Réttur


Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 27

Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 27
RETTUR 27 Átök alþýðu 09 auðvalds um framleiðsluhættina Það hefur verið einkennandi fyrir þróun atvinnulífsins á landi voru síðasta áratuginn, að það var verkalýðshreyfingin undir for- ustu Sósíalistaflokksins, sem varð að beita sér fyrir því að fram- leiðslutækin væru stórum efld, að nýsköpun atvinnulífsins væri framkvæmd og þar með lagður grundvöllur að því atvinnulífi, sem þjóðfélagið nú byggist ó. Raunverulega var auðmannastétt- in uppgefin, eftir kreppu og stöðnun áranna fyrir stríð. Og það var verkalýðshreyfingin og flokkur hennar, sem varð að kveikja nýja trú, bjartsýni og stórhug, svo ráðizt yrði í stórfelldari fram- kvæmdir í atvinnumálum en áður höfðu þekkzt á íslandi. Það var ekki aðeins hin gámla togaraeigendastétt, sem stóð tví- ráð og hikandi frammi fyrir stórhuga tillögum nýsköpunarinnar 1944—45. Það sýndi sig og seinna að ameríska auðvaldið og ís- lenzkir hagfræðingar þess hefðu hindrað þau miklu togarakaup, er fram fóru í ágúst 1945, ef þeir aðilar hefðu nokkru ráðið um íslenzkt atvinnulíf. Það kom í ljós í tillögum og greinargerð dr. Benjamíns Eiríkssonar 1950, að hefðu hans ráð verið höfð 1945 hefðu máske verið keyptir 6 togarar og það síðar, en ekki meir. Og Marshallstofnunin neitaði um Marshalllán fyrir þeim 10 tog- urum, sem keyptir voru 1948 og sýndi þar með andúð ameríska auðvaldsins á því að íslendingar fengju að efla stórvirkustu framleiðsluöfl sín, þau, sem ásamt bátunum og fiskiðjuverunum, eru öruggastur grundvöllur efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. En verkalýðurinn og flokkur hans lét eigi aðeins sjálfa aukningu framleiðslutækjanna til sín taka. Þótt aðstaða hans væri erfið, þar sem ríkisstjórnarsamstarfið var einmitt við útgerðarauðvald- ið, þá tókst Sósíalistaflokknum að orka svo á að bæjarfélögin og einstakir aðiljar í samstarfi við þau tóku áð sér rekstur % hluta nýsköpunartogaranna, er reyndust hin mesta lyftistöng þeim bæjarfélögum, sem áður höfðu enga stórútgerð, þrátt fyrir þær þungu búsifjar, sem einokunarauðvaldið í Reykjavík hefur gert þessum bæjarútgerðum. Það verður auðvitað hlutverk verkalýðsins áfram, hvort sem hann er í andstöðu við ríkisstjórn, hefur áhrif á hana eða jafnvel forustu í henni að beita áhrifavaldi sínu til þess að knýja fram stórkostlega aukningu framleiðslutækjanna, stórhuga nýsköpun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.