Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 16
16 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Álit færustu sérfræðinga
Gróið hefur um heilt milli Kjartans
Gunnarssonar og Davíðs Oddssonar
eftir að sá fyrrnefndi reiddist hinum
fyrir að kalla sig óreiðumann. Kjartan
tekur upp hanskann fyrir Davíð í
grein í Morgunblaðinu þar sem
hann segir engin málefnaleg rök
hafa komið fram fyrir því að reka
Davíð úr Seðlabankanum; þetta séu
pólitískar hreinsanir. Kjartan segir
að sumir hafi sagt að peningastefna
síðustu áratuga hafi verið
röng. Hún hafi hins vegar
verið mörkuð eftir að
leitað var álits færustu
sérfræðinga erlendis, þar
á meðal Joseph Stiglitz,
Nóbelsverðlaunahafa
í hagfræði. Partur af
peningastefnu stjórnvalda eru verð-
bólgumarkmið Seðlabankans. Þau
kveða á um að þegar verðlag hækkar
umfram verðbólgumarkmiðin eigi að
hækka stýrivexti. Hvað ætli Stiglitz
finnist um það?
Misheppnað stýritæki
Það vill svo heppilega til að við vitum
allt um það. Hinn 10. maí í fyrra birti
Fréttablaðið grein eftir Stiglitz um
verðbólgumarkmið. Hann komst að
þeirri niðurstöðu að þau væru
misheppnuð. „Lítil hagfræði
og fáar rannsóknir liggja
að baki þessu klossaða
stýritæki,“ skrifaði hann.
„Það er engin
ástæða til að
ætla að burt-
séð frá orsökum verðbólgunnar séu
bestu viðbrögðin ávallt að hækka
stýrivexti.
Vonandi verða fæst ríki fyrir þeirri
ógæfu að taka upp verðbólgumark-
mið; ég kenni í brjósti um almenning
þeirra landa sem það gera.“
Bæta gráu ofan á svart
Grein hans lauk á þessum orðum:
„Veiking efnahagslífsins og atvinnu-
leysið sem verðbólgumarkmið hafa
í för með sér duga lítt til að sporna
við verðbólgu, heldur gera afkomu
fólks erfiðari en ella.“ Það er ekki
að sjá að Stiglitz sé mikill aðdáandi
peningastefnunnar á Íslandi og mun
sjálfsagt seint gangast við að vera
einn af höfundum hennar.
bergsteinn@frettabladid.is
Þetta er eins og að kaupa sér hús. Maður borgar og flytur
inn með maka, tvö börn og tengda-
foreldrana að auki. Stórt hús og
nóg húsrými. Svo er húsbúnaði
komið fyrir, farið að dytta að ýmsu
eins og gerist, koma börnunum
vel fyrir, hlúa að gamla fólkinu á
neðri hæðinni. Allt í fínasta standi
nema hvað fljótlega fer að hrikta í
húsinu, veggir bresta og að lokum
hrynur þakið. Og húsið allt. Raun-
ar hverfið eins og það leggur sig.
Það kemur sem sé í ljós, þegar
byrjað er að búa í húsinu að ýmis-
legu var ábótavant. Bygginga-
meistarinn rekur upp stór augu,
byggingareftirlitið segir að farið
hafi verið eftir reglum. Arki-
tektinn segir að allir stuðlar hafi
verið réttir og allar litlu gulu
hænurnar segja: ekki ég, ekki ég.
Þú ert kjörinn á þing og ert
stoltur af þínu sæti í fallegum
þingsalnum. Þú ferð að huga að
ýmsum minniháttar tillögum og
frumvörpum um lagfæringar í
stjórnsýslunni, hugar að kjör-
um eldri borgara og barnabótum.
Dundar sem sagt við það að færa
til mublurnar og málverkin. En
að byggingin sem stendur undir
þessu sé ekki traust, það hvarflar
ekki að manni, enda liggja fyrir
skýrslur og ræður og útreikning-
ar Seðlabanka, Fjármálaeftir-
lits, greiningadeilda, sérfræðinga
í ráðuneytum og hagfræðinga á
prófessoralaunum, sem fullvissa
alla um að stoðir þjóðfélagsins
standi á traustum grunni. Bygg-
ingameistarinn var jú gamal-
reyndur í starfinu og eftirlitið var
á sínum stað. Það uggði enginn að
sér, frekar en húsakaupandinn.
En það er sama hvert þú lit-
ast um, það varst þú sem keyptir
húsið og það varst þú, kæri þing-
maður, sem svafst á verðinum.
Þetta skildi Sjálfstæðisflokkurinn
því miður ekki þegar húsið hrundi.
Hann skynjaði ekki ábyrgð sína.
Það þýðir ekkert að bjóða upp á
sama byggingameistarann til að
taka til í rústunum, það þýðir ekki
að bjóða húseigendunum í nefið og
segjast ætla að skoða þetta þegar
landsfundur er búinn. Hann heyrði
ekki bergmál þjóðarsálarinnar.
Margir af þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins eru mikið ágætis
fólk. Sumir kannski pínulítið sjálf-
umglaðir, en upp til hópa bara eins
og ég og þú. Eftir langan valdafer-
il og farsælt starf húsameistarans
var það þeim ofvaxið að segja af
sér eða reka einhvern. Hvað þá að
skipta um húsameistara.
En ég bendi ekki aðeins á Sjálf-
stæðisflokkinn. Við hin berum líka
ábyrgð sem stóðum vaktina og
sofnuðum. Við vorum líka sjálfum-
glöð. Það erum við sem gáfum
húsameisturunum og eftirlitinu
grænt ljós. Það vorum við sem
sátum og færðum til mublur meðan
húsið skalf. Af því við höfðum
hvorki rænu né þrek til að skoða
innviðina og undirstöðurnar. Sjálf-
ur hef ég ekkert vit á peningum og
átti kannski ekkert erindi á þing af
þeim sökum. Ég var jafnvel nógu
vitlaus að verja mínum litla sparn-
aði um ævina til að borga mínar
skuldir og kaupa engin verðbréf.
Samt sit ég nú uppi með það eins
og annar almenningur í landinu að
bera skuldir þjóðarbúsins á bakinu
það sem eftir lifir og sjálfsagt alla
leið í gröfina.
Auðvitað þurfti að skipta um
ríkisstjórn. Og koma Sjálfstæðis-
flokknum frá. Og kjósa upp á ný.
Nýtt fólk. Þess vegna ætla ég ekki
að gefa kost á mér aftur til þing-
setu, því ég vil rýma til fyrir yngra
fólki sem hefur áræði og þekkingu
til að taka alla þessa stjórnsýslu í
nefið og stokka upp á nýtt. Það þarf
að byggja samfélagið upp að nýju,
skipta út húsameisturum og breyta
reglum, sem í tugi ára hafa verið
sniðnar að því að koma sjálfum sér
og sínum í valdastóla, í hagsmuna-
vörslu og að kjötkötlunum. Víkja
burtu þeim sem stóðu að framsali
kvótans, sem seldu ríkisbankana
sem pólitíska skiptimynt og létu
hið svokallaða markaðsfrelsi koma
okkur í koll. Jú, við viljum frelsi til
athafna og viðskipta og sjálfsbjarg-
ar en því frelsi verður að fylgja
ábyrgð. Vonandi vaknar Sjálfstæð-
isflokkurinn upp úr álögum sínum.
Við þurfum á öllum flokkum og
öllu góðu fólki til að reisa húsin.
Samfélaginu var steypt í glötun
vegna græðginnar og gróðans.
Við viljum ekki svoleiðis þjóðfélag
aftur. Við viljum ekki þannig fólk
á þing.
Að mínu mati er endurreisn-
in hafin undir forystu Jóhönnu og
Steingríms. Hvað sem annars má
segja um þau skötuhjúin, fer þar
kraftur og áræði saman. Mér er
sama þótt sumir blóti Steingrími og
Ögmundi og þeirra liði. Það gengur
þó eitthvað undan þeim. Þeir sitja
ekki og bíða eftir sjálfum sér eða
einhverjum landsfundi.
Við skulum ekki falla í þá gryfju
að fela gömlu húsameisturunum
að taka við aftur. Mönnunum sem
bera ábyrgðina, mönnunum sem
sváfu á verðinum. Öllum, litlu gulu
hænunum. Hvað sagði Steinn Stein-
arr: húsameistari ríkisins, ekki
meir, ekki meir.
Höfundur er alþingismaður.
Allar litlu gulu hænurnar
Í DAG | Uppbyggingin
ELLERT B. SCHRAM
UMRÆÐAN
Sigríður Á. Andersen skrifar um lýð-
ræði hinnar nýju ríkisstjórnar
Þá er Þingvallastjórnin búin að kveðja. Fólkið með eggin, grjótið og bálkest-
ina sagði hana ekki hafa umboð kjósenda
þótt leitun hafi verið að myndarlegri þing-
meirihluta. Flokkarnir sem að henni stóðu
voru jafnframt sammála um að boða til
þingkosninga í vor og sækja nýtt umboð.
Í fjarveru formannsins liðaðist Samfylkingin
hins vegar í sundur. Við stjórninni er tekin stjórn
tveggja flokka sem fengu samtals 41% atkvæða
í þingkosningum fyrir tveimur árum. Í stjórn-
inni sitja tveir ráðherrar sem enginn hefur kosið
og engum kom til hugar að yrðu handhafar fram-
kvæmdavaldsins. Þetta er svipað sýnishorn af lýð-
ræðisbyltingu Samfylkingar og landsfundur henn-
ar þar sem 500 fundargestir greiddu 890 atkvæði.
Samfylkingin og VG treysta svo engum af lýð-
ræðislega kjörnum þingmönnum sínum til að stýra
dómsmálaráðuneytinu. Jafnvel ekki hinum lög-
lærðu Ágústi Ólafi Ágústssyni, Lúðvík Bergvins-
syni, Árna Páli Árnasyni, Ellerti B. Schram eða
Atla Gíslasyni. Nýr formaður Framsóknarflokks-
ins telur flokkinn ekki heldur hafa umboð
kjósenda. Það má vissulega segja um hann
sjálfan. Ókjörinn á þing tók hann hins
vegar þá ákvörðun að verja minnihluta-
stjórn vinstri flokkanna falli.
Þá þótti hinni nýju ríkisstjórn mikil-
vægt að skipta út reynslumiklum þing-
manni í sæti forseta Alþingis fyrir einn
reynsluminnsta þingmanninn. Það þykir
brýnt jafnvel þótt nær allir þeir þingmenn
sem hina nýju stjórn skipa hafi sjálfir
kosið tiltekinn forseta Alþingis í upphafi
kjörtímabils og enginn ágreiningur hafi verið um
störf hans hingað til. Svona eru hugmyndir vinstri
flokkanna um skilvirkni í þingstörfum.
Þegar svo þingmenn Framsóknarflokksins
höfðu sagst ekki telja sjálfa sig hafa nægt umboð
til að setjast í stjórn, þá kröfðust vinstriflokkarnir
þess að framsóknarmenn styddu Gylfa Magnússon
dósent til ráðherradóms. Hver kaus hann? Gagn-
vart hverjum ber hann ábyrgð?
Svona starfa vinstri flokkarnir þegar þeir segj-
ast vera sérstaklega lýðræðissinnaðir. Hvernig eru
þeir ella?
Höfundur er héraðsdómslögmaður og varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þingvarlastjórnin
SIGRÍÐUR Á.
ANDERSEN
SKIPTI eða SALA
Hefurðu verið að hugsa um að fara í nám en ert
bundinn af að selja hús þitt. Nú er tækifærið. Yndislegt
hús í Horsens á Jótlandi fæst í skiptum fyrir hús á
Íslandi. Staðsetning hússins er í einum besta hluta
bæjarins, 300 metrar í skóla og útiveru. Lestarferðir til
Árósa eru á 30 mín. fresti. Allar uppl um húsið fást hjá
home.dk sagnr.7178S371. Þeir sem hafa áhuga hringi í
síma +4575648278
V
örn Seðlabankans hefur falist í því að hann fylgdi
þeirri stefnu sem honum var sett, peningamálastefn-
unni. Þeirri stefnu sem nú hefur verið lýst gjaldþrota,
án þessi þó að arftaki hennar sé skýr.
Á meðan ekki lá fyrir önnur stefna heldur en að
reyna að hefta verðbólguþróun með hækkun stýrivaxta, í stað
þess að hafa sem helsta markmið stöðugt gengi krónunnar, fylgdi
bankinn stefnu sinni vel. Spurningin sem eftir situr er hvort
stefnan hafi verið rétt, eða hvort önnur mistök hafi verið gerð.
Gallinn við peningamálastefnuna, eins og hún hefur verið rekin,
er að ábyrgð á framkvæmd hennar hefur alfarið verið á hendi
Seðlabankans, á meðan ríkisstjórnin, með sína efnahagsstefnu,
hefur þóst hafa frítt spil og hagað sér eins og peningamálastefnan
komi sér ekki við. Með slíkum hætti getur peningamálastefna
aldrei þrifist. Með því er ekki verið að segja að peningamála-
stefnan hafi í öllu verið rétt, en hún fékk að minnsta kosti ekki
kjöraðstæður.
Það gekk ekki upp að á meðan Seðlabanki hafði áhyggjur af
verðbólgu og íhugaði hækkun stýrivaxta, lækkaði ríkisstjórnin
skatta, eða stóð fyrir verðbólguhvetjandi aðgerðum og stóð svo á
hliðarlínunni og yppti öxlum yfir hækkandi verðbólgu. Við virka
efnahagsstjórn verður að taka tillit til þeirrar peningamálastefnu
sem er við lýði. Það hefur ekki verið gert frá árinu 2001.
Afleiðingin af slíkri efnahagsstjórn er, eins og við höfum séð,
vaxtamunaviðskipti, jöklabréf, efnahagsbóla og styrkari gjald-
miðill en innistæða er fyrir. Þetta er hin raunverulega arfleifð
ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Ef núverandi stjórn telur, líkt og fjölmargir innan hennar hafa
sagt, að peningamálastefnan sé gjaldþrota, þarf að finna nýjar
leiðir. Nú eru kannski ekki miklar áhyggjur uppi af þensluhvetj-
andi áhrifum eða skattalækkunum, en það þarf að huga til fram-
tíðar. Peningamálastefnan er ekki hugsuð til einnar nætur og
einhvern tímann verður risið upp úr efnahagslægðinni.
Ekki væri gáfulegt að hverfa frá sjálfstæðum seðlabanka og
í því efni væri íhugandi hvort rétt sé að forsætisráðherra skipi
seðlabankastjóra, forfallist starfandi seðlabankastjóri. Seðla-
bankastjórinn verður að hafa skýrar leiðbeiningar um hvert eigi
að stefna. Er það í átt að stöðugum gjaldmiðli eða lágri verð-
bólgu? Með krónuna að vopni og hættu á efnahagsstjórnun sem
lítið tillit tekur til peningastefnunnar, virðist lítil von á að halda
í hvort tveggja.
Fyrsta spurningin sem verður að svara hlýtur að vera hvort
halda eigi í íslensku krónuna. Allir virðast horfa út í heim eftir
vænlegum lögeyri, en fáir standa eftir og lofa krónuna. Spurn-
ingin er því hvaða erlenda gjaldmiðli eigi að stefna að. Þeirri
spurningu verður að svara áður en niðurstaða fæst um fastmót-
aða peningamálastefnu til framtíðar. Farsælast er að það verði
stöðugur gjaldmiðill, þannig að hann sveiflist til dæmis ekki í
takt við verðþróun einnar vöru, líkt og olíuverð.
Gallar við peningamálastefnuna:
Efnahagsstjórn
var ekki í takt
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR