Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 18
18 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Sigurður Líndal skrifar um ráðherravald og þingvald Lög hafa löngum verið tengd valdinu og þá jafnframt verið hið háskalega tæki stjórnmálanna. Stjórnspekingar hafa því löngum leitað úrræða til að takmarka vald og er þrískipting ríkisvalds í lög- gjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald eitt þeirra. Grunn- hugsunin hefur þá verið sú að visst jafnvægi skuli vera milli einstakra þátta og gagnkvæmt aðhald. Annar þáttur þessarar viðleitni er að styrkja sjálfstæði sveitarfélaga, en um það verður ekki fjallað hér. Nú gerist það oft að þróunin verður á annan veg en upphaflega var ætlunin og er það almennt mál manna að framkvæmdarvaldið hafi vaxið löggjafarvaldinu yfir höfuð andstætt því sem stefnt var að. Ef marka má orðræðu ýmissa þingmanna og almenn viðhorf í þjóðfélaginu birtist þessi þróun meðal annars á þann veg að frum- kvæði að lagasetningu og flest lagasmíð sé á vegum ríkisstjórnar og fari fram utan Alþingis; frum- vörpin renni síðan í gegn lítt eða ekki breytt. Þetta má reyndar staðfesta með tölum, en þó segja þær ekki alla söguna. Þær sýna ekki, eða a.m.k. á mjög ófullkom- inn hátt, breytingar sem verða á lögum í meðförum Alþingis og við þetta má bæta að frumvörp ná ekki alltaf fram að ganga sökum þess að þingmenn vilja fá ráðrúm til að skoða þau betur. Þannig er ofmælt að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir rík- isstjórn eins og oft heyrist, en breytir því ekki að staða þess er miklu veikari en skyldi. Svo er að sjá sem þingmenn hafi almennt sætt sig við þessa skip- an mála. Þegar Þorsteinn Pálsson varð formaður Sjálfstæðisflokks- ins snerist nálega öll umræðan um að hann yrði að fá ráðherra- embætti og heyrzt hefur síðustu daga að það hafi háð fyrrverandi varafor- manni Samfylkingarinn- ar að vera ekki ráðherra. Þá falla orð iðulega á þann veg að þessi eða hinn þingmaður stefni á ráðherrastól, uppskeri ráðherrasæti og jafnvel eigi kröfu til þess, að því ógleymdu að landsbyggð- in verði einnig að fá sinn ráð- herra. Hugur þingmanna virðist öðru fremur vera bundinn við að komast í ríkisstjórn eins og það sé hámark stjórnmálaferilsins. Þá vekur það athygli hversu ráð- herrum hefur fjölgað, þannig að ríkisstjórn birtist fyrir landslýðn- um sem þingdeild, þar sem tillög- ur eru lagðar fram, þær ræddar og afgreiddar með atkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn verður eins konar ígildi efri deildar Alþingis þegar konungur skipaði þar helming þingmanna sem höfðu þá stöðvun- arvald. Myndin sem við blasir er sú að í ríkisstjórn sé málum ráðið endanlega til lykta. Ráðherravald og dómsvald. Sjálfstætt dómsvald er ein helzta stoð réttarríkisins og í stjórnskip- an ríkisins og löggjöf henni til fulltingis er leitazt við að tryggja það. En þar seilist ráðherravaldið til íhlutunar. Þetta gerðist við skipan hæsta- réttardómara 2003 og 2004 þar sem dómsmálaráðherra gekk gegn umsögn Hæstaréttar um skipan dómara. Þessir tveir dómarar hafa síðan haldið þeirri skoðun fram að það sé ekki hlutverk Hæstaréttar að raða umsækjendum eftir hæfni. Þau rök hafa fylgt að ekki sé gert ráð fyrir því í lögum og jafn- framt glittir í þá skoðun að bein- ar lagaheimildir þurfi til orða og athafna. Í umræðum sem fylgdu var því hreyft að í stað umsagn- ar Hæstaréttar kæmi mat dóm- nefndar. En ekki dugði það við skipan héraðsdómara 20. desem- ber 2007. Þar gekk settur dómsmálaráðherra gegn umsögn dómnefndar sem sett hafði verið á fót með lögum til að tryggja sjálf- stæði dómsvaldsins og fór ekki að lögum við skip- an dómarans samkvæmt áliti umboðsmanns. Þessi dæmi varpa nokkru ljósi á það hvernig ráðherravald- ið seilist til áhrifa innan dómsvaldsins. Í því samhengi skiptir miklu máli viðhorf dómara og þá sérstak- lega fylgispekt þeirra við lagasetn- ingarvaldið, í reynd ráðherravald- ið. Því er haldið fram að dómurum beri að halda sig innan valdmarka réttarins og dæmi eftir gildandi lagareglum sem merkir í reynd bókstaf settra laga og gangist þannig undir hlýðni við ráðherra- ræðið sem hefur ásýnd lýðræðis- lega kjörins þings. Meira en tvö þúsund ára réttar- saga Evrópu sýnir þó að dómarar hafa átt drjúgan þátt í að móta rétt- arskipan Evrópu. Undantekning er einveldistímabilið þegar einvalds- höfðinginn hafði óskorað lagasetn- ingarvald og dómarar höfðu það eitt hlutverk að fylgja vilja hans. Eftir að einveldi létti hefur þróun stjórnskipunar stefnt í átt til lýð- ræðis og valddreifingar. Mikil- vægur þáttur þess er sjálfstæði dómstóla og ein mikilvæg trygging þess er að úrlausnir þeirra styðjast við ýmsar réttarheimildir umfram fyrirmæli í settum lögum svo sem venju, fordæmi, meginreglur laga og eðli máls. Ástæða þess að dóm- stólar hafa þessar heimildir er sú að þjóðfélagið þolir ekki óvissu og þar af leiðir að dómstólar verða að komast að niðurstöðu þótt sett lög skeri ekki úr og geta því stuðzt við fleiri heimildir en löggjafinn veitir – og jafnvel sett eða mótað reglu ef lögin þrýtur og aðrar réttarheim- ildir taka ekki af öll tvímæli. Vald- heimildir og sjálfstæði dómstóla liggja þannig í eðli dómarastarfs- ins og þetta er viðurkennt í stjórn- skipan lýðræðis- og réttarríkja. Á þessum sjálfstæða grundvelli geta dómstólar umfram allt veitt öðrum þáttum ríkisvaldsins aðhald. Ráðherravald og forsetavald. Forseti Íslands hefur hlutdeild í löggjafarvaldi samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar. Veigamesti þáttur þess er málsskotsréttur hans skv. 26. gr. Þar seilist ráð- herraræðið til áhrifa með þeim skilningi sem haldið hefur verið fram að forseti geti ekki beitt þess- um rétti nema með fulltingi ráð- herra. Samkvæmt þessu eru ráð- herrar að þessu leyti handhafar lagasetningarvalds þótt þess sjái hvergi stað í stjórnarskránni. Lýðræði og valddreifing. Hér að framan hefur verið minnzt á lýðræði og formlega hefur lög- gjafinn það umfram dómsvaldið að hann sækir umboð sitt til kjós- enda. Dómsvaldið styðst á hinn bóginn við lagahefðina auk fyrir- mæla löggjafans. Umboð löggjaf- ans er þó tæpast jafnskýrt og ætla mætti við fyrstu sýn. Kjósend- ur ráða litlu um framboð; það er ákveðið innan flokkanna og síðan verða menn að greiða atkvæði hópi frambjóðenda á lista. Fyrirheit frambjóðenda eru einatt óljós og misvísandi og við bætist að flokk- ar ganga oftast óbundnir til kosn- inga sem eykur á óvissu um hvað við kunni að taka eftir stjórnar- myndun. Málamiðlanir sem fylgja verða skálkaskjól fyrir að ganga á bak orða sinna. En fátt stendur þó lýðræðinu meira fyrir þrifum en ofurvald afþreyingariðnaðarins. Áhrif hans birtast ekki sízt í firringu þannig að menn losna úr tengslum við umhverfi sitt og berast inn í sýndar- veruleika. Nýjustu birtingarmynd- ir hennar eru pottlokaglamur undir stjórn rokkara og rappara, sem leyst hefur rökræðuna af hólmi og þá er stutt í að bareflin taki við af sleifunum. Með þessu er forsendum lýðræðisstjórnarhátta hafnað. Við þessu má bregðast með almennri upplýsingu sem stuðlað geti að gagnrýnni hugsun. En það er lang- tíma viðfangsefni í samkeppni við afþreyinguna og því verður einnig að skoða önnur úrræði. Þar liggur beinast við að skerpa á skiptingu valds milli stjórnarstofnana þannig að þær veiti gagnkvæmt aðhald. Þetta ætti að vera sérstakt við- fangsefni Sjálfstæðisflokksins, enda yfirlýst stefna hans að tak- marka umsvif og vald ríkisins. Það má gera annars vegar með því að stuðla að markaðsstjórn í stað vald- stjórnar svo sem gert var og hins vegar með því að dreifa ríkisvaldi. Nú fór markaðsstjórnin úr bönd- unum, en ríkisvaldi var þjappað saman með ráðherraræðinu. Þessi þróun hefur ekki sætt teljandi gagnrýni svo að séð verði. Reyndar hafa tveir ungir þingmenn flokks- ins, þeir Sigurður Kári Kristjáns- son og Birgir Ármannsson berum orðum stutt yfirgang ráðherra- ræðisins gagnvart dómsvaldinu. Og þá standa eftir tvær spurning- ar: Er Sjálfstæðisflokkurinn horf- inn frá þeirri stefnu að takmarka miðstjórnarvald ríkisins? Hefur sú valdasamþjöppun sem fylgt hefur ráðherraræðinu valdið því að aðhald og yfirsýn hafi skort og það hamlað eðlilegri markaðsstjórn og átt nokkurn þátt í efnahagshrun- inu. Höfundur er prófessor í lögfræði. UMRÆÐAN Kristján Möller skrifar um mögulega sameiningu samgöngustofnana Ég vil láta athuga hagkvæmni þess að sameina stofnanir og verkefni sem heyra undir samgönguráðuneytið. Annars vegar kanna hvort fýsilegt er að sameina Vegagerðina, Siglingstofnun Íslands og Umferðarstofu og hins vegar hvort betur væri komið í einu félagi opinberu hlutafélögunum tveimur Flugstoðum og Keflavíkurflugvelli. Það er mín skoðun að með reglulegum hætti eigi að skoða hvort fjármunir séu vel nýttir og hvort gætt sé ítrustu hagkvæmni á öllum sviðum. Mér finnst það skylda mín að kanna kosti og galla núverandi stofnanakerfis, greina verkefnin, meta mögulega samþættingu viðfangsefna þvert á núverandi skip- an. Við þurfum alltaf að leitast við að gera betur. Ýtt var við vangaveltum um hugsanlegar breytingar á samgöngustofnunum með stjórn- sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar í fyrra á sam- gönguframkvæmdum. Þar var stuttur kafli um að stjórnvöld könnuðu breytta stofnanaskipan. Nokkru fyrir áramót samþykkti ríkisstjórnin til- lögu mína um að hrinda í framkvæmd könnun á sameiningu samgöngustofnana. Hefur nefnd verið falið að útfæra hugmynd að nýrri skip- an Vegagerðar, Siglingastofnunar Íslands og Umferðarstofu og vinna tillögu um framkvæmd hennar. Einnig verður kannað hvort leggja eigi niður fagráðin á viðkomandi sviðum ef það verð- ur niðurstaðan að samráði við hagsmunaaðila sé betur komið með öðrum hætti. Verkefnið er umfangsmikið en markmiðið er skýrt: Að auka hagkvæmni og árangur, bæta þjónustu samgöngustofnana, efla rannsóknir, styrkja nýsköpun og bæta nýtingu fjármuna sem fara til samgöngumála. Gísli Gíslason, fram- kvæmdastjóri Faxaflóahafna, hefur verið skipaður formaður nefndarinnar og í starfi sínu skal nefndin vinna náið með viðkomandi forstöðumönnum og starfs- mönnum og jafnframt kanna hug við- skiptavina stofnananna. Eðlileg könnun Hitt hugsanlega sameiningarverkefnið hef ég hugsað talsvert um í seinni tíð: Er ekki hagkvæmt að sameina hin nýju opinberu hlutafélög, Flugstoðir og Keflavíkurflugvöll? Þar hefur einnig verið skipuð nefnd og fer fyrir henni Jón Karl Ólafsson, sem á að baki langa reynslu í flugrekstri og ferðaþjónustu. Verkefni nefndar- innar er skýrt og markmiðið að bæta hagkvæmni, skilvirkni, fagþekkingu og þjónustu við stjórn og uppbyggingu á flugvöllum og flugleiðsögu á Íslandi. Í nefndinni verða einnig forráðamenn félaganna og/eða fulltrúar starfsmanna. Flugstoðir hafa frá ársbyrjun 2007 séð um rekstur og uppbyggingu flugvalla og flugleið- söguþjónustu í flugi á Íslandi að Keflavíkurflug- velli undanskildum. Samgönguráðuneytið tók við borgaralegum málum vallarins í ársbyrjun 2008 og sér nú um rekstur og uppbyggingu þar. Þess vegna eru nú breyttar forsendur og rétt að meta hvort ekki sé eðlilegt að nýta þau samlegðaráhrif sem sameining þessara tveggja félaga gæti haft í för með sér. Það er hollt og gott að staldra við og kanna hvar hugsanlegt er að gera betur í stjórnkerfinu og nýtingu fjármuna hins opinbera. Að því er stefnt með þeim könnunum á stofnanasviðinu sem ég hef nú lýst. Á tímum efnahagsþrenginga er það enn brýnna og nú er að mínu viti tækifæri til að hrinda umbótum í framkvæmd ef það verður nið- urstaða þessara athugana. Ég vil jafnframt benda á mikilvægi þess að upplýsa starfsfólk á viðkomandi sviðum. Þess vegna hyggst ég efna fljótlega til fundar til að kynna starfsfólki þessi verkefni, heyra viðbrögð og fá ábendingar. Ég er sannfærður um að með ákveðnum skipulagsbreytingum náum við mark- miðum um betri þjónustu samgöngustofnana. Langtímamarkmiðið er alltaf hagræðing og betri nýting fjármuna. Höfundur er samgönguráðherra. SIGURÐUR LÍNDAL Ráðherrar raska stjórnskipan KRISTJÁN MÖLLER Mikilvægt að hagræða í samgönguframkvæmdum Hefur nefnd verið falið að útfæra hugmynd að nýrri skipan Vegagerðar, Siglingastofnunar Íslands og Umferðarstofu og vinna tillögu um framkvæmd hennar. Nýjustu birtingarmyndir hennar eru pottlokaglamur undir stjórn rokkara og rappara, sem leyst hefur rökræðuna af hólmi og þá er stutt í að bareflin taki við af sleifunum. Með þessu er forsendum lýðræðisstjórnarhátta hafnað. UMRÆÐAN Ágúst Guðmundsson skrifar um hlunnindi ráðandi stétta Ætli ég sé einn um að furða mig á eftirlaun- um, biðlaunum og starfs- lokasamningum? Við erum ekki öll í þeirri aðstöðu að geta krafist hárra kaupauka fyrir að hætta í vinnunni. Hvern- ig stendur þá á því að engin leið er að losna við vanhæfan starfs- mann í toppstöðu nema með því að borga honum nokkra milljónatugi í premíu fyrir að láta af embætti? Hér koma enn og aftur fram sérhagsmunir þeirra sem undan- farið hafa lent rjómamegin í skil- vindu samfélagsins. Þessi skilvinda varð smám saman æ mikilvirkari í greiningu á milli þeirra stóru og þeirra smáu. Úr varð stórkostlegt kerfi sem gerir rækilega upp á milli fólks: annars vegar er undan- rennan, sauðsvartur almúginn með afar takmarkað starfsöryggi, hins vegar eru topparnir, þeyttir og loft- kenndir. Þeir ríku ættu náttúrulega að vera í aðstöðu til að hætta að vinna án þess að hljóta umbun fyrir, en kerfið hefur snúið því á hvolf. Á hinn bóginn hefur í fjölmörgum fyrirtækjum verið lögð rík áhersla á að allir almennir starfsmenn séu lausráðnir, svo að hægt sé að segja þeim upp fyrirhafnarlítið. Eftirlaun ráðherra og alþingis- manna eru ekki nema svolítill angi af þessu misræmi, en jafnframt lýsandi dæmi um það. Á uppgangstímunum voru þingmennirnir væntanlega orðnir stóreygir yfir kjör- um bankastjóra og ann- arra milljarðamæringa, fannst að sjálfir ættu þeir skilið að fá eitthvað svipað, kannski ekki það sama, en eitthvað í áttina. Og eftir- launafrumvarpið varð til og samþykkt á mettíma. Nú er boðað að brátt muni eftir- launasérhagsmunir þessir fyrir bí – og þá er rétt að muna hve óskap- lega langan tíma það tók þingfólk- ið að átta sig á reiði almennings út af þessum lögum. Það skýrist aðeins með einu: stjórnmálamenn eiga afar erfitt með að játa á sig mistök. Í flestum flokkum jafn- gildir það afsögn. Og þeir sem helst studdust við þá hugmynda- fræði sem ráðið hefur undanfarin ár virðast seint ætla að viðurkenna að þar hafi grunnhugsunin verið röng. Þeir eiga enn fremur eftir að heilla marga næstu vikurnar með gamalkunnum fagurgala og kjafta- gangi og verða örugglega kosnir aftur á þing í vor. Samt finnst mér rétt að reyna að malda í móinn og biðja um lag- færingu á kerfinu svo að það verði ekki svona dýrt að segja vanhæf- um stjórum upp starfi sínu. Það hlýtur að vera hægt að orða ein- hver lög þannig að ríkið þurfi ekki að borga hundruð milljóna til að losna við fólk sem svo til öll þjóð- in hefur kallað eftir að taki pok- ann sinn. Þá er ekki síður mikilvægt að þeir einstaklingar sem ráðnir eru í stað þeirra vanhæfu fái ekki samninga sem gefa þeim yfir- burðastöðu, fari svo að þjóðin vilji losna við þá. Það hlýtur þó að vera hægur vandi. Nýja Ísland hefur ekki efni á ofurgreiðslum af neinu tagi, allra síst til skussanna. Höfundur er leikstjóri. Kvatt með gjöfum ÁGÚST GUÐ- MUNDSSON Þá er ekki síður mikilvægt að þeir einstaklingar sem ráðnir eru í stað þeirra vanhæfu fái ekki samninga sem gefa þeim yfirburðastöðu...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.