Réttur - 01.06.1942, Síða 75
lands aftur hóf hann víðtæka baráttu fyrir rétti
nýlenduþ j óðanna bæði innan franska þingsins og
utan þess.
Ef menn kynna sér ritgerðir hans og ræður kenv
ur í ljós, að síðustu tíu ár ævi sinnar helgaöi hann
eldheitri baráttu gegn öllum þeim máttarvöldum,
sem voru að steypa heiminum út í nýtt blóðbað
og leiða margfaldar þjáningar og hörmungar yfir
mannkynið. Aldrei þreyttist hann á því aö vara viö
hættunni, sem stafaði af fasismanum. Aldrei þreytt-
ist hann á því að sýna og sanna, að framtíð mann-
kynsins væri komin undir sigri Sovétríkjanna. Þess
vegna skipaði hann sér í fremstu röð þeirra, er
börðust gegn stríði. Þess vegna gerðist hann einn af
forvígismönntun frönsku þjóðfylkingarinnar, þess
vegna studdi hann spænska lýðveldið af alefli —
þess vegna var hann ósættanlegur fjandmaður svika-
stefnimnar, sem kennd er viö Miinchensáttmálann.
Gabriel Peri kom til London í okt. 1932 til þess
aö tala á fundi, er friöarvinahreyfingin brezka boö-
aöi til. Þaö var á þeim dögum meðan Hitler hafði
ekki enn náð völdum í Þýzkalandi og franska yfir-
stéttin var hinn leiðandi kraftur sovét-fj£indseminn-
ar í Evrópu. í skörpum dráttum lýsti hann stjórn-
málastefnu sovéthataranna og frönsku valdhöfunum
sem varðsveit hins pólitíska aftui'halds. í rödd Gabr-
iels Peris heyröu enskir verkamenn rödd hins raim-
verulega Frakklands, rödd þeirrar þjóöar, sem harm
helgaöi lífsstarf sitt og dó fyrir.
Sex árum síðar, 4. okt. 1938, réðst Gabriel Peri
í franska þinginu gegn þessari sömu yfirstétt, sem
skjálfandi af ótta við fasistana og brennandi af hatri
á Sovétríkjunum hafði svikið Tékkóslóvakíu á Mun-
chen-ráöstefnunni og raimverulega rofiö samninginn
milli Fi’akklands og Sovétríkjanna. Það er biturt aö
lesa þau orð hans nú:
139
\