Réttur - 01.01.1954, Side 14
Xokkrar hugleiðingar
um leið Islendinga
til þjóðfrelsis og
sósíalisma
eftir EINAR OLGEIRSSON
Það er íslenzkri alþýðu nauðsyn eftir 60 ára vegferð verklýðs-
samtaka sinna, að staldra við og íhuga hvernig leið hennar fram
til frelsis og sósíalisma liggur við þær aðstæður, sem nú eru um-
hverfis hana í veröldinni ,reyna að glöggva sig betur á því en
orðið er hvaða leið við höfum verið að reyna að fara.
Land hennar er í hers höndum. Útlent vald hreiðrar um sig í
öllum áttum íslands og ætlar sér dvöl og drottnun til frambúðar.
Innlent auðvald hefur magnazt að auði og ósvífni og hyggur á al-
ræði yfir alþýðu landsins. Það dreymir öðru hvoru um innlendan
her gegn verklýðssamtökunum, en hallar sér þó helzt að brjósti
hins erlenda hervalds og treystir því og áróðri þeim, er það
stjórnar og fyrirskipar, bezt til stórræða gegn íslendingum og
yfirráða með sér yfir íslandi.
Illt er ástandið, en verra er það, sem yfir vofir, ef þessu ástandi
er ekki breytt.
Ameríska auðvaldið er hræðilegasta ógnun, sem mannkynið
hefur nokkru sinni búið undir. í höndum þessa auðvalds er ægi-
legasta tortímingarvopn, sem sagan þekkir. Takist þessu auðvaldi
að hleypa af stað heimsstyrjöld, mun mikill hluti jarðar, — og þá
fyrst og fremst lönd eins og ísland, Bretlandseyjar og Vestur-
Evrópa, — óbyggileg um áraraðir á eftir af geislaverkun, en mann-
fólki slíkra landa að mestu eytt. Og hvað eftir annað hefur heims-
friðurinn hangið í bláþræði undanfarin ár, af því herforingjaráð
og utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa reynzt gersamlega ó-