Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 12
12 7. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 108 Velta: 258 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 317 +1,43% 927+2,60% MESTA HÆKKUN STR.-BURÐARÁS +19,75% EIMSKIPAFÉLAGIÐ +17,65% FØROYA BANKI +1,29% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR -12,61% MAREL -2,42% ÖSSUR -0,21% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,90 +0,00% ... Atlantic Airways 166,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 560,00 +0,00% ... Bakkavör 2,01 -12,61% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +17,65% ... Føroya Banki 117,50 +1,29% ... Icelandair Group 13,40 +0,00% ... Marel Food Systems 60,60 -2,42% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur- Burðarás 1,94 +19,75% ... Össur 97,30 -0,21% Þrotabú gamla Glitnis vantar rúma 1.400 millj- arða króna til að mæta öllum skuldbindingum að fullu. Bankinn tapar 121,5 milljörðum króna vegna íslenskra eignarfélaga, sem flest eru skráð erlendis. „Þetta eru stórar tölur þótt þær líti sakleysislega út í yfirlitinu,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, um eigna- og skuldastöðu gamla bankans sem kynnt var kröfuhöfum í gær. Yfirlitið verður lagt fram fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í næstu viku. Áætlaðar eignir gamla bank- ans nema 1.008 milljörðum króna að viðbættri skuldajöfnun. Skuld- ir nema á móti 2.417 milljörðum króna. Eignir án skuldajöfnunar nema 1.957 milljörðum króna en vonast er til að greiðsla skuldu- nauta komi á móti auk 422 milljóna greiðslu vegna Nýja Glitnis. Fram kemur í yfirliti til kröfu- hafa að töluverð óvissa sé um raun- verulega eignastöðu bankans en bilið hleypur á 445 til 680 millj- örðum króna. Staða bankans eins og hún kom fram í yfirlitinu var umreiknuð í íslenskar krónur og miðast við miðgengi Seðlabank- ans um síðustu áramót. Árni benti á að gengið hafi sveiflast talsvert síðan þá. Þá hafi markaðsaðstæður skekkt nokk- uð eignamyndina á sama tíma og skuldir hafi staðið í stað frá ára- mótum. Ekki er búist við að frek- ari ábyrgðir falli á bankann en það má þó ekki útiloka, að sögn Árna. Af heildareignum bankans voru útlán til viðskiptavina veigamesti þátturinn, eða 907 milljarðar króna um síð- ustu áramót. Að viðbættri skuldajöfnun er reiknað með að einungis 198 milljarðar skili sér til baka, eða 22 prósent heild- arkrafna. Veigamestu afskriftirnar eru vegna íslenskra eignarhaldsfélaga. Heildarútlán til þeirra námu 129,1 milljarði króna um síðustu áramót að viðbættri skuldajöfnun. Reikn- að er með að einungis 7,6 millj- arðar skili sér til baka. Það gerir rétt tæplega sex prósenta heimtur. Meirihluti íslensku eignarhalds- félaganna er skráður erlendis, að sögn Árna. jonab@frettabladid.is ÁRNI TÓMASSON 121 milljarður tapast á eignarhaldsfélögum Fjárfestingarsjóðurinn Frumtak hefur keypt hlutafé í hugbúnaðar- fyrirtækinu Trackwell fyrir 100 milljónir króna. Samningur þessa efnis var und- irritaður á fimmtudag að viðstödd- um Össuri Skarphéðinssyni iðnað- arráðherra sem jafnframt fer með nýsköpunar- og sprotamál. Hann sagði fjárfestinguna gleðiefni enda eftir henni lengi beðið. Fjármun- irnir sem Frumtak leggur til eru eyrnamerktir markaðssetningu á forðastýringarbúnaði Trackwell utan landsteinanna. Fram til þessa hefur fyrirtækið lagt eigið fé í þró- unina, að sögn Jóns Inga Björns- sonar, forstjóra Trackwell. Þetta er fyrsti samningur Frum- taks, sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem komin eru af klakstigi og þykja vænleg til vaxtar og útrásar. Að sjóðnum standa Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, bankarnir þrír og sex stærstu lífeyrissjóðir landsins. Fjárfestingargeta sjóðsins nemur rúmum fjórum milljörðum króna. - jab SAMNINGURINN HANDSALAÐUR Fyrsta fjárfesting Frumtaks gerir Trackwell kleift að blása til markaðssóknar erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Frumtak fjárfesti í útrás Trackwell HÖFUÐSTÖÐVAR GLITNIS Gamla Glitni vantar rétt rúma 1.400 milljarða króna til að mæta skuldbindingum sínum. Íslensk eignarhaldsfélög greiða nær ekkert til baka af lánum sem þau tóku hjá bankanum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Skilanefnd Kaupþings birti kröfuhöfum gamla bankans yfirlit um stöðuna á fundi með þeim á fimmtudag. Þar kemur fram að 1.814 milljarða króna vantar upp á til að mæta skuldbindingum að fullu. Eignir eru metnar á ríflega 618 milljarða króna. Þar af eru lán til viðskiptavina upp á 250 milljarða króna. Skuldir nema 2.432 millj- örðum króna. Matið tekur ekki tillit til liða sem gætu leitt til skuldajöfnunar en áætlað er að þeir séu á bilinu 200-400 milljarðar króna. Samkvæmt matinu er áætlað að nokkuð fáist upp í kröfur, líkt og Greining Glitnis tekur til orða í umfjöllun um matið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.