Réttur - 01.06.1942, Síða 99
EÖa var það endurgjald þess, að Hallur haíði stutt
svo Teit, bróður Gissurar, fósturson sinn, að með
honum reis hin merka Haukdælaætt? í Haukadal
eru hver (Marteinshver) og kirkja helguð höfundi
klausturgriðastaða á Vesturlöndum, ártíðardýrlingi
Halls gamla, hinum stórbrotna þjóöflutningabiskupi
Marteini af Tours. Var það tilætlun þeirra ísleifs-
sona, sem héldu uppi skóla í Haukadal, að stofna
þar — ekki beint klaustur —, en griðastaö þjóð-
kirkjumenningarinnar íslenzku í minning föður síns,
Halls og þjóðflutningabiskupsins? Heimildir um þab
brestur, en Ari Þorgilsson er ólygnastur vottur þess,
að íslenzk visindi fæddust í Haukadal og guðfeður
þeirra voru þeir Skálholtsfeðgar.
Á 9 alda afmæli Gissurar, sem Skálholt gaf til and-
legs höfuðstaðar íslendingum, er Haukadalur fallinn
í eyði ísg Skálholt þó enn meira svipt af rétti sínum.
eign og sæmd. Ég þykist eiga um það vitneskju, að
Haukadal sé borgið, — „menningin vex í lundi nýrra
skóga“. — En hvernig og hvenær verður skuldin við
Skálholt greidd? Til aö greiða hana má engu ræna
aðra staði bótalaust, heldur líkja eftir Gissuri, sem
gaf, þá er honum þótti sá staður vel hafa að auðáev-
um þróazt, Noröurland allt undan stólnum og valdi
sjálfs sín, til þess að Norölendingar mættu einnig
eignast helgistað sinn og biskupssetur.
Norðiendingar geta. enn sagt „heim aö Hólum“
með góðri samvizku, en Sunnlendingar ættu að forð-
ast að líta Skáiholt.
í þjóðlöndum Hildibrands munks og Hinriks .4.
er ægileg barátta háð gegn valdhöfum þar og um
enn meira að tefla en í tíð þeirra var. Hingað berst
undiraldan þyngri og þyngri. Frá þúsundum sósíal-
iskra flóttamanna og annarra úr þeim löndum ber-
ast andlátsorðin beizku: „Ég hef elskað réttlætið,
163