Réttur - 01.01.1954, Síða 4
4
RÉTTUR
Einn aðalþátturinn í endurbótastefnu stjórnarinnar voru
jarðnæðisumbæturnar. Ástandið var þannig að mestallt
jarðnæði var í eigu örfárra landeigenda og var sá stærsti
bandaríski auðhringurinn United Fruit Company. 1 hans
eigu voru 562.000 ekrur lands og var mestu af því haldið
í órækt. Sett voru lög um eignarnám óræktaðs lands en
þar var þó miklu skemur gengið en víðast annarsstaðar,
þar sem svipaðar ráðstafanir hafa verið gerðar. Samkvæmt
lögunum voru engin takmörk fyrir því, sem einn maður
eða félag mætti eiga, ef landið var ræktað eða notað sem
beitarland og hver eigandi mátti eiga allt að 222 ekrum
óræktað lands.
Af hinum 562.000 ekrum, sem United Fruit átti taldist
stjórninni svo til að ekki væru nema 37.000 í rækt og auð-
hringurinn sjálfur komst ekki hærra en að telja 50.000
ekrur undir ræktun. Af þessu auðfélagi voru teknar 374,-
000 ekrur, en því eftir skildar 188.000, sem var meira en
þrefalt það, er félagið sjálft taldi í ræktun. 1 bætur voru
því greiddir 547 þúsund dollarar og var það sama og öðrum,
bæði innlendum og útlendum, var greitt. En United Fruit
krafðist 3,5 millj. dollara og studdi stjórnin í Washington
að sjálfsögðu þá kröfu dyggilega.
Gróði United Fruit Company af plantekrum sínum í
Guatemala hefur verið ofboðslegur eða sem svarar rúml.
800 milljónum króna á ári. 1 skatt hefur félagið einungis
greitt 1 cent á stofn af útfluttum bánönum, sem í Banda-
ríkjunum eru 8 dollara virði. Félagið hafði í sínum höndum
flutningaskipastól landsins, átti hafnarmannvirkin og allt
járnbrautarkerfið. Gilda sumir samningar um þessi fríð-
indi allt til ársins 2009. Félagið notaði þessa aðstöðu sína
m. a. til þess að okra svo á flutningum með járnbrautunum
að það lét landsmenn greiða þrisvar sinnum hærri flutn-
ingsgjöld en það reiknaði á sína eigin flutninga. Með slík-
um aðferðum hugðist það kyrkja atvinnuþróunina í landinu.
Stjórn Guatemala svaraði ekki þessum bolabrögðum
hins bandaríska auðhrings með því, sem beinast hefði legið