Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 45

Réttur - 01.06.1942, Page 45
hinir umkomulitlu söfnuöir frumkristninnar orönir aö almennri, heilagri kirkju Miöjarðarhafslandanna. Kirkjan haföi lagt undir sig heiminn, en heimurinn, þ. e. hin rómverska menning haföi heldur ekki sleppt henni óspilltri úr faömi sér. Heiðnar trúarhug- myndir höfðu slæözt inn í kenningar hennar, heið- in stjórnvísi og stjórngæzla, jafnyel heiðin tækni og handlagni leitaöi giiðastaöar innan vébanda kirkjunnar. Og þegar hin rómverska kirkja sneri stöfnum í noröurátt og tók aö leggja ok krossins á hinar heiðnu þjóðir á meginlandi Evrópu, þá flutti hún um leið meö sér pólitíska og verklega menningu Miðjaröarhafslandanna. Þetta var á vesturhveli kristninnar, þeim hluta Rómaveldis, sem sundraöist í smáríki þau, er síöar uröu þjóöríki vorra tíma. En í austurhelmingi Miðjaröarhafsins var vegur kirkjunnar ekki eins mikill og í Vesturlöndum. Þar sem páfixm í Róm hófst til mestu metorðá og varö um hríð voldugasti þjóöhöfðingi Evrópu, þá varö patríarkinn í Miklagaröi lítið annað en tíginn heim- ilisprestur keisara síns. í austurhluta Rómaríkis hélzt hin gamla varanlega valdstjóm hinnar heiðnu menningar, öflugur málaliösher verndaöi landa- mæri ríkisins, virki og kastalar risu upp hvaöanæva ríkinu til verndar, iönaður og verzlun, peningavið- skipti og myntslátta héldust enn sem fyrr á dög- um hinar heiönu rómversku hámenningar. I þessu ríki var keisaralegur heimsveldishugsunarháttur enn í fullu fjöri og um stirnd leit svo út fyrir, aö austurrómverska ríkinu mundi takast aö sameina Miðjaröarhafið enn á ný undir eina stjórn. Jústinían- us keisari (527—565) lagði undir sig mikinn hluta Noröur-Afríku og suöurhluta Spánar noröur að Cor- doba. En þessir landvinningar báru ríkiö ofurliða. Á austur- og noröurlandamærum hins austurróm- 109

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.