Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 74
42 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR J apönsk matargerð bygg- ist að miklu leyti á fagur- fræði. Eins og segir í bók- inni Japanskar konur hraustar og grannar er matur borðaður hægt og hvers bita notið til fulln- ustu, auk þess sem mikil áhersla er lögð á hvernig hann lítur út, en japanskur matur er alltaf skreyttur. „Svo virðist sem matargerðarlist Japana stjórn- ist að mestu leyti af sjóntaug- unum.“ Fatahönnuðurinn Ragn- heiður Axel fór til Japans í mánuð í fyrra og heill- aðist þar af svoköll- uðum bento-boxum, en það eru sérstök nestisbox með litlum hólfum sem nesti er sett í og framreitt á fallegan hátt. Þar er matnum gjarnan raðað upp í litlar fíg- úrur, hrísgrjón jafnvel mótuð í Hello Kitty- form, harðsoðin egg verða að litlum brosandi körlum og grænmeti tekur á sig form stjarna eða tungls. „Mér fannst þetta svo falleg hugmynd sem kostar ekki meira en nokkrar mínútur í útfærslu,“ útskýrir Ragnheiður sem lætur nestið alltaf í bentobox sem dóttir hennar, Úrsúla Örk, hefur með sér í Ísaksskóla þar sem hún er í sex ára bekk. „Einhvern veginn minnti þetta mig líka á hvernig maður breytti matnum þegar maður var lítill í fígúrur, gerði karlinn í tunglinu úr hinum og þessum mat eða ost- og skinkusneiðum. Mér datt í hug að dóttir mín myndi kunna betur að meta nestið á þenn- an hátt en hún er gjörn á að vera matvönd.“ Ragnheiður segir þetta einungis spurningu um skipulag en hún útbýr nestisbox Úrsúlu að kvöldi til. „Þetta tekur enga stund en fagurfræði matar er svo oft eitthvað sem við gleymum í þjóð- félagi þar sem allir eru að flýta sér. Japanar raða hlutum mjög meðvitað ofan í nestisboxin hvað varðar liti og form og ég hugsa að nestið verði einnig fjölbreyttara og hollara vegna þess að maður setur meira litríkt grænmeti eða ávexti með.“ Ragn- heiður setur til dæmis grænmeti á lítil spjót og býr til andlit á sam- lokur eða pastarétti. „Úrsúla er alltaf jafn spennt að opna nest- is-boxið í skólanum, og stundum hjálpar hún mér við að útbúa það á kvöldin eða kemur með tillögur. Það er gaman að nest- ið framkalli alltaf bros á vör á degi hverjum. 10 mínútna spag- hettí í nestisboxið 5-600 g nautahakk 400 gr ferskir tómatar eða úr dós 2 hvítlauksrif 1/4 rauðlaukur Laukur skorinn smátt og steikur með hakki, tómatar settir í sjóðandi vatn í 10 sekúndur, þá losnar hýðið af þeim. Þeir eru saxaðir og settir út í hakkið. Látið malla í 5 mín. Borið fram með spaghettíi. Pipar, niðurrifinn moz- arella og parmesan dreift yfir eftir smekk. Nesti sem fær börn til að brosa Fatahönnuðurinn Ragnheiður Axel útbýr „bento-box“ að japönskum sið fyrir Úrsúlu dóttur sína í skólann. Anna Margrét Björnsson ræddi við Ragnheiði um matargerðarlist Japana og komst að því að hún stjórnast að mestu leyti af sjóntauginni. 12 einföld Tókýó-ráð Hvernig er best að byrja að lifa eins og heilbrigð japönsk kona 1. Iðkið hara hachi bunme - hættið að borða áður en þið verðið saddar. 2. Gerist meistarar í skammtastærðum. Fáið ykkur hæfi- lega skammta og notið fallegan borðbúnað. 3. Borðið og tyggið matinn rólega og njótið hvers bita. 4. Takið ykkur góðan tíma til að dást að fegurð og framsetningu matarins. 5. Borðið meira af fiski, ferskum ávöxtum og grænmeti og minna af mettaðri fitu og transfitu. 6. Eldið upp úr canola-olíu og hrísgrjónaklíðsolíu. 7. Eldið ykkur japanskan ofurmorgunverð: Mísósúpu með grænmeti, eggjum og tófúi. 8. Hugsið um grænmeti sem aðalrétt frekar en með- læti - og um rautt kjöt sem meðlæti eða eitthvað sem þið borðið sjaldan. 9. Fáið ykkur skál af stuttum hvítum eða brúnum hrísgrjónum með matnum í staðinn fyrir hvítt brauð, múffur og snúða. 10. Drekkið kalt ósætt japanskt te í stað gosdrykkja. 11. Gangið eins mikið og þið getið. 12. Munið að matarástin er stór hluti heilbriðis og það á að vera gaman að elda og borða mat. ■ Og eitt (jafnvel enn hollara) að auki: Borðið minna af sódíum eða salti og meira af grófu korni. Innkaupalisti samúræjans Hvernig á að borða eins og stríðsmaður. Listi yfir nokkrar helstu fæðutegundir samúræjanna. ■ Lax ■ Ferskt grænmeti, hrátt eða léttsoðið ■ Brún hrísgrjón ■ Mísósúpa ■ Tófú og sojabaunir ■ Ferskir ávextir ■ Grænt te ■ Kastaníuhnetur (kallaðar sigur-kastaníuhnetur þar sem þær voru borðaðar fyrir bardaga) Úr bókinni Japanskar konur hrausta og grannar eftir Naomi Moryama og William Doyle ➜ JAPANSKUR MATUR: LYKILL AÐ GÓÐRI HEILSU RAGNHEIÐUR AXEL FATAHÖNNUÐUR OG DÓTTIR HENNAR ÚRSÚLA Nestið sem framreitt er að hætti Japana er fallegt og girnilegt og Úrsúla er alltaf jafn spennt að opna nestisboxið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.