Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 5

Réttur - 01.06.1942, Page 5
sem verið hafð'i raunin á fyrri mánuðum styrjaldar- innar sumarið 1941. En enn hafa ,þeir mátt til aö skipuleggja alvarlega sókn í eina átt. Hvert var aðalmarkmiö hinna nazísku herstjóm- arfræðinga Þjóðverja þegar þeir hófu sumarsókn sína á vígstöðvum vorum? Ef dæma má af athuga- semdum erlendra blaða, að meðtöldum blööum Þjóð- verja sjálfra, gæti maður haldið, að helzta mark- miðið væri að vinna olíuhéruðin í Grozní og Bakú. En staðreyndir hrekja þessa ætlun. Staðreyndirn- ar sýna, að olíulindir Ráöstjómarríkjanna eru ekki aðalmarkmið hinnar þýzku sóknar, heldur auka- markmiö. Hvert var þá aðalmarkmið hinnar þýzku sóknar? Það var að komast á hlið við Moskvu úr austri, að höggva á samband hennar viö heimavígstöðvamar hjá Volgu og Úralfjöllum og hefja síðan sókn gegn Moskvu. Sókn Þjóðverja suður á bóginn í áttina til olíu- lindanna var aukamarkmið, sem var ekki einungis eða ekki fyrst og fremst ætlað að hemema oliuhér- uöin, heldur átti hún aö dreifa megin varaliði vom í suðurátt til þess að veikja Moskvuvígstöðvamar svo að árásin á Moskvu yrði að auðveldari. Þetta skýrir það, hvers vegna meginher Þjóöverja er nú ekki staddur í suðurhéruðunum, heldur hjá Orel og Stalíngrad. Fyrir stuttu handtóku menn vorir liösforingja úr þýzka herforingj aráðinu. í fórum hans fannst landa- bréf, er hafði að geyma áætlun og tímatöflu um framsókn hinna þýzku herja. Það var ljóst af þessu skilríki, að Þjóðverjar ætluðu sér að vera í Bori- soglebsk hinn 10. júlí þ. á., í Stalíngrad hinn 25. júlí, í Saratov 10. ágúst, í Kuibysjev hinn 15.. ágúst, í Arzamas hinn 10. september og í Bakú hinn 25. september. 69

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.