Réttur


Réttur - 01.01.1954, Síða 20

Réttur - 01.01.1954, Síða 20
20 RÉTTUR og Ameríku. Og það dugar ekki að láta neina hleypidóma skilja oss frá þeim, ef þeir vilja aðstoða oss í þessu sjálfstæðis- og lífs- nauðsyn j amáli. Sjálfstæðismálin eru þau mál, sem sósíalistisk verklýðshreyfing íslands hlýtur að setja fremst allra stjórnmála, af þeirri einföldu ástæðu að án þess að tryggja sjálfstæði landsins, getur alþýðan ekki fengið að stjórna innri málum þess í þágu fólksins. Bann hins ameríska auðvalds við brýnustu kjarabótum og hugðarmálum alþýðu á undanförnum árum: bann við kaupgjaldshækkun, bann við frjálsum húsbyggingum, bann við fullnægjandi lánastarfsemi, bann við þjóðareign stóriðjufyrirtækja, bann við samstarfi annara flokka við Sósíalistaflokkinn — öll þessi bönn hafa verið ólygnust raunin um hvernig amerískt auðvald hefur reynt að ráða lögum og lofum, boði og banni í landinu. En undan þunga þess almenn- ingsálits, sem Sósíalistaflokkurinn mótar, undan þunga þess valds, sem verklýðssamtökin eru, brotna bönnin hvert af öðru, unz sjálf völd amerísks auðvalds yfir íslands bresta. Frelsi íslands af erlendri hersetu, lausn þess úr hernaðarbanda- lögum, frelsun þess undan yfirdrottnun erlends auðvalds, er skilyrði þess að íslenzk alþýða fái í friði og með lýðræðislegum hætti að ganga sínar eigin götur í þjóðmálum, fram til sameignar þjóðarinnar á stóriðjufyrirtækjum og þýðingarmestu stofnunum efnahagslífsins, samvinnu og samstarfs á öðrum sviðum atvinnu- lífsins, fram til blómlegrár, þjóðlegrar menningar og öruggrar lífsafkomu allra, fái að framkvæma hugsjón sósíalismans á sinn hátt í friði fyrir afskiptum erlendra auðdrottna. Átöh alþýðu við auðvaldið um Alþingi og ríkisstjórn Alþýðan er nú við hvert fótmál, sem hún stígur, að marka stefnu sína á næstu árum og jafnvel áratugum, og er þá sérstök þörf á að hún athugi vel afstöðuna til tveggja aðalþátta ríkisvaldsins, Alþingis og ríkisstjórnar. Ríkisvaldið er auðmannastéttinni nú í senn arðránstæki og kúgunarvald. Sem arðránstæki er ríkisvaldið yfirstéttinni dýr- mætara en allt auðmagn hennar. Hún hagnýtir vald sitt yfir ríkinu, valdið yfir bönkum, útflutnings- og innflutningsverzlun, fjárfestingarvaldið og alla einokunaraðstöðuna, til þess að gefa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.