Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Guðmundar Steingrímssonar Í dag er laugardagurinn 7. febrú- ar, 38. dagur ársins. 9.49 13.42 17.36 9.44 13.27 17.10 Ég skrifaðist á við finnskan vin minn á Facebook í gær. Kreppuna bar á góma, enda sam- eiginlegt áhugamál þjóðanna. Eftir að Finnland hrundi hér einu sinni reis upp miklu betra land á eftir, sagði félagi minn. Finnar eru búnir að gera allt það sem Obama ætlar að gera núna í Bandaríkjunum. Byggja upp hátækni- og líftækni- iðnað og miklu traustara þjóðfé- lag í alla staði, með fjölbreyttara atvinnulífi. Skynsemin réði för. SVO FANN ÉG hvernig við hefð- um skálað í bjórnum eftir þessi orð ég og Finninn ef við hefðum setið á pöbb í Bretlandi eins og áður fyrr þegar við spjölluðum, en ekki á Facebook, þótt þar sé reyndar einnig hægt að skála raf- rænt. Þetta var vel sagt og snerti mínar íslensku taugar. Ég gríp til líkingar að íslenskum sið: Handan við brúnina, ef við höldum áfram að klífa bergið, bíður betra land, sanngjarnara og heilbrigðara. LÍTUM Á. Stundum er talað um skuldirnar allar, þessa 2000 millj- arða eða svo, eins og þær séu um það bil að fara að skella á þjóð- inni núna á mánudaginn. En þetta er ekki svo. Hér þarf að halda ró sinni. Hafa yfirsýn yfir vandann. Um 600 milljarðar af þessu eru lán í gjaldeyrisvarasjóð, sem verður vonandi inni á bankareikningi og safnar vöxtum. SVO ER ÞAÐ ICESAVE. Þar er mikilvægt að eignirnar komi sem mest á móti skuldunum. Þá þurfa menn að vera lunknir, ekki flana að neinu, bíða rólegir og þá mun okkur vel farnast. Líka þarf að halda því skýrt til haga í því máli að við höfum vitaskuld allan rétt á því að láta reyna á skuldbinding- ar okkar fyrir alþjóðlegum dóm- stólum. SVO ER ÞAÐ ATVINNULEYS- IÐ. Það er mest í byggingariðnaði, verslun og flutningum. Klassíska ráðið við þessu er að örva fram- kvæmdir. Í ofanálag þurfum við, af natni, að sjá til þess að nýir og gamli möguleikar um allt land séu nýttir og sprotar vaxi og dafni. Það gerðu Finnar. ÞEGAR öllu er á botninn hvolft getum við unnið bug á þessum vanda, þ.e.a.s. ef við höldum vel á spöðum, sleifum, pottum og pönnum og blásum til búsáhalda- endurreisnar. Aðalatriðið er að panikera ekki. Vinna úr málun- um skref fyrir skref. Og síðast en ekki síst: Vita hvert förinni er heit- ið. Til betra Íslands undir taktföst- um sleifar- og pönnuslætti. Mæltu manna heilastur, Oskari Kuusela. Skál. Staðan Opið sjö til tvö Lyfja Lágmúla - Lifið heil www.lyfja.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.