Réttur


Réttur - 01.06.1942, Side 96

Réttur - 01.06.1942, Side 96
Gissur varð að ganga örlögum sínum á hönd. hætta að flýja þau. Þrem árum eftir dauða föður síns kom hann heim til Skálholts vígður biskup. Höfðingjar virðast hafa gert að kappsmáli að fá hann, en ekki Guttorm, og lofað hlýðni og bættum kirkjurétti áð líkindum. Gissur fékk einnig granna sinn og frænda gerðan lögsögumann, Markús Skeggjason, eindreginn fylgismann evrópskra hug- sjóna, og Sæmundur fróöi, klerklæröur í París, tók um sama leyti höfðingdóm Oddverja. Gissur reynd- ist maður til að nota sér, hve skilyrði höföu að sumu leyti breytzt í vil frá því á dögum föður hans, og framfylgdi meö fágætri hamingju réttarríkisstefnu Lög-Skafta. Kristnisaga mun herma það rétt, að Gissur bisk- up „friðáði svá vel landit, at þá urðu engar stór- deilur meö höfðingjum, en vápnaburðr lagðisk mjök niðr. Þá voru flestir virðingamenn lærðir ok vígöir til presta, þó at höfðingjar væri, svá sem var Hallr Teitsson í Haukadal (ísleifssonar) ok Sæmundr inn fróði, Magnús Þórðarson í Reykholti (af honum Snorri Sturluson, er bjó þar), Símon Jörundarson í Bæ (sbr. Markús o. fl. með postulanöfn), Guð- mundr son Brands í Hjarðarholti, Ari inn fróðí, Ingimundr Einarsson á Hólum (Reykhólaætt), Ket- ill norðr Þorsteinsson á Möðruvöllum (niðji Guðm. ríka, tengdasonur Gissurar og síðan Hólabiskup) ok Ketill Guömundarson (náfrændi hins, réð m. a. fyrir Fljótum), Jón prestr Þorvarðárson (líkl. niðji Þorgeirs Ljósvetningagoöa) okmargir aðrir“, Með friðsamleg- um samningum við þessa höfðingja og fleiri tryggði Gissur sér ekki áðeins sess á friðstóli langa biskups- ævi, heldur og framgang merkustu skattalöggjafar, sem saga landsins fjallar um, tíundarlaganna 1096. — „Þat eru miklar jartegnir", segir Ari,-------„er 160

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.