Fréttablaðið - 07.02.2009, Page 33
H
ugmynd almennings nú á
dögum um fyrirbærið Flóka
er bundin við verk hans,
penna og kolateikningar
sem eru víða til á íslenskum
heimilum. Sú ímynd sem hann skóp af
sjálfum sér í blaðaviðtölum og opinberri
framgöngu er enn í minnum höfð: orð-
snjall, fyndinn, sjálfhælinn og einstakur
var hann í ímyndarsköpun sinni á opin-
berum vettvangi. Í persónulegri við-
kynningu var allt þetta líka en þar fór
einstaklega ljúfur drengur, tryggur
vinum sínum, sjálfstæður maður með
djúpa þekkingu á menningu álfunnar
með rætur aftur í borgir Evrópu sem
mátti ekkert aumt sjá og vildi öllum vel.
Gæska hans var á skjön við þann dulda
heim grimmdar, losta og lystisemda sem
hann átti svo auðvelt með að skissa upp í
formfastri byggingu flatarins sem var
akurinn sem hann pældi ár og síð með
hvíldarárum á sumum skikanna.
Borgarselskapurinn sem Flóki var
sprottinn úr var eftirstríðsárafyrir-
bæri, sama menningardeildin og Jökull
Jakobsson dró upp á sviðið og vann úr:
stórisar, útsaumaðir púðar, þröngsýni
í flestum efnum með tilheyrandi bæl-
ingu og brotum. Flóki elskaði að storka
þessari settlegu veröld, sat á ystu nöf
og hló dátt, hátt og í hljóði eftir því sem
færi gafst: gat það verið að þessi pass-
íuklippti snyrtipinni byggi með tveim-
ur konum og nyti Þeirra beggja – jafn-
vel í senn? Magabeltakynslóðin hryllti
sig undir gullrömmuðum landslagsmál-
verkunum og lagði Moggann sinn frá sér
með höfuðið fullt af ósiðlegum lostarík-
um órum þegar hann bjó þá skyndimynd
til. Þá mynd dró Flóki upp í hugum betra
selskapsins í henni Reykjavík skömmu
eftir 1960 og hló að dáralega.
Hláturinn var enda hans helsta lífs-
magn. Fáir menn voru skemmtilegri en
hann og því var hann vinamargur, svo
ólíkur sem sá söfnuður var sem sótti
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ]
menning
febrúar 2009
DAGUR Í LÍFI RASSHÁRS
Dr. Gunni fór að sjá Sannleika
Péturs Jóhanns Bls. 6
Framhald á bls. 2
Elsku DRENGURINN MINN
Án titils, blek á pappír,1987.
Á fi mmtudagskvöld opnaði Listasafn
Reykjavíkur stóra sýningu í Hafnarhús-
inu sem gefur yfi rlit yfi r feril Alfreðs
Flóka myndlistarmanns. Sýningarstjóri
er Sjón sem á unglingsárum settist við
fótskör meistarans og endurgeldur nú
gamla skuld en Flóki var forgöngumað-
ur um súrrealisma og mystík í íslenskri
myndlist.
MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
Sjálfsmynd, rauðkrít , 1958.
VELKOMIN
HEIM
Sýning Íslenska dans-
flokksins er rokkkonsert
með gógódönsurum
Bls. 4