Réttur


Réttur - 01.01.1954, Síða 48

Réttur - 01.01.1954, Síða 48
48 RÉTTUB lega oftast þann dóm, sem almenningur í daglegu tali kveður upp yfir „pólitíkinni". En flokkur sósíalismans þarf að umskapa fólkið sjálft, hugmynd þess um sjálft sig og hlutverk sitt, og gera alþýðuna þannig færa um að hrinda í framkvæmd þeirri fögru hugsjón, sem alþýðan býr sér til úr hinni fyrirlitnu „pólitík“ og umskapar pólitíkina með. „Er hann heims úr böli boginn, blóðugur að rísa og hækka, múginn vorn að máttkva, stækka?“ kveður Stephan G., er hann fagnar verkalýðsbyltingunni í Rúss- landi í kvæðinu „Bolsheviki" 1918. Hann sá draumsjón sína um end- urskapaða alþýðu, sterkari og meiri menn, reisn og vald vinnandi stéttanna vera að rætast. Þetta er von allra hinna miklu brautryðjenda sósíalismans. Og hitt er kvíði þeirra um manninn og hreyfinguna, sem Þorsteinn lýsir með sínum ógleymanlegu orðum í „Myndinni": ,,Þér finnst þinn dalur lítill og myrk og meinleg ævi; þú mínkar bráðum sjálfur — og þá er allt við hæfi“. Áminning og viðvörun þessara brautryðjenda, sem hófu hug- sjón sósíalismans til vegs á meðal íslendinga, þegar allra erfiðast var að berjast, — hún má aldrei gleymast. Oss rennur enn til rifja að finna í kvæðum Þorsteins vonbrigðin, sem hann varð fyrir með fólkið, er hann gerði sér svo háa hugmynd um „í landsýn“ (sbr. 1. prentun þess í „Bjarka") og vér skiljum hve heit og inni- leg óskin er í síðari ummyndun þess kvæðis: „Við vonum þú senn eigir svipmeiri þjóð . og senn verði heiðari bráin; til þess orti Jónas sín þjóðfrægu ljóð, til þess er Jón Arason dáinn“. Við, sem nú lifum; höfum alla möguleika til þess að láta þennan draum brautryðjendanna um þjóðina rætast. Verkalýðurinn hefur reist sig úr kútnum, rétt úr bakinu, bognu af þrældómi aldanna. Hreyfing hans er orðið sterkasta valdið með þjóðinni og bíður þess eins að hann sé sjálfur sammála um að nota það vald á öllum sviðum. Verkalýðurinn hefur með ný- sköpuninni fengið þjóðinni tækni, sem hún byggir atvinnulíf sitt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.