Réttur - 01.01.1954, Side 33
RÉTTUR
33
Utanríkispólitík íslands undii
alþýðu forustu
Fyrir nokkrum áratugum hefði tilvist alþýðustjórnar á Islandi
í friði fyrir auðvalds-umheiminum verið óhugsandi. Auðvaldsríkin
hefðu brotið slíka stjórn á bak aftur með vopnavaldi eða viðskipta-
banni.
Nú er slík tilvist alþýðustjórnar möguleg. Og orsökin er sú að
sósíalisminn er orðinn svo sterkt vald í heiminum, að auðvalds-
ríkin munu vart áræða að hefja innrásarstyrjöld til að brjóta lög-
lega alþýðustjórn á bak aftur í Evrópu. Og þau geta ekki brotið
slíka stjórn á íslandi á bak aftur með viðskipta- eða lánabanni.
Svona sterkur er sósíalisminn orðinn eftir að þriðjungur heims er
kominn undir alþýðustjórn og annar þriðjungur heims raunveru-
lega að rísa upp gegn yfirdrottnun auðvaldsstórveldanna.
Þessar orsakir er nauðsynlegt að alþýðan geri sér ljósar. Þær
leyna sér heldur ekki. Löndunarbann brezks auðvalds til þess að
hnekkja íslenzkri sjálfstæðisbaráttu í landhelgismálinu hefur snú-
izt í hendi þess, vegna hinna miklu samninga við Sovétríkin.
Viðskiptasamningar íslands við Sovétríkin hafa orðið hið þýðing-
armesta vopn í sjálfstæðisbaráttu vorri, eigi aðeins hinni efna-
hagslegu, heldur og hinni pólitísku. Og þeir eru og fyrirheit um
hvernig viðskiptin við hinn sósíalistiska heim gætu tryggt allt
atvinnulíf íslands og hraðað framförum þess, þótt svo auðvaldið
erlendis kynni að setja algert lána- og viðskiptabann á ísland. En
einmitt vegna þessa möguleika, sem stendur oss íslendingum op-
inn, myndi auðvaldið erlendis hika við slíkt og hopa. — Það er
því ljóst á hvaða grundvelli íslenzk alþýðustjórn byggir tilveru
sína.
En hver yrði þá utanríkispólitík slíkrar stjórnar?
ísland, sem laust væri við amerískan her, komið út úr Atlanz-
hafsbandalaginu, yfirlýst hlutlaust í ófriði, vopnlaust og varnar-
laust, myndi vissulega gera frið og vináttu við allar þjóðir að
höfuðinntaki utanríkisstefnu sinnar. Það ísland myndi varast að
binda sig í nokkurt bandalagskerfi. Það myndi fullvissa aðrar
þjóðir um að íslendingar myndi aldrei af fúsum og frjálsum vilja
ljá land sitt neinu ríki sem herstöð.
Alþýðustjórn á íslandi myndi kappkosta að koma á og við-
halda vináttu- og viðskiftasambandi við öll þau ríki, sem ísland
3