Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 5
RÉTTUR
5
við, að taka járnbrautirnar eignarnámi. I stað þess tók hún
upp samkeppni við hann. Hún byggði vegakerfi meðfram
járnbrautunum og keypti mikinn f jölda flutningabíla. Með
þessu móti var stjórnin komin vel á veg með að lækka
flutningskostnaðinn.
Þrátt fyrir hinar mjög svo vægilegu ráðstafanir stjórn-
arinnar gegn United Fruit, tók hringurinn upp hina heift-
úðugustu baráttu gegn stjórninni og naut til þess fyllsta
fulltingis Bandaríkjastjórnar, enda eru margir af æðstu
mönnum stjórnarinnar hluthafar í þessum auðhring. Lagði
hann stund á hverskonar undirröðursstarfsemi, gerði út
launaða erindreka og efldi landflótta einræðissinna að
vopnum og fé. Byggð var útvarpsstöð fyrir utan landamær-
in til áróðurs og flugvélar voru látnar fljúga yfir landið
og varpa niður flugritum sem hvöttu til uppreisnar gegn
hinni löglegu stjórn landsins.
Þessi undirróður bar þó engan árangur meðal alþýðunn-
ar í landinu og stjórnin hélt áfram að njóta stuðnings þjóð-
arinnar nær óskiptrar, sem sést bezt á því, að íhaldsöflin
áttu 4 menn á þingi. Stjórnin leyfði að sjálfsögðu starfsemi
verkalýðsfélaga og lét það afskiptalaust þótt gerð væru
verkföll á plantekrum United Fruit. En það var vitanlega
höfuðsynd, sem amerísku lýðræðishetjurnar gátu ekki fyr-
irgefið. Slíku áttu þær ekki að venjast í ríkjum Mið- og
Suður-Ameríku og jók það heift þeirra um allan helming.
Því fór vitanlega f jarri að stjórn Guatemala væri komm-
únistisk. Um það bera ljóst vitni aðgerðir hennar. Hún var
eins og hver önnur frjálslynd og þjóðholl umbótastjórn.
Hún vildi efla atvinnu- og menningarlíf í landinu og treysta
þjóðlegt sjálfstæði. Kommúnistar áttu aðeins 4 menn á
þingi af 54, en að sjálfsögðu studdu þeir þessa stefnu
stjórnarinnar, þar sem hún miðaði til heilla fyrir þjóðina.
Stjórnin á hinn bóginn ofsótti ekki kommúnista. „Hvers
vegna skyldum við ofsækja kommúnista", sagði Estrade
de la Hoz, forsætisráðherra Guatemala. „Er ekki Gutierrez,
aðalritari verkalýðssambandsins okkar, bezti og heiðarleg-