Réttur - 01.06.1942, Blaðsíða 77
Viö nazistana framkvæmdi svikastarfsemi í franska
hergagnfiiðnaöinum og hindraði aö franski herinn
fengi þær flugvélar og skriðdreka, sem hann um-
fram allt þarfnaöist.
Eftir dauöa Gabriels Peris hefur Vichy-stjórnin, sam-
kvæmt fyrirskipun Hitlers, látiö fara fram réttar-
rannsókn í máli þeirra manna, sem 1 oröi kveðnu
voru ábyrgir fyrir þeirri stjórnarstefnu. I skrípa-
leiksmálaferiunum fyrir dóminum í Riom hafa á-
hangendur Pétains og Lavals ákært fylgismenn Blums
og Daladiers fyrir það, að hafa hrundið' Frakklandi
út í stríð. Svikaramir, sem höfðu selt Frakkland
áöur en nokkm skoti var hleypt af, reyna að skjóta
sér undan reiði fólksins með því að setja á svið
ákæru á hendur þeim mönnum, sem voru þeirra eig-
in verkfæri, er þéir notuðu til aö framkvæma svik-
in.
Þaö er vitað mál, að glæpamennirnir, sem stofn-
uðu réttinn í Riom, þessi lítilþægu þý Hitlers, sem
nú stjórna hinum óhemumda hluta Frakklands í
þjónustu hans, hafa árum saman stefnt að því
marki. Það sem þeir þorðu ekki að aðhafast sjálf-
ú létu þeir aðra framkvæma fyrir sig. Þessir drottn-
endur, sem nú láta leiða ósegjanlegar hörmungar
°g þjáningar yfir frönsku þjóðina og reyna að flæma
hana í bandalagið gegn lýðræðisþjóðunum, em sömu
nrennirnir, sem veiktu vamir Frakklands, sömu
mennirnir, sem bæði áður og meöan að orustan um
Frakkland var háð, unnu skipulagt að því að sundra
þjóðinni, brjóta kraft lýðræðisins á bak aftur, koma
af stað vonleysi og eyöileggja baráttuþrótt hersins.
Síðasta vígi frelsisins.
Gabiel Peri sá gegnum svikavefinn. Hann barö-
ist fyrir þeirri sannfæringu sinni, að aðeins franska
alþýöan gæti bjargað Frakklandi. I síðustu grein-
141