Réttur


Réttur - 01.08.1952, Side 34

Réttur - 01.08.1952, Side 34
226 RÉTTUR land okkar, og önnur friðelskandi lönd, njósnurum og skemmdar- verkamönnum, sem tíndir eru saman frá öllum heimshornum úr spilltum dreggjum mannkynsins. Árvekni sovétþjóðarinnar er hvassasta vopnið í baráttunni gegn njósnurum óvinarins og það getur ekki leikið á tveim tungum að sovétþjóðunum mun takast, með því að auka og efla árvekni sína, að gera útsendara hinna heimsvaldasinnuðu stríðsæsingamanna óskaðlega, hversu margir sem sendir eru á meðal okkar og hvernig sem þeir eru dulbúnir. (Lófatak). Ósvífnar ögranir, sem bandarísku hernaðarsinnarnir hafa fram- ið gegn Sovétríkjunum með aragrúa æfinga landhers, flota og flughers, „eftirlitsferðum" herstjórnara A-bandalagsins um svæði, sem liggja að Sovétríkjunum, atferli bandaríska flughers- ins við vestur- og austurlandamæri Sovétríkjanna, eru allar auð- sjáanlega ætlaðar til að raska ró sovétþjóðarinnar og halda við stríðsæði í þeirra eigin landi og leppríkjunum. Engir aðrir en ólæknandi fávitar geta gert sér í hugarlund, að ögranir geti hrætt sovétþjóðina. (Langvinnt lófatak). Sovétþjóðin veit hve mikið er leggjandi upp úr öllum ögrunum og hótunum stríðsæsingamannanna. Með óhaggandi ró heldur sovétþjóðin á- fram slcapandi, friðsamlegu starfi sínu. Hún hefir óbilandi traust á afli og mætti ríkis síns og hers, sem er fær um að greiða lam- andi högg þeim, sem dirfast að ráðast á land okkar, og draga úr þeim alla löngun til að skerða landamæri Sovétríkjanna. (Hávært lóf atak). Hinn stóratburðurinn í lífi flokksins og sovétþjóðarinnar er hið nýja, volduga uppgangstímabil í atvinnulífi þjóðarinnar, sem hefir gert það mögulegt að auka iðnaðarmátt okkar um 130% frá því sem var fyrir stríð og taka stórt skref fram á við á leið- inni frá sósíalisma til kommúnisma. Stríðið, sem Hitlersfasistarn- ir neyddu okkur út í, harðasta og erfiðasta styrjöld, sem ættjörð okkar hefir nokkru sinni orðið að heyja, truflaði friðsamlega þró- un hjá okkur. Ófreskjur Hitlerssinna fylgdu villimannastefnu sinni um „sviðna jörð“ í þeim landshlutum, sem þeir hernámu og veittu með því sovétatvinnulífi okkar djúpt sár. Vegna þessa beið okkar í stríðslok það geysiflókna verkefni að vekja þá landshluta, sem orðið höfðu að þola þýzkt hernám, til nýs lífs, að koma iðnaði og landbúnaði aftur á sama stig og var fyrir stríð og síðan að hefja atvinnuvegina meira eða minna upp af því stigi. Á því erfiða tímabili gaf félagi Stalin okkur samfellda áætlun um endurreisn atvinnulífsins og sýndi okkur, hvernig átti að

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.