Réttur


Réttur - 01.01.1954, Page 31

Réttur - 01.01.1954, Page 31
RÉTTUR 31 leiðslutæki, sem hann sjálfur á, — eins og vafalaust verður lengi í landbúnaði, einnig í sjávarútvegi og iðnaði, getur eigi aðeins samrýmst því millistigi, sem hér um ræðir í efnahagsþróun til sósíalisma, heldur og sósíalistisku þjóðfélagi. Slíkum einyrkjum myndu aðrar vinnandi stéttir og ríkisvald þeirra á allan hátt hjálpa. Þeir myndu sjálfir skapa með sér samvinnu. Og þeim myndi verða forðað frá því að verða hringa- og bankaauðvaldi að bráð, eins og oftast verður hlutskipti þeirra í auðvaldsþjóð- félaginu. Sama gildir um smárekstur í einkaeign, þótt unnið sé með leigðu vinnuafli. Þeim bændum, sem með hörðum höndum og góðum vélum eru að vinna það afrek að breyta gróðurlendi íslands í ræktað land, mun eigi aðeins tryggt efnahagslegt og pólitískt frelsi. Með samstarfi og valdi vinnandi stéttanna verður þeim og tryggt efna- hagslegt öryggi, tryggir og nægir markaðir fyrir afurðir þeirra. Og jafnframt því mun þessum vinnandi bændum fjölga með stór- auknum nýbýlum, stórkostlegasta átakinu, sem gert hefur verið til að efla landbúnaðinn og breyta öllu gróðurlendi Islands í ræktað land. En jafnframt því sem aukin samvinna og nýtízku vélar gerbylta þannig landbúnaði vorum, eins og nú þegar er hafið, þá verður að leggja aukna rækt við fólkið sjálft. Það má ekki slíta þráðinn til fortíðarinnar, hið dýrasta úr íslenzkum þjóð- ararfi verður að lifa í landbúnaðarhéruðum framtíðarinnar sem og í borgum sjávarsíðunnar. Við aukna hagsæld og auðveldari störf má ekki glatast sú andans og hjartans menning, sem er tilgangur og tign alls hins daglega amsturs og erfiðis. — Sama gildir um handverkið, um alla þjóðlega listiðn, sem útlend stóriðja auð- valdsins ætlar að uppræta og drepa. Þessar fornu og nýju at- vinnugreinar munu lifa nýtt blómatímabil í krafti vaxandi vel- sældar vinnandi stétta, er kunna að meta menningargildi þess handverks, er byggir á þjóðlegum stofni og leitar um leið fram til meiri fegurðar og listar. — Einkarekstur vinnandi millistétta, sem á annað borð vegna atvinnu og menningarhátta á rétt á sér og getur verið undirstaða sómasamlegrar framfærslu þeirra, er að honum vinna, mun eiga skjól í samstarfi og valdi alþýð- unnar, í þjóðnýttri stóriðju hennar og yfirráðum fólksins yfir bönkum og utanríkisverzlun. En einnig einkarekstur í stærri stíl, svo sem togaraútgerð, iðn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.