Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 7. febrúar 2009
„Ég ferðaðist mikið
á þessu ári,“ segir
Charlotte. „Foreldr-
ar mínir fluttu til
Sýrlands svo ég fór
og heimsótti þá og
dvaldi góðan tíma
í sumar. Síðan fór
ég til Vestur-Afr-
íku og tvívegis til
Bandaríkjanna. En
nú er góðærið búið
svo ég sé ekki fram
á að ferðast svona
mikið á þessu ári
sem er afskaplega
leitt. En ég mun þó fara til Sýrlands í maí.
Ég fékk námsstyrk í fyrra til að læra íslensku hér og áformin voru
að reyna að finna vinnu hér á Íslandi í haust og vinna hér í þrjú fjög-
ur ár þar til unnustinn væri búinn með sitt nám en þá kom kreppan
og setti strik í reikninginn og áformin í uppnám. Ég var svo heppin
að komast í mastersnám en við sjáum svo til hvað ég geri.“
Charlotte Ólöf Ferrier frá Bretlandi og Íslandi:
Sumar á Sýrlandi
CHARLOTTE Fór að læra í stað þess að vinna.
„Þetta hefur verið
mjög gott ár að því
leyti að ég er farinn
að átta mig betur á
þessu samfélagi,“
segir Rachid sem búið
hefur hér á landi í
þrjú ár. „Ég skil núna
hvernig fólk hugsar
og hvernig hlutirnir
ganga fyrir sig. Þar
af leiðandi er ég orð-
inn öruggari og tek
því mun meiri þátt í
samfélaginu. Dálk-
urinn í Fréttablaðinu
hefur líka hjálpað til,
ókunnugt fólk hefur
gefið sig á tal við mig
og það er greinilegt að
fólk sér að ég er bara
venjuleg manneskja
sem vinn heiðarlega
og reyni að gera mitt
besta.“
Rachid Benguella frá Marakkó:
Kominn inn
Algirdas vinnur hjá Trefjum sem
búa til plastbáta og heita potta.
Hann hefur búið hér á landi í ell-
efu ár.
„Ég er afar ánægður með það
að við skyldum stofna Félag Lit-
háa á Íslandi,“ segir hann. „Við
erum um 40 talsins í félaginu og
þar af eru bæði Litháar og Íslend-
ingar. Íslendingarnir hafa þá ein-
hver sérstök tengsl við Litháen.
Við höfum látið til okkur taka og
til dæmis vorum við með bás á
Menningarnótt.“ Vissulega hefur
Jón Baldvin Hannibalsson og eig-
inkona hans Bryndís Schram sýnt
félaginu áhuga. Hann var nefni-
lega fyrsti utanríkisráðherrann
til að viðurkenna sjálfstæði Lithá-
ens árið 1991. Heldur hann sam-
bandi við þessa heimsvini og var
félagsmönnum boðið til þeirra
hjóna þegar Bryndís hélt teiti
vegna útgáfu bókar hennar „Í sól
og skugga“ fyrir síðustu jól. Ræddi
þá Algirdas við Jón Baldvin um
stjórnmálaástandið hér á landi og
fleiri hluti.
En hann er ekki margorður þegar
hann er spurður um það sem honum
þótti miður gott á árinu. „Fjármála-
kreppa!“ segir hann og hlær við.
Hann hefur heldur ekki mikinn
tíma til að velta því fyrir sér sem
miður fer en hann er tveggja barna
faðir, stundar háskólanám meðfram
fullrei vinnu, heldur úti útvarps-
þætti á stöðinni Halló Hafnar-
fjörður og leikur knattspyrnu í frí-
tíma svo fátt eitt sé talið.
Algirdas Slapikas frá Litháen:
Ánægður með Fé-
lag Litháa á Íslandi
ALGIRDAS OG KJARTAN ÓLAFSSON Algirdas veltir kreppunni ekki mikið fyrir sér.
FRAMHALD AF SÍÐU 28
RACHID BENGUELLA Orðinn öruggari og meiri þátttak-
andi í samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA