Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 82

Réttur - 01.06.1942, Page 82
Hver 61 upp þenuan stríðandi her blaðamanna og blaða- dreifenda, augu og eyru fjöldahreyfingarinnar? ÞaÖ gerði „rHurnanite“ undir stjóm Marcel Cac- hins, Gabriels Peris og félaga þeirra, manna og kvenna, jsem kenndu frönskum verkamönnum aö meta þýðingu dagblaðs, sem túlkar skoðanir fólks- ins, skýrir frá reynslu þess og leysir úr hinum marg- brotnu vandamálum vorra tíma. „l’Humanite“ sann- aöi frönskum verkalýð hvílíkt vopn dagblaö er, sem þjónar sannleika og réttlæti í baráttu mannanna fyrir fegurra og fullkomnara lífi. Allt, sem franski verkalýðurinn lærði þá, kemur honum að dýrmæt- um notum nú. í málaferlunum gegn Lucien Sampaix sagði Mar- cel Cachin, hinn stríösreyndi aöalritstjóri „l’Human- ite“j|í3Ögu blaðsins fyrir réttinum. Með látlausum orð- um lýsti hann fortíð blaðsins og þeirri alúð, sem lögð væri við aö ávaxta þann mikla arf, er það hlaut frá Jean Jaures. Blaðið væri engum háð, því hvenær sem á þyrfti aö halda væri nóg að leita til fólksins um styrk. Cachin talaði einnig um blaðamannahóp kommúnistanna, verkamenn og menntamenn, sem ynnu í bróðurlegri einingu fyrir málstað fólksins. Hann ræddi um heiöarleikann í starfsháttum blaðs- ins, um áhuga starfsmannanna og hin lágu laun þeirra. Cachin endaði mál sitt með þessum brennandi orðum: „Fólkið í þessu landi, sem aðhyllist skoðanir vorar og hiugsjónir, er reiðubúið til þess að færa hverja ]m fórn, sem vera skal, og við, starfsmenn „l’Humanite” túlkum aðeins rö'dd frönsku alþýðunnar, þegar við segjumst skulu leggja allt í sölurnar til þess að bjarga Frakklandi Við teljum okkur hina réttu arftaka frönsku stjórnarbyltingarinnar, sem hefur enn einu sinni vísað okkur veginn”. 146

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.