Réttur - 01.01.1954, Síða 6
6
RETTUR
asti verkalýðsleiðtogi í Mið-Ameríku ? Hann er líka háskóla-
prófessor og hvers vegna skyldum við hafna menntuðum
mönnum, sem geta gert landi okkar gagn, bara af því að
þeir í Washington eru gripnir æði?“
En allt voru þetta syndir, sem framverðir frelsisins og
lýðræðisins í Washington gátu ekki fyrirgefið. — Að bjóða
bandarískum auðhring, sem sjálfur Dulles er hluthafi í,
byrginn, þótt á hógværan hátt sé, — að leyfa skítugum
verkamönnum að gera verkföll gegn svo háæruverðugum
auðhring, — að leyfa kommúnistum að leika lausum hala
og láta þá jafnvel sitja í prófessorsembættum, — að hugsa
um það fyrst og fremst að efla hag, menningu og sjálfstæði
þjóðar sinnar, án tillits til hagsmuna bandarískra auð-
manna, — já hvað var þetta allt, annað en fullkominn og
opinber erindrekstur fyrir Moskvu?
Bandaríkjastjórn varð æ hatursfyllri í garð stjórnar
Guatemala. Það bætti ekki úr skák að á sviði utanríkis-
mála leyfðu fulltrúar þessa litla ríkis sér að gagnrýna yfir-
gangsstefnu Bandaríkjanna í garð þess og annarra ríkja
í Mið- og Suður-Ameríku. Við þetta varð ekki unað og á
ráðstefnu allra Ameríkuríkjanna, sem haldin var í Caracas
í marz s. 1. var höfuðviðfangsefni Dullesar, sem sjálfur sótti
ráðstefnuna, að skapa fylkingu annarra Ameríkuríkja til
að koma stjórn Guatemala á kné. Gat hann knúið þar fram
y.ályktun gegn kommúnistum“, sem heimilaði íhlutun í mál
hvers þess ríkis, þar sem hætta væri á að kommúnistar
næðu áhrifum. En þótt ályktun þessi væri samþykkt, var
það gert með svo hangandi hendi, að hún varð markleysa.
Fulltrúi Guatemala greiddi atkvæði gegn, en Argentína
og Mexíkó sátu hjá. Það sem var þó enn alvarlegra fyrir
Bandaríkin, var það, að þar voru samþykktar margar álykt-
anir, sem fólu í sér harða gagnrýni á stefnu Bandaríkjanna
gagnvart hinum Ameríkuríkjunum. Kom fyrir ekki, þótt
Dulles neytti allra bragða til að koma í veg fyrir þessar
samþykktir.
Ráðstefnan í Caracas olli miklum vonbrigðum í Banda-