Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 78
46 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is Halla Kristín Einarsdóttir hefur verið með heimildarmyndina Konur á rauð- um sokkum í smíðum um nokkurt skeið en hún var ein þeirra sem fékk úthlut- að styrk úr Hlaðvarpanum, menning- arsjóði kvenna, á dögunum. Myndin segir frá þróun Rauðsokka- hreyfingarinnar, sem barðist fyrir réttindum kvenna, frá árinu 1970 til 1980 og verður sýnd í Regnboganum hinn 28. febrúar næstkomandi. Þar koma sextán konur úr hreyfingunni við sögu ásamt því sem hinum ýmsu svip- myndum frá þessum tíma er brugðið upp. Halla segist hafa fengið hugmynd- ina að myndinni í hagnýtri menn- ingarmiðlun við Háskóla Íslands. „Þar rakst ég á auglýsingu frá Mið- stöð munnlegrar sögu sem leitaði að fólki til að taka viðtöl við konur sem voru virkar í kvennabaráttu frá 1960 til 1980. Ég var ákveðin í því að gera kvikmynd sem lokaverkefni og fannst þetta spennandi viðfangsefni.“ Halla setti sig í samband við miðstöðina og tóku hún og Fríða Rós Valdimarsdóttir mannfræðingur rúmlega tuttugu við- töl. Miðstöð munnlegrar sögu vann úr þeim með hefðbundnum hætti en Halla fékk leyfi til að nota efnið í heimildar- myndina. Hún ákvað svo að einskorða það við Rauðsokkahreyfinguna. Í myndinni varpar hún ljósi á sögu hreyfingarinnar, tíðarandann og bar- áttumálin með ýmsum hætti. Hún fékk meðal annars til liðs við sig Unu Lor- enzen, sem er að læra hreyfimynda- gerð í Los Angeles, og er hluti mynd- arinnar teiknaður. „Þetta er nokkuð umdeild aðferð en mér fannst hún eiga vel við þar sem mikið var um teikning- ar og útklipptar myndir í helsta mál- gagni Rauðsokkahreyfingarinnar, For- vitin rauð.“ En er eitthvað líkt með baráttu Rauðsokkahreyfingarinnar og þeim atburðum sem hafa átt sér stað undan- farnar vikur? „Algerlega. Mér fannst mjög spennandi að vera að klippa þessa mynd um leið og ég heyrði bergmál- ið í mótmælendum allt í kringum mig og gat drukkið í mig baráttuandann. Á áttunda áratugnum voru aktívist- ar áberandi en ég man varla til þess að það hafi verið mótmælt síðan þá,“ segir Halla. Henni finnst þó sorglega lítið hafa breyst. „Það er helst ásýnd- in sem hefur batnað en undir yfirborð- inu viðgengst enn þá mikið misrétti. Á sínum tíma héldu konur að með því að mennta sig myndi staða þeirra breyt- ast af sjálfu sér en sú er ekki alltaf raunin.“ Halla er ánægð með að hafa kynnst hinum dulúðugu rauðsokkum sem jafn- vel hefur verið talað um sem verstu tröllkonur. „Það sem þær eiga sam- eiginlegt er að þora að opna munninn þegar þeim misbýður misrétti í sam- félaginu en annars eru þær jafn ólíkar og þær eru margar,“ segir Halla, sem ætlar að fylgja myndinni eftir á kvik- myndahátíðir og jafnvel í sjónvarp. vera@frettabladid.is HALLA KRISTÍN EINARSDÓTTIR: FRUMSÝNIR KONUR Á RAUÐUM SOKKUM KONUR SEM OPNA MUNNINN DRAKK Í SIG BARÁTTUANDANN Halla segir margt líkt með baráttu Rauðsokkahreyfingarinnar og þeim atburðum sem hafa átt sér stað undan- farnar vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA CHARLES DICKENS FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1812. „Ég hefði aldrei afrekað neitt hefði ég ekki tamið mér stundvísi, reglusemi og dugnað og einbeitt mér að einu atriði í einu.“ Breski rithöfundurinn Charl- es Dickens var uppi á Vikt- oríutímabilinu. Hann skrif- aði fjölda bóka og ljóða, þar á meðal Oliver Twist. MERKISATBURÐIR 1900 Verkamannaflokkurinn er stofnaður í Bretlandi. 1914 Charlie Chaplin birtist í fyrsta sinn sem litli flæk- ingurinn. 1940 Walt Disney frumsýnir teiknimyndina um Gosa. 1942 Húsmæðraskóli Reykja- víkur tekur til starfa undir stjórn Huldu Á. Stefáns- dóttur. 1962 Bandaríkin banna inn- og útflutning frá Kúbu. 1964 Bítlarnir koma til Banda- ríkjanna í fyrsta skipti. 1974 Concorde-þota lenti á Keflavíkurflugvelli í fyrsta sinn. 1999 Abdullah prins tekur við krúnunni í Jórdaníu eftir dauða föður síns, Huss- eins konungs. Þennan dag árið 1992 var Evrópusambandið (ESB) stofnað með undirritun Maastrichtsamn- ingsins í Maastricht í Hollandi. Evrópusam- bandið er stjórnmála- og efnahagsamband 27 Evrópuríkja með höfuðstöðvar í Brus- sel. Nærri 500 millj- ónir borgara búa innan sambandsins. Í ESB er sameigin- legur markaður sem er staðlaður með lög- gjöf sem öll aðild- arríki eru skyldug til að setja. Lögin snúa að hinu svokallaða fjórfrelsi sem tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns um landamæri ríkjanna. Þá má nefna sameig- inlega viðskiptastefnu, landbúnaðarstefnu og sjávarútvegsstefnu auk svæðisbundinn- ar þróunarstefnu. ESB hefur einnig hlut- verki að gegna í utan- ríkismálum en sam- eiginlegur fulltrúi að- ildarríkjanna semur um kjör og kosti í Al- þjóðaviðskiptastofn- uninni, á fundum G8- ríkjanna og hjá Sam- einuðu þjóðunum. Fimmtán af aðildarríkjunum hafa tekið upp sameiginlegan gjaldmiðil, evru, og 21 ríki er í NATO. ÞETTA GERÐIST: 7. FEBRÚAR 1992 Evrópusambandið stofnað 90 ára afmæli Þorbjörg Pálsdóttir myndhöggvari er níræð þriðjudaginn 10. febrúar. Í tilefni afmælisins er vinum og ætting jum boðið í kaffi að Sjafnargötu 14 milli kl. 16 og 18 sunnudaginn 8. feb. nk. Þorbjörg er heiðursfélagi og einn af stofnfélögum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafað- ir og afi, Baldur Bergsteinsson Beykihlíð 29, Reykjavík, andaðist föstudaginn 30. janúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. febrúar kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarsjóð Göngum saman til stuðnings rannsóknum á brjóstakrabba- meini, í síma 540 1990 eða á heimsíðu: www.gongum- saman.is. Guðrún Guðmundsdóttir Sigríður Baldursdóttir Gunnar Hjartarson Kristín Baldursdóttir Kristján Frímann Kristjánsson Margrét Baldursdóttir Þórólfur Árnason Bergþóra Baldursdóttir Hjörleifur Þórarinsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Einarsson frá Hvalnesi í Lóni, Ásvallagötu 17, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Landakoti fimmtudaginn 29. janúar, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 13. febrúar kl. 13.00. Guðný Egilsdóttir dætur, tengdasynir og barnabörn. Hjartans þakkir til hinna fjölmörgu sem sýndu okkur vináttu, samúð og virðingu í veikindum og við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa, Freys Magnússonar Ljárskógum 12, Reykjavík, og heiðruðu þannig minningu hans. Sérstakar þakk- ir til Guðmundar Rúnarssonar læknis, Kristínar Skúladóttur hjúkrunarfræðings og alls annars starfs- fólks á deildum 11B og 11G á Landspítala fyrir einstaka umönnun, stuðning og alúð. Guð blessi ykkur öll. Soffía Jensdóttir Jóna Freysdóttir Ásmundur Eiríksson Ásta Sóllilja Freysdóttir Michael Johnston Stefán Freyr Michaelsson. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.