Réttur


Réttur - 01.08.1952, Page 8

Réttur - 01.08.1952, Page 8
200 RÉTTUR Nú eru 3000 manns í hernaðarvinnu hjá Bandaríkja- mönnum. Ætlunin mun vera að hækka þá tölu upp í 6000. Þá ynnu jafnmargir menn þar og nú eru bændur á Islandi eða sjómenn á öllum flotanum. Og verkamann hafa þegar fengið smjörþefinn af þrælameðferðinni hjá Ameríkönum á Suðurnesjum. Það sér hver maður hvert þetta lendir: Þjóð vor verður sett undir hnútasvipu amerísks auð- valds, sem rænir auðlindum vorum, arðsýgur verkafólk vort og geri land vort að alræmdu drápsskeri í stað eyj- unnar hvítu, sem varpað hefur ljóma á alla Norðurálfu heims með bókmenntum sínum og þjóðmenningu. Þegar öxi amerísku leppstjómarinnar á íslandi nú er reidd að rótum sjávarútvegsins á íslandi, er verið að eyði- leggja efnahagslega grundvöllinn fyrir sjálfstæði íslands. Ef einokunaröxin f ær að höggva sundur þessa líftaug utan- ríkisviðskipta Islands, fiskframleiðsluna, þá er verið að einangra ísland í þrældómshúsi amerísks einokunarauð- valds, eins og gert var með okkur á 17. öld af Dönum. Það var rökrétt ráðstöfun af þjóðinni, er hún stofnaði lýðveldið 17. júní 1944 að hef ja nýsköpun sjávarútvegsins um haustið, til að tryggja efnahagslega undirstöðu þjóð- frelsis vors, og hafna á næsta ári, 1945, herstöðvakröfum Bandaríkjanna. Hemámsflokkarnir þrír, sem sviku þjóðina og gerðu landið að amerískri herstöð em nú að eyðileggja sjávar- útveginn og munu gera lýðveldið að háði og spotti, nema þjóðin taki í taumana. En það mun hún gera. ★ Það var að vísu eitt sinn sú tíð að útlendir embættis- menn gátu ráðið því, hvort Islendingar veiddu fisk og hve- nær. •!

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.