Réttur


Réttur - 01.06.1942, Side 26

Réttur - 01.06.1942, Side 26
Verkalýðurinn í Reykjavík reið á vaðið. Síðan kom hver staðurinn af öðrum. Atvinnurekendur og jafnvel opinberar stofnanir neyddust til að semja við nefndir verkamanna um miklar kjarabætur. Enda þótt verkalyðsfélögin væru bundin af þving- unarlögunum og gætu engan þátt tekið í þessari baráttu fyrir opnum tjöldum, voru samtök verka- manna allsstaðar óbilandi. Það kom ekki fyrir, að nokkur maður skærist úr leik, þegar vinna var stöðv- uð. Þessir atburðir leiddu í ljós, að íslenzkir verka- menn hafa nú öðlazt meiri stéttarþroska en and- stæðinga þeirra óraði fyrir. Gerðardómurinn og rík- isstjórnin stóðu ráðþrota. Ákvæöi geðardómslaganna tóku að snúast gegn þeim sjálfum og umbjóðendum þeirra, atvinnurekendastéttinni. Til þess aö stöðva „kaupskrúfu“ skæruhernaðarins voru engin önnur ráð, en að taka aftur upp frjálsa samninga við verkalýðsfélögin. Vald geröardómsins var gersam- lega brotið á bak aftur. Gerðárdómslögin hlutu aö falla. Fullur sigur hafði unnizt. Marki skæruhernaö- arins var náð. ■ Fall gerðardómslaganna og kaup- og kjarasamningar við verkalýðsfélögin. Þegar Alþingi kom saman, var þaö eitt fyrsta verk ríkisstjómarinnar aö leggja frumvarp fyrir Alþingi um afnám geröardómslaganna. Frumvarpiö var sam- þykkt mótatkvæðalaust. Með því greiddu atkvæöi: Sósíalistaflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, en Framsóknarmenn sátu hjá. Samtímis hófust samningaumleitanir milli átvinnu- rekenda og verkalýðsfélaganna. Var verkamannafé- lagið Dagsbrún þar í fararbroddi. Með þeim samn- ingi vannst einn hinn mikilvægasti sigur, sem íslenzk verkalýössamtök hafa unniö frá upphafi vega: átta stunda vinnudagur, um 40% hækkun á grunnkaupi, 90

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.