Réttur


Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 34

Réttur - 01.08.1952, Blaðsíða 34
226 RÉTTUR land okkar, og önnur friðelskandi lönd, njósnurum og skemmdar- verkamönnum, sem tíndir eru saman frá öllum heimshornum úr spilltum dreggjum mannkynsins. Árvekni sovétþjóðarinnar er hvassasta vopnið í baráttunni gegn njósnurum óvinarins og það getur ekki leikið á tveim tungum að sovétþjóðunum mun takast, með því að auka og efla árvekni sína, að gera útsendara hinna heimsvaldasinnuðu stríðsæsingamanna óskaðlega, hversu margir sem sendir eru á meðal okkar og hvernig sem þeir eru dulbúnir. (Lófatak). Ósvífnar ögranir, sem bandarísku hernaðarsinnarnir hafa fram- ið gegn Sovétríkjunum með aragrúa æfinga landhers, flota og flughers, „eftirlitsferðum" herstjórnara A-bandalagsins um svæði, sem liggja að Sovétríkjunum, atferli bandaríska flughers- ins við vestur- og austurlandamæri Sovétríkjanna, eru allar auð- sjáanlega ætlaðar til að raska ró sovétþjóðarinnar og halda við stríðsæði í þeirra eigin landi og leppríkjunum. Engir aðrir en ólæknandi fávitar geta gert sér í hugarlund, að ögranir geti hrætt sovétþjóðina. (Langvinnt lófatak). Sovétþjóðin veit hve mikið er leggjandi upp úr öllum ögrunum og hótunum stríðsæsingamannanna. Með óhaggandi ró heldur sovétþjóðin á- fram slcapandi, friðsamlegu starfi sínu. Hún hefir óbilandi traust á afli og mætti ríkis síns og hers, sem er fær um að greiða lam- andi högg þeim, sem dirfast að ráðast á land okkar, og draga úr þeim alla löngun til að skerða landamæri Sovétríkjanna. (Hávært lóf atak). Hinn stóratburðurinn í lífi flokksins og sovétþjóðarinnar er hið nýja, volduga uppgangstímabil í atvinnulífi þjóðarinnar, sem hefir gert það mögulegt að auka iðnaðarmátt okkar um 130% frá því sem var fyrir stríð og taka stórt skref fram á við á leið- inni frá sósíalisma til kommúnisma. Stríðið, sem Hitlersfasistarn- ir neyddu okkur út í, harðasta og erfiðasta styrjöld, sem ættjörð okkar hefir nokkru sinni orðið að heyja, truflaði friðsamlega þró- un hjá okkur. Ófreskjur Hitlerssinna fylgdu villimannastefnu sinni um „sviðna jörð“ í þeim landshlutum, sem þeir hernámu og veittu með því sovétatvinnulífi okkar djúpt sár. Vegna þessa beið okkar í stríðslok það geysiflókna verkefni að vekja þá landshluta, sem orðið höfðu að þola þýzkt hernám, til nýs lífs, að koma iðnaði og landbúnaði aftur á sama stig og var fyrir stríð og síðan að hefja atvinnuvegina meira eða minna upp af því stigi. Á því erfiða tímabili gaf félagi Stalin okkur samfellda áætlun um endurreisn atvinnulífsins og sýndi okkur, hvernig átti að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.