Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 47

Réttur - 01.06.1942, Page 47
aldar réöust Persar inn á hinar fornhelgu slóðir austurrómverska ríkisins, lögðu undir sig Armeníu og Sýrland, hertóku Jerúsalem og hinn heilaga kross, og réðust þaðan inn í Egyftaland. Heraklíos keis- ara tókst eftir mikla mæðu að ná héruöum þessum aftur á sitt vald og kúga Persa til friðar árið 628. En um sama leyti og Persía og austurrómverska ríkið friðmæltust skall á einn af furðulegustu felli- byljum sögunnar: trúhreyfing Araba, Islam. 2.) Arabía hefur frá upphafi vega legið úr leið sög- unnar. Ekkert hinna gömlu hernaðarríkja hefur reynt að leggja landið undir sig, en á útjöörum hennar í norðvestri og norðaustri hafa þó verið á- hrifasvæði hinna fornu stórvelda. Lega landsins hefur aíla stund verið mjög þýðingarmikil fyrir heimsverzlunina, í austurhluta landsins, Jemen, er ættland reykelsins, og þar risu upp merkilegar verzlunarstöövar, er ráku verzlun við Indland og Kína og sendu vörurnar bæöi sjóleiðis og landleiðis til markaða rómverska rikisins. Það var í auöugri verzlunarborg í Vestur-Arabíu, að kaupmaðurinn Múhameð fann hjá sér spámannsköllun til að boöa trú á einn sannan guð, Allah. Þetta var í byrjun 7. aldar. Boðskapur hans var eingyöistrú, í miklu rík- ara mæli en kristindómurinn, og hann boðaði aö- vífandi komu dómsdags með jafnmiklu ofstæki og hinir fyrstu kristnu söfnuöir boðuðu komu guösrík- is. Guðfræöiboðskapur hans var einfaldur: Það er að- eins einn guð til og Múhameð er spámaöur hans. Mennirnir eiga að gera vilja guðs, því að allt er í hans hendi, jafnvel vantrú mannanna. Iðkun guð- rækninnar var einnig mjög einföld og óbrotin, o‘g það er sennilega þess vegna, að Islam hefur veitzt svo létt áð afla sér áhangenda. 111

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.