Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 44

Réttur - 01.06.1942, Page 44
gverrir Krísfjánsson Baráttan um Mídjardarhafíd Hálfmánínn og hrossinn l) ViÖ skildum þar síðast viö Miöjaröarhafiö og lönd þess, er vesturhluti hins foma Rómaveldis var hrun- inn i rústir; þar sem áöur hafði ríkt ein og samfelld stjórn voru nú risin upp herská smáríki, flest af ger- manskri rót. En í austurhlutanum stóö rómverska ríkiö enn að mestu óbrotið, hin nýja Róma, Kon- stantínópel, svo aö segja á landamærum Evrópu og Asíu, varð nú í þúsund ár síðasti útvöröur evrópskra yfirraöa á MiÖjarðarhafi. Rómaveldi hiö forna hafði gert Miöjarðarhafið aö atvinnulegri og pólitískri heild. Byltingar þjóðflutninganna röskuöu þessari heild, og hún hefur aldrei komizt í samt lag síðan. En þegar múrar hinna rómversku borga hrundu, þegar rómverskur her og rómversk stjórngæzla tvístr- aðist, þá reis upp síðboriö afkvæmi hinnar gömlu Miðjarðarhafsmenningar, og bjargaði því, sem bjarg- að varö. Það var kristin kirkja. Kross trésmiðsins frá Galíleu varö samfylkingarmerki þeirra manna, sem stóðu við stjórn í löndum Miöjaröarhafsins eftir endalok rómverska ríkisins. í byrjun 4. aldar fékk kristin kirkja trúfrelsi. í lok hirrnar sömu aldar varö kristnin ríkistrú og kirkjan ríkiskirkja. Eftir fjögra alda baráttu voru 108

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.