Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 76
44 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
Hvenær varstu hamingjusöm-
ust? þegar ég áttaði mig á að fram
undan hjá mér eru heimsóknir til
ofboðslega margra sólkerfa.
Ef þú værir ekki tónlistarmaður,
hvað myndirðu þá vera? Ef ekki
tónlist þá kvik-myndlist.
Hvað er það dýrasta sem þú hefur
nokkurn tímann keypt þér? Íbúð er
það dýrasta sem ég hef keypt mér.
Næstdýrast er sennilega hið valin-
kunna SalatMaster-pottasett.
Hvað er það versta sem nokkur
hefur sagt við þig? Þegar lagt var
til að ég færi og léti svæfa Hrafn-
kel, yndislegasta kött allra tíma.
Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar
myndirðu vilja búa? Í Japan og á
Ítalíu.
Uppáhaldslistamaður allra tíma og
af hverju? Á fullt af uppáhalds-
listamönnum.
Draumahelgin þín í einni setn-
ingu? Draumahelgin er að vera
með Birki á Búðum á Snæfellsnesi,
fara þar í göngutúr og sofna úti í
hrauni eða uppi á fjalli.
Hvert er versta starf sem þú hefur
nokkurn tímann gegnt? Að strauja
í þvottahúsi.
Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð-
unni? Ísland er minn uppáhalds-
staður.
Hvers konar tónlist hefur mest
áhrif á þig og hvaða lag hlustarðu
mest á í dag? Í þessari viku var
Olivier Messiaen og Þuríður Jóns
málið, fór á sinfó, og í dag er ég að
hlusta á eitt verka hins japanska
meistara Takemitsu, Coral Island.
Á þriðjudaginn síðasta var Ben
meistara Frost smellt á fóninn og
nú er maður bara spenntur að upp-
götva snillinga á Myrkum músik-
dögum.
Ef þú ættir tímavél, hvert mynd-
urðu fara og af hverju? Mér þætti
gaman að vera viðstödd kvik-
myndatökur á myndum Charlie
Chaplin, City Lights 1931 og Mod-
ern times 1935 eða 6, heyra tilsögn
meistarans og fylgjast með öllu
sem gerðist á „settinu“.
Er eitthvað sem heldur fyrir þér
vöku á nóttunni? Ég sef vel, eins
og köttur.
Ef þú gætir breytt einhverju í for-
tíð þinni, hvað myndi það vera?
Sleppa því að svæfa Hrafnkel, þó
svo hann hafi verið orðinn háaldr-
aður og slappur. Ég sakna hans svo
skelfilega mikið.
Hvenær fékkstu síðast hláturskast?
Í gærkvöldi – rétt fyrir svefninn.
Áttu þér einhverja leynda nautn?
Man ekki eftir neinni leyndri nautn
akkúrat nú en ef einhver kemur til
með að rita ævisögu mína mun sá
finna einhverja krassandi nautn
og gera hana opinbera. Ég verð
þá komin í annað sólkerfi leitandi
nýrra nautna.
Uppáhaldsbókin þessa stundina?
Ljóðasafn Sigurðar Pálssonar sem
kom út í fyrra.
Hvaða núlifandi manneskju lítur
þú mest upp til? Manneskjunn-
ar sem ber virðingu fyrir sjálfri
sér og þar af leiðandi öllu sem í
kringum hana er. Manneskjunnar
sem ber þakklæti, kærleik og ást
til lífsins. Guðni Gunnars, jóga-
kennari í Setrinu, hefur kennt mér
margt og hann segir að allt sem
við setjum athygli okkar á dafni.
En hvaða núlifandi manneskju þol-
irðu ekki? Það er engin manneskja
sem ég bókstaflega þoli ekki en
það eru manneskjur í okkar sam-
félagi sem eru sífellt neikvæðar og
bera vond ský um svæðin og ég set
skjöld um mig í þeirra návist.
Uppáhaldsorðið þitt? Ding-dong!
Hvaða eitt atriði myndi fullkomna
lífsgæði þín? Tónlistarvinnu-
stofa.
Hvaða einu lagi verður þú að taka
„cover“ af áður en þú deyrð? You
don´t have to say you love me.
Hver verða þín frægu hinstu orð?
Kem með þau síðar – nógur er tím-
inn.
Hvað er næst á dagskrá? Þegar
tónleikunum í Salnum næstkom-
andi mánudagskvöld er lokið og ég
síðan búin að fara á alla tónleik-
ana á Myrkum músíkdögum í kom-
andi viku, geng ég upp á fjall, út í
móa, inn í dal og niður í fjöru því
fram undan eru tónleikar hjá tón-
listarklúbbnum Mikki Músik.
ÞRIÐJA GRÁÐAN
FULLT NAFN: Ragnhildur
Gísladóttir
STARFSFERILL Í HNOTSKURN:
Hef starfað sem tónlistarmaður
um árabil.
FÆÐINGARÁR OG HVAÐ
GERÐIST MARKVERÐAST Á ÞVÍ
ÁRI: 1956, árið sem fyrsti harði
diskurinn fyrir tölvur var kynnt-
ur til sögunnar (5MB).
Vildi fylgjast með Chaplin
Ragnhildur Gísladóttir er ein þekktasta tónlistarkona Íslands. Undanfarin ár hefur hún einbeitt sér
að tónsmíðum og næsta mánudag mun hún ásamt kammersveit flytja verk eftir sig á tónlistarhátíð-
inni Myrkum músíkdögum. Sigríður Björg Tómasdóttir yfirheyrði Ragnhildi.
RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR Væri til í að nota tímavél til að fylgjast með Chaplin að störfum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
■ Á uppleið
Loðhúfur Loðhúfur að rússneskum
sið eru flottar og eiga líka frábærlega
vel við í fimbulkulda eins og verið
hefur undanfarið. Karlar sem konur
taka sig vel út með loðhúfu á höfði.
Kakó Eini rétti drykkurinn til þess
að drekka um þessar
mundir eru kakó með nóg
af heitum rjóma út í. Í
frosthörkunum þurfum
við að ylja okkur að
innan og svo þurfum við
á aukahitaeiningunum að
halda sem kakó og rjómi
gefa okkur. Bragðbætta
útgáfan, með rommlögg
út í, er svo einkar viðeig-
andi að kvöldlagi.
Kardemommubærinn Meira að
segja ræningjar geta orðið heiðarlegt
fólk er fleyg setning
úr Kardemommu-
bænum sem á að
minnsta kosti afar
vel við þar, hvað
sem segja má um
raunveruleikann.
Og eftirspurnin eftir
þessari sígildu snilld
er afar mikil sem marka má af því að
nú, nokkrum vikum áður en leikurinn
verður frumsýndur, er uppselt á 30
fyrstu sýningarnar.
Vodka Febrúardrykkurinn 2009,
drukkinn ískaldur í einu skoti. Enga
væmni og væl í ár, takk fyrir.
■ Á niðurleið
Útreiðartúrar á Tjörninni Þeir
voru kannski aldrei inni beinlínis en
eru svo ekki á leiðinni þangað eftir
uppákomu vikunnar þegar ísinn á
Tjörninni gaf sig undan hestafjöld.
Alls ekki málið að stefna hestum yfir
vötn, jafnvel ekki í frosthörkum eins
og núna, það er nefnilega ekki hægt
að stóla á að Fjölnir Þorgeirsson sé
alltaf skammt undan.
Fitulaust megrunarfæði Það er
ekkert vit í að borða fitusnautt fæði
á þessum
árstíma.
Selleríkáss-
ur og hrís-
kökur eru
bara ekki
vetrarmat-
ur. Spikfeitt
kjöt gefur miklu meiri orku og orka
er það sem við þurfum til þess að
komast í gegnum kalda vetrardaga.
Yfirvaraskegg Það eru ekki á færi
nema einstaka karlmanns að bera
yfirvaraskegg svo
vel sé – Tom Selleck
vitaskuld þeirra
fremstur. Almennt
fer íslenskum
karlmönnum betur
að vera með alskegg
vilji þeir skarta hári
í andliti sínu, þó að
því gefnu að skeg-
grótin sé ekki gisin mjög, þá er betra
að sleppa skegginu algjörlega.
Þaulseta Seðlabankastjórar sitja
sem fastast þrátt fyrir að ný ríkisstjórn
hafi það að sínu helsta markmiði að
losna við þá. Hvernig væri að skilja
skilaboðin og bara drífa sig á braut?
MÆLISTIKAN
SENDU SMS ESL DVD Á NÚMERIÐ
1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ!
VINNINGAR ERU IGOR Á DVD, TÖLVULEIKIR,
AÐRAR DVD MYNDIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA.
HANN ER MEÐ RISAVAXIÐ VANDAMÁL
MEÐÍSLENSKUTALI
9. HVERVINNUR!
LENDIR Í ELKO5. FEBRÚAR
Vin
nin
ga
r v
er
ða
af
he
nd
ir h
já
EL
KO
Li
nd
um
–
Sk
óg
ar
lin
d 2
. M
eð
þv
í a
ð t
ak
a þ
át
t e
rtu
ko
m
inn
í S
M
S k
lúb
b.
14
9 k
r/s
ke
yt
ið.