Réttur


Réttur - 01.01.1954, Page 29

Réttur - 01.01.1954, Page 29
RÉTTUR 29 ur ríkisrekstur er á Íslandi, þótt ekki sé hann því hættulegur. Það vinnur markvíst að spillingu íslenzks þjóðíélags og þetta er einn liður þess. Þessi stefna ameríska auðvaldsins og leppa þess, ætti að vera nóg til þess að sýna alþýðunni hver lífsnauðsyn henni er á því að hindra slíka þróun. í þessu efni er viðvörun Þorsteins Erlingssonar í kvæðinu „Við fossinn“ enn í fullu gildi. Höfuðverkefnið, sem bíður verkalýðsins, einkum við vaxandi tök alþýðunnar á ríkisvaldinu, eru hinsvegar þau að ákveða með hvaða hætti eignaskipun og rekstrarskipulag atvinnulífsins verður. Er þá fyrst að athuga afstöðuna til þeirra þriggja þátta atvinnu- rekstrarins, sem hugsaðir eru sem þjónusta við heildina, stærri eða smærri: ríkisrekstur, bæjarrekstur og samvinnurekstur. Ríkisrekstur er nú hagnýttur af einokunarauðvaldinu í þágu þess og notaður að mestu leyti til arðráns á alþýðu, en til að auka auð og völd yfirstéttarinnar. Því meiri tökum sem alþýðan nær á ríkisvaldinu, því meir verður þessi ríkisrekstur auðvitað gerður að raunverulegri þjóðnýtingu. Og það verður löng og erfið barátta, sem heyja verður, við spillingu, skriffinnsku og áhuga- leysi í ríkisrekstrinum, unz hægt verður að fá þar upp vel rekin þjóðnýtt fyrirtæki, sem stjórnað sé og unnið að af sama eða meiri áhuga en einstaklingur vinnur af við eigin fyrirtæki. En það er þó verkefni, sem verður að vinnast. Og það er öllum, sem til þekkja, ljóst, hvílíka hugarfarsbreytingu það þýðir fyrst og fremst við stjórn og starfsemi hinna ríkisreknu fyrirtækja, bæði þeirra sem nú eru og þeirra, sem eftir er að skapa. Bæjarrekstur er form þjóðnýtingar, sem vafalaust á mikla fram- tíð fyrir sér. Sá rekstur er það smærri og það nær fólkinu og 'eftirliti þess, en ríkisreksturinn, að það er hægara að koma þar við því efnahagslega lýðræði, sem alþýðan stefnir að að skapa í atvinnulífinu. Og þegar ríkisstjórn og ríkisvald er komið undir áhrif alþýðunnar, en einokunarvald það, sem nú þrengir kosti bæjarrekstursins, brotið á bak aftur, þá fær bæjarrekstur áreiðan- lega að njóta sín vel sem eitt vinsælasta form þjóðnýtingar. Samvinnurekstur á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins er einn- ig tvímælalaust mjög vænlegt form fyrir samstarf og vald fjöld- ans, minni eða stærri heilda, og á vaxandi framtíð, jafnt í verzlun og iðnaði, sem í landbúnaði og sjávarútvegi. Samvinnufélagsskapur íslendinga á eftir að vaxa og breiðast út á nýjum sviðum, sem hann enn nær lítt til. Og alþýðan á eftir að heyja baráttu fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.