Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 65
BLS. 5 I+ Bókaðu á www.icelandair.is Amsterdam . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Bergen . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Barcelona . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Berlín . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Boston. . . . . . . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. Düsseldorf . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Frankfurt . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Glasgow . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Halifax . . . . . . . . . . . . . . . . frá 25.400 kr. Helsinki . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Kaupmannahöfn . . . . . . frá 14.900 kr. London . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Madrid . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Manchester . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Milano . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Minneapolis . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. München . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. New York . . . . . . . . . . . . . frá 29.720 kr. Orlando . . . . . . . . . . . . . . . frá 31.220 kr. Osló . . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. París . . . . . . . . . . . . . . . . . . frá 17.300 kr. Stavanger . . . . . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Stokkhólmur . . . . . . . . . frá 14.900 kr. Toronto . . . . . . . . . . . . . . . frá 25.400 kr. *Verð aðra leiðina með sköttum og gjöldum. Besta verðið okkar* + Bókaðu á www.icelandair.is Niagarafossar, stórfengleg náttúru- smíð í Niagarafljóti, á landamærum New York-ríkis í Bandaríkjunum og Ontario í Kanada, eru í aðeins 120 km fjarlægð í suðaustur frá Toronto. Það liggur því í hlutarins eðli, þegar við erum á annað borð komin til Toronto, að taka frá einn dag til þess að skoða fossana frá fljótsbakkanum, þar sem þeir njóta sín best, þ.e. Kanadamegin. Fjölmargir ferðaþjón- ustuaðilar í Toronto bjóða dagsferðir (10–12 klst.) til Niagarafossa, að heita má alla daga, allan ársins hring. Einfalt er að nálgast á netinu upplýsingar um það sem er í boði með því t.d. að slá inn leitarorðin „Niagara Toronto“. Niagarafossar skiptast í tvær meginkvíslir hvora sín megin við Geitey (Goat Island): Skeifufoss (Horseshoe Falls) Kanadamegin og Ameríkufossinn Bandaríkjamegin. Lítil hliðarkvísl, Brúðarslörið (Bridal Veil Falls), fossar einnig fram af við hliðina á Ameríkufossi Bandaríkja- megin. Niagarafossar, sem er aflmestu fossar í Norður-Ameríku, eru ekki óvenjuháir, Skeifufoss fellur um NIAGARA Dagsferð frá Toronto 53 m, þar sem hann er hæstur, og Ameríkufossinn um 21 m. Þar á móti eru fossarnir breiðir um sig, Skeifu- foss teygir sig yfir 792 m og Ameríkufossinn er 323 m breiður. – Til samanburðar má nefna að Detti- foss er 45 m hár og 100 m breiður en efri fossinn í Gullfossi er 11 m hár og neðri fossinn er 20 m. Vatnsrennsli í Niagarafossum verður mest um 5.720 m3 á sekúndu en til samanburðar má geta þess að vatnsmagn í Viktoríufossum í Afríku verður mest um 9.100 m3 á sek. Vatnsmagn í Niagarafljóti ræðst af stöðunni í Erie-vatni og er mest þegar líður á vorið eða snemma sumars. Á sumrin renna jafnaði um 2.832 m3 á sek. um Niagarafossa og þar af renna 90% um Skeifufoss. Umframrennsli í Niagarafljóti er notað til raforkufram- leiðslu. Á nóttunni er rennslið um fossana helmingað og hið sama er gert á veturna þegar fæstir ferðamenn heimsækja fossana. – Til samanburðar má nefna að meðalrennsli Jökulsár við Dettifoss er um 193 m3 á sek. og meðalrennsli Hvítár við Gullfoss er um 109 m3 á sek. (hefur í mestu flóðum orðið um 2.000 m3 á sek.). Talið er að fyrstu Evrópumennirnir hafi komið að fossunum á fyrstu árum 17. aldar en belgíska klerkinum séra Louis Hennepin er yfirleitt eignaður heiðurinn af að hafa skoðað og lýst Niagarafossum fyrstur hvítra manna árið 1677. Það er þó ekki óumdeilt og margir nefna til sögunnar Jeúsítaprestinn Paul Ragueneau sem þeir segja að hafi skoðað fossana 35 árum fyrr en Hennepin. Heimsókn til Niagarafossa er eftir- minnileg upplifun. Hún er það ekki aðeins vegna þess að flestir finna til sérstæðrar upphafningar þegar þeir eru komnir í návígi við þessa tröll- auknu náttúrusmíð, heldur er hún um leið holl lexía fyrir okkur Íslendinga. Við fáum nefnilega staðfest, innan um hina glysmiklu og aðþrengjandi ferðamannaveröld við Niagarafossa, hversu mikil verðmæti við eigum í íslenskum fossum þar sem þeir njóta sín einir í óspilltri náttúru og hversu vel við verðum að íhuga hvert skref sem við tökum í átt til þess að bæta aðgengi ferðamanna að náttúruperlum á Íslandi. 120 km fjarlægð í suðaustur frá Toronto Skeifufoss teygir sig yfir 792 m Ameríkufossinn er 323 m breiður Vatnsrennsli í Niagarafossum verður mest um 5.720 m3 á sekúndu Á sumrin renna jafnaði um 2.832 m3 á sek. um Niagarafossa og þar af renna 90% um Skeifufoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.