Réttur


Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 25

Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 25
RÉTTUR 25 að þá sjaldan, sem þá hefur minnt að þeir ættu einhvern og farið að bera fram sjálfstætt hugsaðar tillögur, hefur rám rödd hirð- stjóranna þrumað yfir þeim með þeim afleiðingum að þeir hafa óðar tekið tillögurnar aftur og greitt atkvæði gegn þeim. Á nítjándu öld hóf alþýða íslands, — og forustu hennar höfðu bændur og meijntamenn af alþýðubergi brotnir — , Alþingi upp úr þeirri niðurlægingu, sem yfirgangur erlendra valdhafa og þý- lyndi innlendrar yfirstéttar hafði með aldalangri kúgun komið því í. Nú er það hlutverk íslenzkrar alþýðu undir forustu verkalýðs- ins, að hefja Alþingi upp úr þeirri niðurlægingu, sem undirlægju- háttur undir erlent valdboð hefur hrundið því niður í með slík- um amerískum hraða, að á átta árum hefur það hrapað í eymd- arástand þetta úr því hámarki, er Alþingi náði í virðingu þjóðar- innar, er það endurreisti lýðveldið, myndaði nýsköpunarstjórn- ina og neitaði einróma kröfu Bandaríkjastjórnar um herstöðvar á íslandi til 99 ára. Alþýðan mun á þeim langa ferh alþýðuvalda á Alþingi, sem bráðlega byrjar, hefja hina fornhelgu stofnun íslenzks þjóð- félags aftur til vegs og virðingar, gefa Alþingi reisn þá og skör- ungsskap, er það átti forðum daga, þegar það stóð vörð um þjóð- frelsi og sæmd. Og sú hryggðarmynd af hundflötum skriðdýrs- hætti fyrir amerísku valdboði, sem yfirstéttin hefur klínt á Alþingi síðustu átta ára, mun verða sem vondur draumur í huga vorum. Alþýðan í landinu mun tengja Alþingi órjúfandi böndum við samtök vinnandi stétta, og tryggja þannig, að sérhver þjóðfélags- þegn, sem um sárt á að binda, finni þar vé. Þá verður Alþingi aftur að þjóðarþingi, virtu og elskuðu af almenningi, í stað þess að loka sig inni við launráð og verja sig fyrir almenningi með tára- gasi og kylfum, þegar líf liggur við, að löggjafarsamkundan leiti til uppsprettu valds síns, fólksins sjálfs. Alþingi mun verða vinnandi, skapandi stofnun, frumkvöðull um nýtingu auðæfa landsins, og brautryðjandi um batnandi kjör alþýðu, vörður alls þess, sem þjóðinni er dýrast og helgast. Alþýðan mun vissulega þurfa á að halda þeirri festu, er byggir á sannfæringu og þeim aga, sem skapast af skilningi, í viðureign sinni við auðvald, íslenzkt og erlent. En hún mun virða rétt and- stæðinga sinna, hvers þess minnihluta á Alþingi, sem sjálfur heldur sér við lög og rétt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.