Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 59

Réttur - 01.06.1942, Page 59
voru þá vi'öbragsfljótir, á örfáum árum voru þeir búnir að eyða flota Frakka, Miöjaröarhafið var brezkt haf í enn ríkara mæli en áður, og Bi’etlandi bættist þar enn ný stöð, Malta, miðja vegu á haf- inu. Það var lengi trú manna, að sá, sem ætti Malta. væri einráður á hafinu í austri og vestri, og sú trú hefur ekki bilað fyrr en á allra síðustu tímum. En leiðangur Napóleons til Egyptalands markar þó aö því leyti tímamót í sögu Miðjarðarhafsins á síð- ari tímum, aö hann er upphaf aö landvinningtun Ev- rópuþjóða við Miðjaröarhaf á kostnað Tyrkjaveldis. Hann er einnig upphaf að atvinnulegum og fjár- hagslegum afskiptum Evrópuþjóða á þessum slóð- um. Vélamenning og tækni 19. aldar fann hér allt í niðurníðslu, en um leið óþrjótandi verkefni. Frakk- land reið á vaðið, er þaö sendi her til Alsír og stofnaði með því nýlenduveldi sitt í Afríku. Það var upphaf að miklum viðburðum, því að Frakkland reyndi aö ná fótfestu bæöi í austur- og vesturátt. Egyptaland var um þetta leyti að mestu oröið óháð soldáni, þótt þaö játaöist undir hann sem æðsta lénsherra. En sá, sem stjórnaði landinu hét Mehemeö Alí, pasjú að tign, og hann hafði tekizt á hendur að láta Égyptaland kasta ellibelgnum og taka 1 þjón- ustu sína tækni 19. aldar. Franskir liðsforingjar komu skipan á egypskan her, þaö var því engu lík- ara en að Frakkland væri að leggja di’ög að ný- lenduflæmi milli Gíbraltar og Súez, England gerði allt sem í valdi þess stóð til aö sporna við frönsk- um áhrifum í Egyptalandi og studdi Tyrkjasoldán til að halda Mehemeð í skefjum. Frakkland stóðst Englandi ekki snúning, það varð að bíta í það súra epli að hætta stuöningi sínum við Mehemeð Alí, og 14 árum síöar gengur það í lið með Englandi til aö hefta Rússland í sókn þess til Konstantínópel. Krímstríðið kom Frakklandi að litl- 123

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.