Réttur


Réttur - 01.06.1942, Side 21

Réttur - 01.06.1942, Side 21
gönguleiðir Þjóðverja og umkringja ígulvirki þeirra og varnarstöðvar í stað þess að ráðast beint framan að þeim með ærnum fórnum að dæmi þýzku herj- anna, er þeir sóttu aö Stalíngaröi, Leníngarði, Sevastopol, Ödessu og öðrum borgum. Af því aö spádómar eru alltaf vel þegnir á styrj- aldartímum, skal það enn til gamans gert að geta þess til, að rauði herinn mundi jafnframt greipar- sókninni til Smolensk senda öflugan sóknararm beint í vestur frá Velikíe Lúkí í átt til Rígu í því skyni að afkróa allan noröurher Þjóðverja á Lenín- garðs-, Volkov- og Ilmensvæðinu. Fjarstæöa þyrfti þetta ekki að vera, því að leiðin frá Velikíe Lúkí til Ríguflóa er ekki meiri en frá Stalíngarði til Rostov- borgar- Og sé það réttur skilningur, að rauða her- stjórn'n hafi ætlað sér að leggja til höfuðsóknar á þessrun vetri, þá hlýtur eitthvað þessu líkt aö gerast. — Þegar Foch marskálkur hóf sóknina á hendur þýzka hernum í ágústmánuöi 1918, mun þaö hafa veriö! skoöun flestra herfræðinga í löndum banda- manna, að styrjöldin hlyti að standa lengi þaðan af, jafnvel mörg ár. Fæstum mun hafa komið þaö til hugar, að þýzki keisaraherinn mundi veröa ger- sigraður þrem mánuöum síöar. Hin mikla sókn Ludendorffs þá um sumariö hafði átt aö færa Þýzka- landi fullnaðarsigur. Þýzki herinn sótti fram lengi vel og sýndist ósigrandi. En styrkur hans var sýnd- arstyrkur, eins og brátt kom í ljós. Blóðtáka hans var orðin meiri en svo, áð hann fengi staöizt, er öflugri gagnsókn var að mæta. Margt bendir til, aö sá styrkur nazistahersins, sem ægði mönnum á síðastliðnu sumri, hafi verö sams konar sýndar- styrkur. Enginn vafi er á því, aö rauöi herinn hefur þegar dregið háskalegustu vígtennurnar úr hinu brúna skrímsli. Björn Franzson. 85

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.