Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 46

Réttur - 01.06.1942, Page 46
verska ríkis voru skæöir fjendur, sem sættu jafnan færi um aö gera því skráveifur. Slavamir mæddu á Dónárlandamærunum, og leituöu inngöngu í ríkiö. ÞaÖ var upphaf aö landnámi slavneskra þjóöflokka á Balkanskaga. En þótt þessir heiðnu og lítt siðuöu þjóðflokkar norðurslóðanna veittu ríkinu þimgar búsifjar, þá voru þeir leikur einn samanborið viö persneska ríkiö, sem lá upp að landamærum aust-. urrómverska ríkisins að austan. Persía var á þess- um öldum eina stórveldiö, sem haft gat í fullu tré viö Rómaríki. Hún náði yfir núverandi Iran, Afgahn- istan, Beluschistan og seildist til valda í Armeníu og Aserbeidsjan. Ríki þetta laut stjórn manna af Sassanítaætt, er brotizt, hafði til valda um 220 e. Kr. ÞaÖ hvíldi á grunni ævafomrar menningar, her þess, sérstaklega hið jámklædda riddaralið átti tæp- lega sinn líka og stjórngæzla þess og embættis- mannastétt var ekki hinni rómversku síðri. En rík- ið mátti þakka landfræðilegri legu sinni ofurveldi sitt. Þaö lá sem sé í þjóðbraut hinnar eldgömlu verzlunar, sem rekin hafði verið frá ómunatíö milli Miðjarðarhafslandanna og Indlands og Kína. Það var sérstaklega silkið frá Kína, sem fór þessa leið til hinna miklu markaða Rómaveldis. Baráttan milli Persíu og austurrómverska ríkisins var því fyrst og fremst verzlunarstríð. Á höfunum, sem liggja að Indlandi voru Persar búnir að hrekja rómverska kaupmenn , og hinar dýru vörur Indlands urðu því að fara um hendur Persa. Það er því engin furða þótt verzlunarmálefni skipi mikið rúm í frið- arsamningum Persíu og Rómarríkis. En konungar- konimganna, eins og Sassanítar kölluðu sig, létu sér ekki nægja að vera vörumiölarar milli Austur- Asíu og Miðjarðarhafslandanna. Þeir fetuðu einnig í fótspor hinna fornpersnesku konunga og seildust til valda við sjálft Miöjaröarhafið. I byrjtm 7. 110 /

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.