað um 1944, og er dæmigert fyrir stíl Svavars frá þeim tíma þegar hann var í tengslum við Helhestinn. Það er 100x128 að stærð og er metið á 6.000.000-6.500.000 kr. Yngra verkið hefur hann kallað Skákborð Goya, 106x125 að stærð og metið á 6.000.000-6.500.000 kr. Louisa Mattíasdóttir á hæst metna verkið á uppboðinu, Svart- an hest, málað 1972 og 91x161 að stærð. Það er metið á 11.000.000- 12.000.000 kr. Tvö verk eru á uppboðinu eftir Nínu Tryggvadóttur. Athygli vekur Abstraktion frá 1961, óvenju stórt miðað við verk Nínu frá þessum árum, 152x131 að stærð. Það er metið á 6.500.000-7.000.000 kr. Uppboðsgripina má skoða á vef Foldar: www. myndlist.is. Milljónaverk á uppboði Afstraktverk Nínu Tryggvadóttur frá 1961, eitt margra verka hennar frá þessu tímabili sem byggir á svipuðu myndmáli þótt fá þeirra séu svo stór sem þetta verk, 152x131 cm. MYND GALLERÍ FOLD/ERFINGJAR NÍNU TRYGGVADÓTTUR Ragnheiður tryggir ferskleika og gæði Miðasala í síma 4 600 200 I www.leikfelag.is MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 OG Á WWW.MIDI.IS ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI! Nýtt skítfyndið frístandandi uppistand í íslenskri útfærslu Gísla Rúnars Jónssonar Allt sem þið vitið ekki um konurnar í lífi ykkar FORSALA HAFIN FORSÖLUTILBOÐ FYRIR MASTERCARD KORTHAFA: MIÐINN Á 1990 KR. (ALMENNT VERÐ ER 3450 KR.) TILBOÐIÐ GILDIR TIL 18. FEBRÚAR FRUMSÝNT 20. FEBRÚAR Með leyfi AVALON PROMOTIONS & LIBERTY BELL GRUMPY OLD WOMEN LIVE Sverrir Guðjónsson kontratenór: „Vinna við verkið hófst 2002.” MYND VOCES THULE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.