Réttur - 01.01.1954, Síða 8
8
RÉTTUR
tímum að finna slíkt ihugrekki hjá borgaralegum stjórn-
um. Jafnvel Rússagrýla beit ekki á hana.
Þótt hér sé um að ræða atburði í fjarlægu landi, eru
þeir mjög athyglisverðir og það er alveg sérstök nauðsyn
fyrir okkur Islendinga að gefa þeim gaum. Sá aðili, sem
þar stóð að ofbeldisverkunum, Bandaríkin, er aðili, sem
okkur varðar alveg sérstaklega um. Við skulum því í stuttu
máli reyna að gera okkur grein fyrir einföldustu stað-
reyndum málsins.
Lítil þjóð býr í litlu en auðugu landi. Þrátt fyrir sjálf-
stæði að nafninu til hafði landið verið hálfnýlenda Banda-
ríkjanna. Voldugur auðhringur hafði náð þar öllum tök-
um, sumpart með samningum við skammsýna og óþjóð-
holla valdhafa, sumpart með algerum lögleysum. Auðhring-
ur þessi pínir gróða sem nemur hundruðum milljóna króna
út úr þjóðinni á hverju ári, en heldur alþýðu manna í sár-
ustu fátækt. Þjóðin er m. ö. o. svipt möguleikunum til að
hagnýta sér sín eigin auðæfi.
Framkoma Bandaríkjanna í garð þessa ríkis er fram-
koma imperíalistísks stórveldis hreinræktuð. Þau viður-
kenna í orði kveðnu sjálfstæði ríkisins, en í krafti efna-
hagslegra yfirráða og fyrir fylgispekt ráðamanna geta
þau rakað til sín arðinum af striti hins vinnandi fólks. Að
sjálfsögðu hafa þau séð um það að ríflegir molar féllu í
skaut jnnlendum ráðamönnum og umboðsmönnum til
tryggingar því, að fólkinu væri haldið niðri og að það
gerði ekki „ósanngjarnar kröfur“.
Árið 1944, þegar Bandaríkin börðust ásamt öðrum
þjóðum fyrir frelsi og sjálfsákvörðunarrétti þjóða, verður
þessari litlu þjóð það á, að taka alvarlega hin hátíðlegu
orð forystumanna Bandaríkjanna. Hún kýs sér stjórn,
sem einsetur sér það, að koma á efnahagslegum umbótum
og stjórnarfarslegu frelsi. Þá verða auðmenn Bandaríkj-
anna og stjórn þeirra gripin skelfingu. „Það var ekki við
þig átt“. Þótt hógværlega sé í sakirnar farið, þá sjá þeir
fram á það með hryllingi, til hvers það mundi leiða, ef