Réttur - 01.01.1954, Side 21
RÉTTUR
21
sér auð, glæsileg lífskjör og aðstöðu til eyðslu og íburðar. Með
hverju árinu hefur slík hagnýting ríkisvaldsins magnazt, „spill-
ingin“, — eins og það verður frá sjónarmiði alþýðu, — aukist og
nú náð hámarki sínu með hinum purkunarlausu „helmingaskipt-
um“ stjórnarflokkanna, er kórónuð voru í „hermangarafélaginu"
nýja.
Samtímis hefur svo ósvífnasta hluta yfirstéttarinnar og einkum
þá leppa amerísks auðvalds, er hræddastir voru við reiði fólksins,
dreymt um ,,íslenzkan“ her til þess að berja á alþýðu. En sá
draumur um að fullkomna þannig ríkisvaldið sem kúgunartæki
yfirstéttarinnar hefur ekki rætzt sökum andstöðu alþýðu, er
byggir í því efni á aldagamalli erfð þjóðar vorrar og raunhyggju.
Reynslan frá öðrum löndum, sem eru undir ægishjálmi ameríska
auðvaldsins, sýnir þjóð vorri svo áþreifanlega, sem á verður kosið,
til hvers slíkur her er hagnýttur, svo sem nú síðast í Guatemala,
en einnig í flestum ríkjum Suður-Ameríku. Slíkt vopnað málalið
yfirstéttarinnar, „íslenzkur" her með amerískum „leiðbeinend-
um“, er hið ákjósanlegasta vopn harðsnúnustu ofstækismanna aft-
urhaldsins til þess að steypa lýðræðislegri stjórn á Islandi með
valdi, þegar amerísku auðvaldi þætti þess þörf. Enda hefur íhaldið
ekkert haft við aðferðirnar í Guatemala að athuga.
En þótt afturhaldið hafi hingað til verið hindrað í því að skapa
sér her gegn þjóðinni, þá er hætta ofbeldisins ekki þar með liðin
hjá.
Það fara nú vaxandi tilhneigingar íhaldsins til þess að hrifsa
til sín völdin í landinu með minnihluta kjósenda á bak við sig
í krafti rangrar kjördæmaskipunar. Hverskonar ósannindaáróðri,
skoðanakúgun og fjárveislum er nú beitt af hendi þess til þess
að tryggja sér slíkan meirihluta í fámennum kjördæmum, að
það geti náð meirihluta þingsæta með minnihluta kjósenda. Og þá
hefði það aðstöðu til hverskyns lagabreytinga og allra þeirra bola-
bragða, sem það girnist.
Það er bezt að láta samstarfsflokk íhaldsins, Framsókn, lýsa
því hvað þjóðarinnar biði, ef slíkt tækist. Lýsinguna er að finna
í Tímanum, 2. okt. 1954, í ritstjórnargrein undir fyrirsögninni:
„Alræði braskaranna" og hljóðar svo:
„Það stjórnarfar, sem myndi skapast hér á landi, ef
íhaldið fengi meirihluta væri alræði braskaranna — versta
og skaðlegasta stjórnarfar, sem til er í heiminum, þegar