Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 10
10 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR frá: Mossberg, Remington, Marlin, CZ, Sako, Tikka, Weatherby og Fabarm. Verð frá: Húsgagnahöllinni Bíldshöfða – sími 585 7239 Lindum Skógarlind 2 – sími 585 7260 REKUR ÚT ÚR SÉR TUNGUNA Darco heitir hann, þessi hundur sem vafa- laust ætlar ekki að sýna neinum óvirð- ingu þótt hann reki út úr sér tunguna framan í ljósmyndara á hundasýningu í New York. NORDICPHOTOS/AFP PALESTÍNA, AP Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur hætt að senda hjálpargögn til íbúa á Gasa- svæðinu vegna þess að Hamas- samtökin hafa nú í tvígang stöðvað slíka sendingu og tekið hjálpar- gögnin traustataki. Í yfirlýsingu frá flóttamanna- stofnuninni segir að á fimmtu- dag hafi tíu bílfarmar af hveiti og hrísgrjónum verið teknir og fluttir burt á bifreiðum sem heyra undir félagsmálaráðuneyti Hamashreyf- ingarinnar. Fyrr í vikunni hafi lögreglu- menn á vegum Hamas einnig tekið þúsundir teppa og matarpakka, sem ætlaðir voru nauðstöddum íbúum á Gasa. Stofnunin segir að frekari hjálpargögn verði ekki send til Gasa fyrr en fyrri send- ingum hefur verið skilað og trú- verðug trygging fáist fyrir því frá Hamas-stjórninni að þjófnaði af þessu tagi linni. Stofnunin muni þó halda áfram að dreifa þeim gögnum, sem þegar eru komin á svæðið, en birgðir séu takmarkaðar. „Til er nóg af hjálpargögnum til nokkurra daga, en ekki vikna,“ segir Chris Guinness, talsmaður flóttamannahjálparinnar. Fawzi Barhoum, talsmaður Hamas, segir ekkert réttlæta þessa ákvörðun flóttamannahjálparinn- ar. Hann segist telja að starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi látið pól- itíska andstæðinga Hamas fá eitt- hvað af hjálpargögnum. - gb Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna á í deilum við Hamas: Stöðvar sendingu hjálpargagna STOPP Ísraelsher stöðvaði þetta skip, sem sigldi frá Líbanon með 60 tonn af hjálpargögnum áleiðis til Gasa. DÓMSMÁL Fíkniefnamáli ríkissak- sóknara á hendur athafnamannin- um Þorsteini Kragh verður ekki vísað frá dómi eins og hann fór fram á. Héraðsdómur úrskurðaði um það í gær. Þorsteinn er ákærður fyrir aðild að innflutningi á um 190 kílóum af hassi, hálfu öðru kílói af marijúana og kílói af kókaíni, sem barst til landsins falið í hús- bíl aldraðs Hollendings um borð í Norrænu. Lögmaður Þorsteins fór fram á frávísun vegna þess að lögreglan hafi brotið á rétti hans 156 sinn- um við rannsóknina með því að halda að sér gögnum. - sh Fíkniefnamáli ekki vísað frá: Ósk Kragh um frávísun hafnað UMFERÐ „Auðvitað vill maður helst ekki siga Bílastæðasjóði á fólk sem hefur misst vinnuna, en þetta ástand gengur ekki lengur. Bæði er þetta mjög slæmt fyrir viðskiptin og svo skapar þetta beinlínis hættu í umferðinni,“ segir Ólöf Ingþórs- dóttir, eigandi hárgreiðslustofunn- ar Hjá Dúdda og formaður húsfé- lags Listhússins við Engjateig, þar sem stofan hefur aðsetur. Vinnumálastofnun er með skrif- stofu við Engjateig 11. Eins og gefur að skilja hefur aukist til muna að fólk skrái sig á atvinnu- leysisbætur síðustu mánuði og segir Ólöf nálægð skrifstofunnar við Listhúsið skapa mikil óþægindi og umferðarhættu. „Það eru aldrei nein bílastæði eftir fyrir viðskipta- vini fyrirtækjanna í húsinu. Við eigum þessi stæði en kúnnarnir okkar fá ekki að nota þau. Hing- að til mín í hárgreiðslu koma til dæmis eldri konur sem eiga erfitt um gang, sem þurfa að leggja langt frá og klöngrast hingað á glerhálu svelli. Auk þess er lagt upp á alla kanta sem gerir það að verkum að tvíbreið gata er í raun einbreið. Ég var næstum lent í bílslysi vegna þessa um daginn,“ segir Ólöf. Að sögn Ólafar komu meðlimir húsfélagsins sér saman um að tala við Félagsmálastofnun, Bílastæða- sjóð og lögregluna. „En allir benda hver á annan. Við viljum helst að skrifstofan færi sig um set, ellegar að hún skaffi nú bílastæði handa öllu þessu fólki,“ segir Ólöf. - kg Atvinnulausir taka upp bílastæðin við Engjateig: Ástandið hættulegt ÖRTRÖÐ Bílum er lagt upp á kanta og umferðareyjur í námunda við Vinnumálastofn- un. Þeir sem reka verslunarstarfsemi í Listhúsinu skammt frá eru langt frá því sáttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÖRYGGISMÁL Rannsóknarnefnd flugslysa segir líklegt að þreyta hafi þjakað flugmenn þotu sem endaði utan brautar með 188 sólarlandafarþega og 8 manna áhöfn á Keflavíkurflugvelli. Boeing-þota frá JetX var að koma úr leigflugi frá Antalaya í Tyrklandi þegar flugmenn þot- unnar misstu stjórnina þannig að vélin fór með nefhjólið 20 metra út af brautinni á Keflavíkurflug- velli í lendingu aðfaranótt 28. okt- óber. Enginn slasaðist við óhappið sem Rannsóknarnefnd flugslysa skilgreinir sem alvarlegt. Samkvæmt rannsóknarnefnd- inni var áætlað að vakt áhafnar- innar við flugið fram og til baka frá Tyrklandi yrði 14 tímar og 15 mínútur. Vegna tafa af bilun- um og vegna óvæntrar millilend- ingar á heimleiðinni í Edinborg í Skotlandi til að taka eldsneyti lengdist ferðatíminn og varð á endanum ríflega þremur klukku- stundum lengri en gefið var upp, eða 17 tímar og 20 mínútur. Farið var út fyrir þau 16 tíma mörk sem vakt flugmannanna mátti vera. Aðstaðan sem flugmennirnir áttu að hafa um borð til að hvíl- ast var ekki fyrir hendi þar sem þotan hafði verið leigð út fyrir 189 farþega en ekki fyrir 186 eins og vera átti. Aðstæður til lendingar í Kefla- vík voru slæmar þetta október- kvöld vegna hálku. Þotan skoppaði á brautinni við lendingu og flugmennirn- ir nýttu ekki fullt afl til hemlunar. Ekki höfðu verið gerðar mælingar á við- námi brautarinnar í meira en tvær og hálfa klukku- stund áður en þotan lenti og flugmennirnir fengu ekki nákvæmar upplýsingar frá vallarstjórninni um þessar mæl- ingar. Auk þess tók enginn eftir frostviðvörun sem flugvallakerf- ið birti 18 mínútum fyrir lendingu þotunnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar- innar kemur fram að 40 mínútum fyrir lendingu hafi ein yfirflug- freyjan litið inn í flugstjórnar- klefann. Þá hafi flugmennirnir sagst vera afar þreyttir og haft á orði hversu langur dagurinn væri orðinn. Áhöfnin mætti á vakt klukkan 5 mínútur yfir 9 að morgni 27. október og vaktinni lauk ekki fyrr en 5 mínútur í 2 nóttina eftir. „Áhöfnin var líklega orðin flug- þreytt og þetta hafði sín áhrif á frammistöðu þeirra. Áframhald- andi flug frá Edinborg til Kefla- víkur með tilheyrandi lengingu á tíma flugskyldunnar setti áhöfnina í hættu á að uplifa þreytutengdar villur,“ segir Rannsóknarnefnd flugslysa. gar@frettabladid.is Örþeyttir flugmenn misstu þotu með 188 farþega út af Flugmenn sem voru á vakt í meira en sautján klukkutíma kvörtuðu undan mikill þreytu rétt áður en þeir lentu á Keflavíkrflugvelli og misstu þotu með 188 farþegar út af brautinni. Vaktin var lengri en heimilt er. ÞOTA FRÁ JETX Flugfélagið JetX leigði þotu fyrir 189 farþega þótt samkvæmt reglum ættu aðeins að vera 186 farþegar um borð svo flugmennirnir hefðu pláss til að hvílast. ÞÝSKALAND Brunnin bifreið er nú orðin næsta algeng sjón í Berl- ín. Nánast á hverjum degi er ein- hvers staðar í borginni kveikt í bifreið. Lögreglan stendur ráða- laus og veit ekki hverju sætir. Hinn 1. maí ár hvert hafa ungir mótmælendur reyndar árum og jafnvel áratugum saman stundað íkveikjur í bílum í tengslum við mótmælasamkomur, en síðustu ár hefur þessi iðja orðið æ algengari og skiptir litlu máli hvaða dagur ársins er. Síðan 2006 hafa nærri 300 bílar orðið eldi að bráð og í janúar á þessu ári var kveikt í nærri þrjátíu bifreiðum. - gb Lögregla stendur ráðalaus: Brennandi bif- reiðar í Berlín NÆRRI DAGLEG SJÓN Þessi mynd er reyndar tekin 1. maí árið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ 29. OKTÓBER 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.