Fréttablaðið - 07.02.2009, Side 28

Fréttablaðið - 07.02.2009, Side 28
28 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR H i n n v i k u le g i dá lkur „ Dag- bók nýrra Íslend- inga“ hefur nú runnið sitt skeið á enda. Þar sögðu fimmmenningar af erlendu bergi brotnir frá ævintýrum sínum hér á landi. Þegar komið var að leiðar- enda ákváðu Jón Sigurður og Olav Davíð, sem fært hafa inn dagbók- arfærslur þeirra, að bjóða þeim á Fjörukrána til rifja upp árið yfir brennivínsstaupi, súrsuðum hrút- spungum, hákarli og öðru góðgæti sem þar er borið á borð á þessum árstíma. En þorrinn býður ekki aðeins upp á góss, hann getur líka verið ódæll eins og hópurinn fékk að kynnast en Rachid fékk að kenna á flensunni og veðurharka fyrir vestan varð þess valdandi að Fil- ipe komst ekki á tilsettum tíma. Hin þrjú komu prúðbúin og þáðu af þorraborði. Í viðurvist víkinganna „Komdu hérna rýjan mín,“ segir víkingurinn Kári Friðriksson og tekur utan um Junphen hina fín- gerðu. „Hér áður tókum við Íslend- ingar konur frá fjarlægum löndum og völdum einna helst þær síð- hærðu því það var betra að ná á þeim taki.“ Junphen hlær og lætur sér vel lynda óheflaða víkingsl- undina enda eru átta ár síðan hún flutti hingað til lands. Algirdas lætur sér líka fátt fyrir brjósti brenna í þessum látum og skorar hinn hjálmbúna vík- ing Kjartan Ólafsson á hólm. Þó að vopn séu tiltæk á Fjörukránni fallast menn á að útkljá málin í sjómann. Charlotte hefur gaman af öllu saman en hún er líka með íslenskt blóð í æðum þar sem faðir hennar er íslenskur en hann hefur búið erlendis frá fimm ára aldri svo hin ylhýra tunga er honum fyrir löngu horfin. Sjálf hefur Charlotte búið í Suður-Afríku, Bandaríkjunum, Englandi, Noregi, Skotlandi, Ítalíu og Mósambík svo hún hefur þurft að aðlagast ýmsu. Ísland fær fyrstu einkunn En hvað sem blóði og lífsins brölti líður bera þau sig að eins og vanir heimamenn þegar kemur að óknyttans víkingum, brennivíns- staupi eða þorramatshlaðborði. Þegar búið er að kýla vömbina ríður Algirdas á vaðið og rifjar upp það sem honum þótti einna markverðast á þessu ári. Það sem vakti hvað mesta athygli ÞORRINN BLÓTAÐUR Á FJÖRUKRÁNNI Junphen, Algirdas og Charlotte skála í íslensku brennivíni fyrir landinu sem þau hafa dálæti á þó að víkingarnir kunni að fara óblíðum höndum um þau. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta var ekkert sérstaklega gott ár að því leyti að ég fékk ekki íslenskt ríkisfang eins og ég hafði vonað,“ segir Junphen. Umsókn henni var hafnað í haust þar sem hún hafði eitt umferðarbrot á sam- viskunni og verður hún að bíða fram á vormánuði til að sækja um næst. „Það var ekki eina áfallið af þessum toga en þegar ég ætl- aði að fara til Póllands með kær- asta mínum til að eyða jólunum með honum þar þá var ég stöðv- uð í Englandi og ekki gert kleift að halda för minni áfram þar sem vegabréfsáritunin var ekki tekin gild. Við þurftum því að snúa við til Íslands frá Englandi. En það góða er að móðir mín kom hingað í sumar og við höfð- um það gott. Við náðum að ferðast svolítið um og hún var afar hrifin af landinu.“ Junphen vinnur við afgreiðslu í Fjarðarkaupum og segist fá mikil viðbrögð við dagbókarfærslum sínum sem birst hafa síðasta árið í Fréttablaðinu. „Meira að segja fólk sem ég þekki ekki neitt segir við mig, „það var leitt að þú skyld- ir ekki fá ríkisfangið eða voðaleg- ir fantar voru þessir í Bretar að hleypa þér ekki áfram. Kollegar mínir í vinnunni eru líka varnir að spyrja mig útí það sem þeir hafa lesið um mig í Fréttablaðinu.“ Junphen Sriyoha frá Taílandi: Fantar voru þessir Bretar „Ég var einu sinni á leiðinni úr Bónus sem er aðeins fyrir utan bæinn á Ísafirði,“ segir Filipe. „Venjulega fer ég gangandi en húkka síðan far til baka. Það bregst ekki að Ísfirðingarnir eru fljótir að stoppa. Ég man eftir því einu sinn að bílstjórinn, sem ég þekkti ekki neitt, fer að spyrja mig hvern- ig mér gangi með hitt og þetta líkt og hann þekki mig. Ég gleymi því stundum að það er fullt af fólki sem les dálkana um mig í Fréttablaðinu og kann því deili á mér.“ Filipe kom hingað síðsumars 2007 og er ánægður með dvöl sína hér. „Það er góð tilfinning að kom- ast að því að maður getur bjargarð sér og aðlagast aðstæðum sem eru gjörólíkar þeim sem maður er vanur. Það er hálf sorglegt að ég skuli vera að yfir- gefa landið í apríl þar sem ég er orðinn mun fram- færnari og öruggari með mig núna. En auðvitað verður gott að komast heim; vera með kærustunni og fólkinu sínu.“ Hann hefur verið á ferð og flugi, allan þenn- an tíma, á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og eins dvalið stöku sinnum á Akureyri. „Það hefur komið mér á á óvart hversu ólíkt fólkið á landsbyggðinni er fólkinu hér höfuðborgarsvæðinu. Í mínum huga er Reykjavík ekki mjög íslensk heldur frekar eins konar vasaútgáfa af því sem finna má erlendis. Það sama verður ekki sagt um landsbyggðina; hún er ekta! Ég held ég eigi ekki eftir að finna eitthvað þessu líkt annars staðar.“ Filipe Figueiredo frá Portúgal: Frægur puttaferðalangur FILIPE Góð tilfinning að geta aðlagast nýjum aðstæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Charlotte Best: Náttúrufegurðin Verst: Dýrt að komast úr landinu Junphen Best: Öryggið, þjóðin er eins og fjölskylda Verst: Vindasamt veður og hátt verðlag Algirdas Best: Allt annað Verst: Veðráttan, íslenska sumarið Filipe Best: Fólkið, hörkutól, tilgerðar- lausir víkingar Verst: Einangrunin Rachid Best: Fjölbreytnin í veðri og náttúrur Verst: Hátt verðlag Það sem þeim þótti skrítið: Fólk skilur bílana eftir í gangi, eftir 5 mínútna spjall komast ókunnug- ir að því að þeir eiga sameiginlega kunningja eða ættingja, maturinn alla vega þorramaturinn, tungu- málið þá sérstaklega orð eins og „örbylgjuofn“ eða „uppþvottavél“ Hvað finnst þér verst og best við Ísland? JUNPHEN OG KÁRI FRIÐRIKSSON Mikil viðbrögð við Fréttablaðsfærslum. FRAMHALD Á SÍÐU 37 Við elskum þetta land Nú er ár liðið síðan Fréttablaðið hóf að fylgja eftir erlendu fimmmenningum. Vikulega hafa þau sagt lesendum blaðsins frá því sem á daga þeirra hefur drifið og hvernig gengur að fóta sig á eyjunni lengst í norðri sem þau hafa mismikla reynslu af. Nú sleppa þau hendinni af Jóni Sigurði Eyjólfssyni og Olav Davíðssyni sem fært hafa ævintýri þeirra í letur fyrir lesendur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.